Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 12
12
MMBIABIB
írjálst, úháð dagblað
Utgefandi: Dagblaðið hf. Æ * mM
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Holgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjórnar Jóhannos Reykdal.
íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaðamenn: Anna Bjaróason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sig
urðsson, Dóra Stofónscjóttir, Elín Albortsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ing.
Huld Hókonardóttir, Kiyitjón Mór Unnarsson, Siguröur Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjamleifui Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrífstofustjóri: Ólafur EyjöHsson. Gjaldkori: Þróinn Þorloifsson. Auglýsingastjórí: Mór E.M. Halldórs-
son. DroHingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir.
Ritstjórn: Síðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðalsími blaðsins er 27022 (10 línur).
Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf., SkeHunni 10.
Áskríftarverð ó mónuði kr. 70,00. Verö i lausasölu kr. 4,00.
Setið aó flugskýla-snæðingi
Alþýðubandalaginu var svo brátt að
komast í þá ríkisstjórn, sem nú er við
völd, að því láðist að berja inn í stjórn-
arsáttmálann ákvæði um neitunarvald
gegn framkvæmdum hins svonefnda
varnarliðs á Keflavíkurflugvelli.
Auðvitað getur Alþýðubandalagið í
staðinn haft á lofti hótanir um brottför úr ríkisstjórn-
inni, ef Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra heldur
ótrauður áfram ýmsum fyrirhuguðum og nauðsynleg-
um framkvæmdum þar syðra.
Gallinn við slíkar hótanir er þó sá, að Alþýðubanda-
laginu líður mæta vel í ríkisstjórninni. Mikið má ganga
á í varnarmálum, að ráðherrar bandalagsins standi upp
úr stólum sínum, hvað sem Ólafur Ragnar Grímsson
segir.
Alþýðubandalagið hefur orkuráðherrann og getur
með honum búið til orkuskort, samanber tilraunir
hans til að tefja virkjun Hrauneyjafoss um eitt ár. En
bandalagið hefur ekki varnarmálaráðherra i ríkis-
stjórninni.
Að vísu er mjög dónalegt af utanríkisráðherra að
segja alþýðubandalagsmenn munu éta hin nýju flug-
skýli á Keflavíkurvelli eins og annað. Oft má satt kyrrt
liggja, ekki sízt í nærveru viðkvæmra sálna herstöðva-
andstæðinga.
Ástæðulaust var að nudda Alþýðubandalaginu upp
úr stjórnarfíkn þess, því að svo má deigt járn brýna, að
bíti. Ólafur Jóhannesson átti ekki að strá salti í sár
þess, heldur tala út og suður, svo sem hann hefur þjálf-
un til.
Hið sama átti hann að gera í máli olíustöðvarinnar
fyrirhuguðu í Helguvík. Hann átti aldrei að ljá máls á,
að olíustöðin hefði einhverja endanlega stærð, sem
væri fjórum sinnurn meiri en núverandi geymslurými.
Ólafur átti einfaldlega að samþykkja einn áfanga
Helguvíkurstöðvar, jafnstóran núverandi geymslu-
rými. Síðan mátti samþykkja meira, þegar Alþýðu-
bandalagið er utan stjórnar. Smíði olíustöðvar tekur
langan tíma, en ríkisstjórnir koma og fara.
Ólafur Jóhannesson hefur með ógætilegu orðbragði
og ákvörðunum æst órólegu deildina í Alþýðubanda-
laginu. Þar með hefur hann stofnað í hættu bráðnauð-
synlegum framkvæmdum og sýnt vítavert ábyrgðar-
leysi.
Fráleitt væri að láta Alþýðubandalagið komast upp
með að búa til varnaskort ofan á orkuskortinn. Þess
vegna er nauðsynlegt, að utanrikisráðherra hafi sem
fæst og loðnust orð um það, sem hann er að gera í
varnarmálum.
Alþýðubandalagið hefur of lengi getað tafið fyrir
eðlilegum aðskilnaði borgaralegs og hernaðarlegs flugs
hér á landi. Það má ekki til viðbótar komast upp með
að tefja fyrir auknu öryggi í oliubirgðum flugvallarins.
í framhaldi af flugstöðinni og olíustöðinni er smíði
flugskýla hið ómerkilegasta mál. pnda segir Garðar
Sigurðsson, alþingismaður Alþýðubandalagsins:
„Varla er hægt að búast við því, að flugvélarnar séu
geymdar úti.”
Þótt landvarnir séu hér í rauninni að mestu leyti
nafnið tómt, verða stuðningsmenn þeirra þó að skilja
mikilvægi þess að virkja og þjálfa Alþýðubandalagið í
setu í vestrænt sinnuðum ríkisstjórnum.
Hinn óbeini Natóstuðningur Alþýðubandalagsins er
svo mikilvægur traustu stjórnarfari hér á landi, að
utanríkisráðherra hefur vel efni á að vanda betur orð-
bragð sitt, þegar hann segist ekki taka neitt mark á Al-
þýðubandalaginu.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981.
Kommar eru
kommar, líka
hérálandi
gerð bæjarráðanna. Hann gerði hins
vegar bókun sem sagði m.a. að hann
greiddi ekki atkvæði um inálið.
Gylfa hefði getað orðið sú gætni
að gagni að hugsa áður en hann skrif-
aði. Yfirlýsingin hlaut að verða
samin eftir fundinn en ekki fyrir,
þann hátt samþykkti hann að hafa á
málinu samanber grein hans í DB.
Bæjarráðsmenn fóru í einu og öllu
eftir því sem fram kom á fundi bæj-
arstjórnar 29.7. Þar segir:
„Til máls tóku Gylfi Guðmunds-
son, Steinþór Júlíusson, Ólafur
Björnsson, Guðfinnur Sigurvinsson
og Tómas Tómasson. Fundargerðin
samþykkt með 9 samhljóða atkvæð-
um.”
Hverjir ætla að éta
allt?
Það mun hafa verið i byrjun júní á
síðasta ári sem utanríkisráðherra
skýrði frá að hann myndi láta hefja
undirbúning að framkvæmdum í
Helguvik. Lítið hefur orðið úr þeim
undirbúningi svo vitað sé og þegar er
búið að tefja framkvæmdir í eitt ár.
Það virðist hafa farið svo að
Ölafur R. Grímsson en ekki utanríkis-
ráðherra ráði ferðinni í þessu sem
fleiru i núverandi rikistjórn, ekki síst
hvað varnarmálin varðar enn sem
komið er. Svo furðulega stefnu hafa
málin tekið að nú virðast kommar
ganga fram fyrir skjöldu í að skipu-
leggja hvernig best verði skipað starf-
semi NATO hér á landi.
mikil og góð störf nefndarinnar sem
vann að undirbúningi málsins.”
Síðan er vitnað til fyrri samþykkta í
málinu og þörf brýnna úrbóta, að
lokum segir: „Bæjarráðin leggja
áherslu á að öll framangreind atriði
séu höfð í huga við endanlegar
ákvarðanir og skora á stjórnvöld að
/
Ráöa kommar að mestu yfir Framsókn
og Gunnarsarminum?
Hægara að gefa heil-
ræði en halda þau
í DB þann 6.2. gerir Gylfi Guð-
mundssoh athugasemd við frásögn
mina í DB 24.1. af bæjarstjórnar-
fundi í Keflavík þann 29.7. 1980 þar
sem rætt var um árásir Þjóðviljans á
utanríkisráðherra vegna yfirlýsinga
hans um að hann myndi þegar láta
hefja undirbúning að framkvæmdum
í Helguvik. Gylfi birti orðrétt sam-
þykkt bæjarráðs sem lá fyrir fundin-
um um að hafa samráð við bæjarráð-
ið í Njarðvík um stuðningsyfirlýsingu
við ráðherrann. Gylfi birti hins vegar
ekki þá samþykkt sem bæjarráðið
gerði í framhaldi af bæjarstjórnar-
fundinum í anda þeirrar umræðu sem
fram hafði farið og Gylfi engar at-
hugasemdir gert við, þvert á móti
samþykkti hann eins og aðrir að sam-
starf skyldi haft við Njarðvíkinga. Af
eðlilegum ástæðum finnst yfirlýsing-
in ekki í fundargerð bæjarstjórnar
29.7. Yfirlýsingin var samin á sant-
eiginlegum fundi bæjarráðanna í
Keflavík og Njarðvík 2 dögum síðar.
Þar var hún samþykkt samhljóða og
send utanríkisráðherra og stuttu
seinna fjölmiðlum.
í yfirlýsingunni segir m.a.:
„Sameiginlegur fundur bæjarráða
í Keflavík og Njarðvík haldinn 31.
júlí 1980 fagnar þeirri ákvörðun
utanríkisráðherra að hefja undirbún-
ing að framkvæmdum við olíuupp-
skipunarhöfn í Helguvik. Jafnframt
lýsir fundurinn yfir ánægiu sinni með
Kjallarinn
Ólafur Bjttrnsson
hvika ekki frá ráðgerðum fram-
kvæmdum í Helguvík.”
Ekki hafa verið bornar brigður á að
þessi samþykkt sé ekki í fullu sam-
ræmi við þær umræður sem fram
fóru í bæjarstjórn Keflavíkur þann
29.7. fyrr en ef Gylfi vill gera það nú.
Yfirlýsingin kom svo ekki fram i
bæjarstjórn fyrr en eftir sumarfrí
þann 2.9.1980. Þá var mættur aðal-
fulltrúi Ab. Karl G. Sigurbergsson.
Ekki bar hann þá brigður á að yfir-
lýsingin væri í samræmi við það sem
fram fór á fundi þann 29.7. og
greiddi ekki atkvæði á móti fundar-
Umbótasinnaðir stúdentar vinna
nú að undirbúningi sérstaks þriðja
framboðs við stúdentaráðskosning-
arnar nú i mars. Hefur náðst víðtæk
samstaða með lýðræðissinnuðum
félagshyggjumönnum um slikt fram-
boð, mönnum og konunt, sem eiga
það sameiginlegt að hafa ýmislegt við
' stjórn vinstri meirihlutans á málefn-
um stúdenta að athuga, en treysta
ekki Vöku tii að bæta þar úr. Þarna
hafa tekið höndum saman jafnaðar-
menn, framsóknarmenn, óháðir og
nokkrir alþýðubandalagsmenn á
grundvelli víðsýnnar umbótastefnu í
málefnum stúdenta.
Óánægja með valkosti
Mikill fjöldi stúdenta hefúr um all-
langt skeið verið óánægður með þá
-
tvo valkosti, sem boðið hefur verið
upp á í stúdentaráðskosningum.
Annars vegar sjá þeir fyrir sér Félag
vinstri manna, þar sem róttæklingar
ráða því sem þeir vilja ráða, og hins
vegar Vöku, „félag Iýðræðissinnaðra
stúdenta”, þar sem sjálfstæðismenn
eru fjölmennastir. Stúdenta, sem
telja sig standa einhvers staðar á milli
íhalds og vinstri róttækni, hefur
vantað valkost, sem þeir gætu virki-
lega talið sig eiga samleið með.
0 „Nú skiptir sköpum, hvort stúdentar
vilja heldur leiöa uppvakninginn til önd-
vegis eöa víösýna, umbótasinnaöa félags-
hyggju.”