Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1981. d Erlent Erlent Erlent Erlent I) Háhýsin i Hong Kong eru oft hreinustu slysagiidrur. Óhöpp og slys sem oft leiða til dauða eru mjög tíð meðal verka- manna 1 Hong Kong, sem eru þekktir fyrir að vera meðal afkastamestu verkamanna 1 heiminum. Alls létu 110 verkamenn lífið í vinnuslysum í Hong Kong á síðast- liðnu ári. Mörg dauðaslysin urðu þannig, að verkamenn féllu niður af verkalýðsfélaga og sterk þrá eftir skjótteknum gróða. í hinni þéttbyggðu Hong Kong er algengt að margra hæða verk- smiðjuhús hafi að geyma fjórar til fimm mismunandi verksmiðjur á hverri hæð. f síðasta mánuði létu ellefu verkamenn lífið í hárkolluverk- smiðju 1 einu slíku háhýsi. Er stjórnin var spurð, hvað gert væri til að sporna við vinnuslysum í Hong Kong svaraði hún því til, að húngerðisitt bezta. Fyrirhugað er að fjölga í vinnu- staðaeftirlitinu um 152 menn. Það finnst kristilegu iðnaðarnefndinni ekki fullnægjandi. Hún vill, að meiri fjármunum verði varið til þjálfunar i Mikið er um ófaglært fólk, sem tekur hvaða starfi sem er án tillits til öryggisútbúnaðar á vinnustaðnum. öryggismálum og auknar skyldur verði lagðar á herðar at- vinnurekenda. Fá verkalýðsfélög Vandamálið er mikið og verka- lýðsfélögin fá. öryggismál eru ekki heldur efst á lista viðfangsefna verka- lýðsfélaganna og borin von, að þau geti fylgzt með aðbúnaði í öllum þeim 44 þúsundum verksmiðjum, sem skráðar eru í Hong Kong. Vinnumálaeftirlitið hefur skipulagt 123 námskeið í öryggis- málum fyrir vinnuveitendur á fyrri helmingi þessa árs. Þeir hafa gert sjónvarpsþætti þar sem rekinn er áróður fyrir auknu öryggi á vinnustöðum. Einnig hafa þeir nú auglýst símaviðtalstíma. í þann síma geta verkamenn hringt og kvartað yfir ástandi á vinnustöðum án þess að gefa upp nafn sitt og þurfa að óttast að þeir verði reknir. Þeir hafa einnig gefið út blað um öryggismál og er því dreift ókeypis. Mestu bætur vegna örorku af völdum vinnuslysa hafa verið hækkaðar úr 13,500 Bandarikja- dollurum í 32,000 dollara. En mjög erfitt hefur reynzt að höfða til ófaglærðs fólks, sem skiptir ört um starf og er reiðubúið að taka hvaða starf sem er ef góð laun eru í boði. (Reuter) vinnupöllum utan á háhýsum, sem eru svo einkennandi fyrir þessa litlu brezku nýlendu. 46 þúsund vinnu- slys á einu ári Vinnuslys 1 iðnaðinum á árunum 1980 i Hong Kong urðu alls 46,138 og þar sem verkamenn eru aðeins rétt yfir eina milljón bendir þessi tala til, að öryggisbúnaði sé mjög áfátt. Slysafjöldinn er örugglega mun meiri því mikið er um ólögleg at- vinnufyrirtæki, sem forðast að vekja á sér athygli með því að láta vita af því að slys hafi orðið á vinnustaðn- um. Hið eina jákvæða er, að talan yfir dauðsföll af völdum slysfara var lægri á síðastliðnu ári en árið 1979. Þá létu alls 163 verkamenn lífiö en slysin urðu þó aðeins færri en 1980. „íbúar Hong Kong hugsa einfaldlega ekki nægilega um öryggismál,” segir Yip Yuk Lun, aðstoðarforstjóri vinnumálaeftirlits atvinnumálaráðuneytisins. Þessi skoðun hans kemur heim og saman við þá staðreynd, að nauðsynlegt er í Hong Kong að aðvara fólk við að iífshættulegt getii verið að henda rusli niður úr íbúðum fjölbýlishúsa. Fólk virðist ekki gera sér nægilega grein fyrir að fólk niðri á götunni geti orðið fyrir ruslinu og látið lífiðvegna þess. Þrengsli og úreltar vinnuvólar En það eru aðrar ástæður, sem liggja til flestra slysanna; þrengsli á vinnustöðum, úreltar vélar, lítil áhrif Allar útgöngu- leiðir lokaðar Yip lýsti því, hvernig slík slys verða gjarnan. Venjulega eru lyftur í þessum verksmiðjuhúsum, sem verkamennirnir nota til þess að kom- ast á vinnustað sinn. Þar sem stig- arnir eru ekki notaðir, er vörum komið fyrir þar. öryggisdyrum er siðan læst til þess að koma í veg fyrir þjófnað. Árangurinn er sá, að komi eldur upp, þá eru allar útgönguleiðir lokaðar. Mörg slys hafa orðið vegna úreltra vinnuvéla, sem atvinnurekendur hirða ekki um að endurnýja. Neiti verkamenn að vinna við vélarnar er alltaf hægt að fá aðra í þeirra stað. Enginn hörgull er á vinnuafli. Ekki þarf lengi að svipast um 1 hliðargötum Hong Kong-borgar til að sjá, hversu öryggismálum er áfátt. Vinnupallar án grindverks allt upp að fimmtándu hæð eru eitt dæmið af fjölmörgum, sem sýna, hve mikil fyrirlitning er borin fyrir öryggisút- búnaði á vinnustöðum. Stjórnin segist gerasitt bezta Kristilega iðnaðarnefndin í Hong Kong sem er sjálfstæður þrýstihópur hefur verið óþreytandi í að hvetja stjórnina til að láta sig öryggismál meiru varðá. Fulltrúar hóps þessa héldu til Lundúna á síðastliðnu ári til þess að vekja athygli þingmanna á því, að tíðni vinnuslysa í nýlendunni Hong Kong væri níu sinnum meiri heldur enf Bretlandi. lbúar í Hong Kong virðast ekki gera sér grein fyrir, að sé rusli hent út úr fbúðum á efri hxðum fjölbýiishúsa getur það hæglega orðið fólki niðri á gangstéttinni að bana. 46 þúsund vinnuslys á aðeins einu ári —Verkalýðsfélögin fá og vanmegnug, mikil þrengsli á vinnustöðum og úreltar vinnuvélar meðal höfuðástæðnaraia

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.