Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981. 5 Telja stjómvöld þrengja óhóf lega að allrí veiðiaðstöðu: Hörð mótmæli sjómanna úr mörgum verstöðvum „Þeir sem fóru út 1 morgun eru nú að tínast heim á leið aftur án þess að hafa getað hreyft eina einustu trossu,” sagði skipstjóri í Grindavík í viðtali við DB síðari hluta dags í gær. Mótmælaundirskriftir eru nú í gangi meðal skipstjórnarmanna i Grindavík á móti reglum þeim, sem sjávarútvegsráðuneytið hefur sett neta- veiðibátum. Taka þær til fjölda neta á hverju skipi miðað við áhafnarfjölda aðvissuhámarki. Þá er einnig mótmælt fyrirmælum um að þeir bátar, sem eru með há- marksfjölda neta, komi ævinlega með 20% netanna til hafnar hvert sinn sem þeirra ervitjað. „Þetta er allt að því ófram- kvæmanlegt og alls ekki hættulaust,” sagði skipstjóri sem DB ræddi við. „Þetta magn neta fer meira og minna i flækju á dekkinu ef brotsjór ríður yfir og þarf ekki alltaf hreinan brotsjó til,” sagði þessi skipstjóri. Hann taldi að stöðugt væri verið að þrengja hag sjómanna með alls konar reglum, sem knúðu til fastári sjósóknar. „Þetta endar með ósköpum og er ekki viðunandi,” bætti hann við. „Því er ekki að neita að hingað í ráðuneytið hafa borizt andmæli frá verstöðvum,” sagði Jón B. Jónasson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, í viðtali við DB. „í þessum veiðum er erfitt að finna nokkurt patent og aldrei hægt að finna þá reglu sem allir sætta sig við í byrjun,” sagði Jón. Hann kvað spurninguna vera um það aðallega i hvaða gæðaflokk ætti að reyna að fá á land þær 140 þúsundir lesta, sem stefnan væri að veiða á ver- tíðinni. „Allar kröfur um að fiskurinn komi á land þýða þrengingu á veiðum þar sem fiskurinn hefur takmarkað geymsluþol eftir að hann hefur ánetjazt,” sagði Jón B. Jónasson. „Það er erfitt að sækja sjó i þessu tíðarfari. Það er engu líkt, og það á þeim tima, sem dagur er skemmstur og lengst þarf að sækja, austur í bugtir og í villtra vestrið,” sagði Jón. Hann bætti við: „Þessar aðstæður eru til þess fallnar að hleypa í menn illu blóði.” Hann kvað enga skyldu bera til þess að vera með hámarksfjölda neta, sem leyfilegur væri. Menn gætu t.d. verið með 20% undir hámarkinu. Þá þyrftu þeir ekki að fara í land með þessi 20% af hámarksfjöldanum. Hann kvað það töluverðan hóp sem ekki væri með fullan netaskammt. „Norðmenn skylda netabáta til þess að koma alltaf með öll net, svipað og venja er til með linu,” sagði Jón. Hann kvað þetta gerbyltingu miðað við það sem hér væri tíðkað. Netin liggja þá ekki lengur í sjó en á meðan bátarnir eru yfir þeim. „Þetta hlýtur að gefa 100% aflans í 1. flokk að öðru jöfnu,” sagði Jón B. Jónasson. Hér fara nú um 50% netaafla i 1. — reynum að tryggja sem beztgæði vertíðaraflans, segirdeildarstjóri sjávarútvegsráðu- neytisins flokk og 50% skiptast i 2. og 3. gæða- flokk. Vertíðin hér hefur ákveðið aflahá- mark og stjórnvöld reyna að stuðla að því að hráefnið, sem á land kemur, sé sem bezt. Til þess eru settar reglur og nú eru 7 menn á vegum ráðuneytisins um borð í veiðiskipunum til skiptis til þess að fylgjast með því að þeim sé framfylgt. Auk þess hefúr landhelgis- gæzlan eftirlit á sjó. Þessar reglur mæta nú andstöðu sjómanna í mörgum verstöðvum. Heyrzt hefur að sumum skipstjórnar- mönnum þyki svo nærri veiðunum gengið að þeir treysii sér ekki til að halda veiðum áfram ef ekki verði breyting á gerð af hálfu stjórnvalda. Engin dæmi eru þekkt um svo róttæk andmæli, eftir því sem DB kemst næst. -BS. Bændur sem fé sitt eiga á Landmannaafrétti og í grennd við fjalladrottninguna Heklu urðu að smala fé sinu vegna gossins 1 Heklu i sumar. Í kvikmyndinni um smölun á Landmannaafrétti má sjá ýmis svæði sem fóru undir ösku og gjall 1 gosinu 1 sumar. Þá er líklegt aö sumir þessara bænda „spili stóra rullu” 1 kvik- myndinni. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. íslenzkir smalar f estir á filmu: Heimildarkvikmynd um smölun á Landmannaafrétti brátt f rumsýnd —styttri útgáfa fyrir sjónvarp einnig gerð íslenzkir smalar hafa verið festir á filmu og verður heimildarkvikmynd um smölun á Landmannaafrétti frumsýnd að Brúarlundi í Landssveit sunnudaginn 1. marz nk. Kvik- myndin ber nafnið Landmannaleitir og er gerð að tilhlutan Land- og Holtahrepps í samvinnu við sjón- varpið. Myndatakan hófst í fjallaferð haustið 1976 og var unnið við hana tvö næstu haust. Guðlaugur Tryggvi Karlsson annaðist síðan hljóðupp- töku. Myndin er einn og hálfur tími að lengd, en sjónvarpið hefur látið gera styttri útgáfu, 40 minútna langa. Kvikmyndastjóri er Þrándur Thor- oddsen. Fylgzt er með smölunum þegar þeir leggja af stað úr byggð með hesta sína og allt þar til þeir rétta safnið eftir viku í Landréttum. Farið er á fyrsta degi inn í Landmannalaugar og taka 20—30 manns þátt i smöluninni. Hestar eru öllu fleiri, enda erfið smölun fyrir dyrum. Landmannalaugasvæðið er allt leitað og eftir þrjá daga er haldið að Land- mannahelli og smalaðir Reykjadalir, Mógilshöfðar og Loðmundur ásamt svæðinu sunnan Tungnaár. Endaðer við austanverða Heklu og safnið síðan rekið á sjöunda degi yfir vikrana niður með Þjórsá austan- verðri í Landréttir. Hið fagra landslag nýtur sín vel í myndinni, litadýrð er mikil, en jafn- framt kemur fram að veður eru mis- jöfn á þessum árstíma. Hluti af því svæði sem sést í myndinni fór undir gjall og ösku í Heklugosinu sl. sumar. Myndinni lýkur í Landréttum og á ýmsum bæjum, þar sem menn gera sér dagamun þegar fé er heimt af fjalli. Myndin er þjóðlífslýsing og söguleg heimild um atvinnuhætti sem gætu innan tíðar heyrt sögunni til í hröðum breytingum á atvinnuhátt- um. Hóf verður í tilefni frumsýning- arinnar, sem hefst í Brúarlundi kl. 20.30. Að lokinni sýningu geta Land- og Holtamenn minnzt spora sinna á fjalli. Ýmislegt verður til skemmtunar í hófinu. -JH. Fcriningarfötin glæsilegu Ai« Takkinn úr grófu ullar-tweed efni og ífjölbreyttu litaúrvali. Buxurnar með fellingum. Og nú það allra nýjasta, STRETCH-FLANNEL efni í buxur. Það er mjúkt, teygjan- legt og situr vel, auk þess sem það heldur vel brotum. Vestið með prjónuðu baki og í sama lit og buxurnar. Auk þessara glcesilegu fermingarfata höfum við allt sem við á: skyrtur, bindi, sokka og Hjá okkur fcest allt á fermingardrenginn á sama staðnum SNORRABRAUT 56 SÍM113505 Austurstræti 10 27211

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.