Dagblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981.
27
Útvarp
Sjónvarp
9
Á FLÓTTA MED FARANDLEIKURUM - útvaip kl. 17,20:
14 ÁRA STRÁKUR Á FLÓTTA
FELUR SIG í LÍKKISTU '=»
Á flótla með farandleikurum nefnist
ný útvarpssaga barnanna sem þýðand-
inn, Silja Aðalsteinsdóttir byrjar að
lesa í dag kl. 17.20.
Hér er um að ræða sögulega skáld-
sögu sem gerist á 16. öld. Aðalpersón-
an er 14 ára strákur sem kemst í kast
við lögin. Á flótta undan laganna vörð-
um grípur hann til þess ráðs að fela sig L
kassa. Svo vill til að þessi kassi er not-
aður sem líkkista í sýningu farandleik-
flokks nokkurs. Er strákurinn borinn á
leiksvið í kistunni í miðri sýningu.
Sú uppákoma verður til þess að
strákurinn slæst í för með leikflokkn-
um. Hann er látinn fara með kvenhlut-
verk eins og títt var með unga pilta á
þeim árum því siðlaust þótti að konur
léku á leiksviði.
Sjálfur Shakespeare er persóna i sög-
unni og kynnist strákurinn honum.
Gerist sagan öll i Jcringum leikhús en
hún er ævintýraleg og spennandi að
sögn Silju Aðalsteinsdóttur.
Bókin kom fyrst út árið 1940 en höf-
Þýðandinn, Silja Aðalsteinsdóttir, les
söguna. Lestrarnir verða samtals 24.
undur hennar, Geoffrey Trease, hefur
skrifað geysimikið og er enn að. Hann
er mjög vinsæll barnabókahöfundur en
þessi saga er aðallega ætluð krökkum á
aldrinum 9—13 ára.
-KMU.
DB-mvnd: Hörður.
Tölvuútskriftin sem mennirnir eru að lesa kemur frá upplýsingabanka í Evrópu.
VARDVEIZLA UPPLÝSINGA
UM EINSTAKUNGA
PERSÓNUNJOSNIR—sjónvarp M. 22,00:
—Hvaðan gætu jwer leMð út?
Persónunjósnir nefnist umræðuþátt-
ur undir stjórn Magnúsar Bjarnfreðs-
sonar sem er á dagskrá sjónvarps i
kvöld. Þátturinn verður sendur beint
út.
Nokkrar umræður urðu um þessi
mál í tengslum við manntal hagstof-
unnar sem tekið var um síðustu mán-
aðamót og að sögn Magnúsar Bjarn-
freðssonar er þessi þátturl framhaldi af
þeim. Er ætlunin að ræða um varð-
veizlu persónulegra upplýsinga og leita
svara við spurningum sem tengjast því,
t.d. hvaða upplýsingar teljist persónu-
legar.
Þátttakendur verða fjórir, þeir Björn
Þ. Guðmundsson, prófessor i persónu-
rétti við lagadeild Háskóla íslands,
Helgi Sigvaldason verkfræðingur en
hann hefur mikið unnið við tölvur,
Ólafur Ölafsson landlæknir og Þórður
B. Sigurðsson, forstjóri Reiknistofu
bankanna. Þeir Ólafur og Þórður eru
fulltrúar fyrir tvo þjóðlífsþætti, heil-
brigðiskerfið og bankakerfið, sem
varðveita ýmsar upplýsingar um ein-
staklinga. -KMU.
Tilsölu
Toyota Cefíca fíftback
árg. 1978, ekinn 29000 km, Ijósblár, sanseraður, sem nýr i útliti. Útvarp,
ségulband. Tilsýnishjá
BÍLASÖLUNNISKEIFUNNI
SKEIFUNN111- SÍMAR 84848 og 35035
Lögtök
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða
lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara. á kostnað gjaldenda en ábyrgð
rikissjóðs. að átta dögum liðnum frá birtingu þessárar auglvsingar. I'vrir
eftirtöldum gjöldum:
Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi. svo og sölu
skatti af skemmtunum. vörugjaldi af innlendri framleiðslu. vörugjaldi.
skipulagsgjaldi af nýbyggingum. söluskatti fyrir okt.. nóv. og des. i980.
svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt. lesta . vita- og skoðunargjöld-
um af skipum fyrir árið 1980. gjaldföllnum þungaskatti af disilbifreiðum
og skatti samkvæmt ökumælum. almennunt og sérstökum útflutnings
giöldum. svo og trvggingaiðg.iöldum af skipshöfnum ásann skráningar-
gjöldum.
B orgarfóge taembæ ttið iReykjavík
12. febrúar 1981.