Dagblaðið - 18.02.1981, Page 3

Dagblaðið - 18.02.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1981. 1111 ..... Sýningarskrá kvikmyndahátíðar: Kvikmyndahátíð til sóma „Smáauglýsingaþjónusta" heitir ein þjónustudeildin okkar. Setjir þú smáauglýsingu í Dagblaðið getur þú beðið um eftirtalda þjónustu hjá smá- auglýsingaþjónustu blaðsins þér að kostnaðarlausu: Tilboðamóttöku i síma. Við svörum þá í síma fyrir þig og tökum við þeim tilboðum sem berast. Upplýsingar í síma. Við veitum fyrirspyrjendum upp- lýsingar um það sem þú aug lýsir, þegar þeir hringja til okkar. Að sjálfsögðu aðstoðum við þig, ef þú óskar þess, við að orða auglýsingu þina sem best. i Njóttu góðrar þjónustu ókeypis. i iBIAÐIÐ er smáauglýsingablaðið Þverholti 11 — Sími 27022 Ooið til kl. 10 í kvöld GÍSLI SVAN EINARSSON Hringiö í síma iiiikl. l3og_lS milli W eðas —göð tilraun til að brúa bilið milli talmáls og ritmáls Alfreð S. Böðvarsson skrifar: Mig langaði aðeins áð gera smáat- hugasemd við kvörtun Atla Rúnars yfir sýningarskrá kvikmyndahátíðar þann 12. feb. Þar fárast hann út í ís- lenskunotkun skrárinnar og tínir til dæmi sem sanna eiga „sullutexta” og lélega íslenskukunnáttu. Fyrst skal það sagt að í téðum bæklingi eru hreint engar málvillur, málfræði, greinarmerkjasetning og annað slíkt alls staðar tipp topp og til fyrirmynd- ar. En það sem bréfritara finnst svo forkastanlegt er málfarið, sem er svo sannarlega engin steindauð stirðbusa- rulla, sem einkennir svo oft slíkt les- efni, heldur einfalt og auðskilið tal- mál sem aliir nota og skilja. Og þar fyrir utan er textinn einkar skemmti- legur aflestrar, með eðlilegum og lif- andi stíl. Að vera að amast við orðum eins og gomma og glás er ferlega púritanskt því við verðum bara að sætta okkur við að málið þróast og breytist og verður sífellt fjölbreyttara og nákvæmara. Og orðatiltækið að vera klár er nú ekki minni íslenska en það að mætur maður notar það um guðssoninn áseytjándu öld. Þær fáu slettur sem notaðar eru í ritinu eru auðskiljanlegar hverju barni og órjúfanlegur hluti af stíln- um, barasta bráðnauðsynlegar. Því verð ég að segja að rit þetta er ákaf- lega vel heppnað og stýranda þess og Listahátíð til mikils sóma. Er það prýðisgóð til7aun til þess að brúa bilið milli talmáls og ritmáls og væri óskandi að fleiri fylgdu fordæminu. Svo ég slái nú tvær flugur í einu bréfi vil ég líka aðeins minnast á Skonrokk Þorgeirs Ástvaldssonar. Sú var tíðin að sá þáttur var bara hel- víti góður en nú er svo komið að hann er ekkert nema diskópopprugl og þungarokk frá Bretlandi, að ógleymdri nýbylgju í lægsta klassa, sem er ekkert annað en ófrumlegt einkaflipp. Þar má m.a. telja Goom- bay Dance Band, sem er ömurlegra en orð fá lýst, Nolan Sisters (þær kunna nú ekki einu sinni að greiða sér, hvað þá syngja), þungarokks- þumbarana Iron Maiden, sem yrði hlegin í hel alls staðar annars staðar en i Bretlandi, og svona mætti enda- laust telja. Sem sagt, þátturinn er orðinn alveg ferlega lélegur. Og ástæðan hlýtur að vera peningaleysi (-svelti-) því ég veit að Þorgeir Ástvaldsson hefur ekki svona tónlistarsmekk. Fjársveltið er vafalaust líka ábyrgt fyrir hinum tíðu endursýningum. Því vil ég biðja um meiri pening þættinum til handa (og þarmeð betra efni) ellegar hætta þess- um sýndarleik. Við vitum að ráða- mönnum sjónvarps er meinilla við popptónlist en þetta er einum of ósvífið. Fyrir utan hneykslið að hafa ekki spes þriggja tíma þátt um John Lennon á nú lika að eyðileggja eina poppþátt sjónvarpsins. Ef þetta er ekki miskunnarleysi þá . . . Að lokum lem ég þriðju fluguna og mótmæli því hástöfum að Fræbbbl- arnir séu alminnileg hljómsveit. Þeir eru einfaldlega svo undirfurðulega ömurlegir að þeir ættu ekki eiriusinni að fá lánaðan bílskúr undir þessar eyrnaskemmdir. / esenda Spurning dagsins Fauk eitthvað hjá þér í nótt? (Spurt í gærmorgun). Guflmundur Fr. Guðmundsson lífeyris- þegi: Nei, það fauk ekkert hjá mér. En ég varð var við mikið fok í kringum mig. Hermann SigurAsson hílstjóri: Nei, ég varð ekki fyrir óþægindum af óveðr- inu. Sigurlaug Jósepsdótlir húsmóAlr: Nei, en ég sá ýmislegt lauslegt fjúka i kring- Gisli FriAjónsson læknifræAingur: Nei, ég svaf svefni hinna réttlátu þegar ég loksinssofnaði. Svava GuAjónsdóttir húsmóAir: Nei, ég fór að sofa þegar rafmagnið fór og vaknaði ekki við óveðrið. ívar Ragnarsson, vinnur hjá Samband- inu: Nei, en gluggarnir hjá mér svign- uðudálitið. Þetta var ofsarok.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.