Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.02.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið - 18.02.1981, Qupperneq 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1981. Alltaf lagast það, maður: MARILYN MONROE NORD■ MAÐUR í AÐRA ÆTTINA — karl faðir hennar hl jóp f rá konu og börnum í Noregi 1923, kvæntist í Bandaríkjunum 1925, án þess að fá skilnað f rá fyrri konunni og sviðsetti eigið andlát 1929 Þrýstingur á Japan Efnahagsbandalag Evrópu reynir að fá Japani til þess að hækka verð á út- flutningsvörum þeirra til bandalags- ríkjanna. Til að þrýsta enn meira á j>á hótar Bandalagið að skerða innflutn- ingsmöguleika þeirra. Opinber tals- maður i Tokyo sagði að hann vonaðist til að útflutningurinn til Vestur-Evrópu yrði áfram óheftur. Marilyn Monroe í Noregi. Og viti menn: í Danmörku fundu starfs- menn norska Dagblaðsins Malene Nielsen frá Haugasundi i Noregi. Hún er dóttir Mortensens og því hálf- systir filmstjörnunnar, sem lézt af of- neyzlu fíkniefna árið 1%2. Morten- sen var kvæntur móður Malene Niel- sen, en fór frá henni og börnunum til Bandaríkjanna árið 1923. Hann kom ekki aftur, en 1929 frétti Malene að hann hefði farizt í umferðarslysi. Síðar kom í ljós að Mortensen, sem var kvæntur Britu, móður Malene Nielsen, og Mortensen sem kvæntur var Gladys Baker, móður Marilyn Monroe, var einn og sami maðurinn. Malene fór að hafa orð á því við kunningjana árið 1956 að líklega væri hún systir filmstjörnunnar sem þá var farin að skína. En það var bara hlegið að henni og hún hafði ekki orð á því meir. Karlinn Morten- sen er talinn hafa sviðsett dauðsfall sitt árið 1929 af einhverjum orsök- Ertu ekki ánægður með brosið? — spurði Erik Börge Jeppesen ljós- myndarann þegar hann gekk bros- andi út að eyrum úr réttarsalnum rétt eins og hann hefði verið að fá til- kynningu um 100 milljónir fyrir 12 rétta í Getraununum. Þó var hann að koma frá því að hlusta á þunga ákæru á hendur sér: Nauðgun og morð á Marie Henriksen, 83 ára konu, i Kaupmannahöfn. Við yfir- heyrslur kom í ljós að maðurinn hafði meira á samvizkunni. Hannját- aði á sig til viðbótar tvö gróf kyn- ferðisafbrot: að hafa nauðgað tveimur konum, annarri einu sinni, hinni oft, og hótað þeim lífláti segðu þær frá. Hótanirnar virðast hafa verið teknar alvarlega, því þær sögðu ekki til afbrotamannsins. Lögreglan rannsakar nú hvort Jeppesen kunni að hafa brotið enn meira af sér. Mörg óupplýst morð- og nauðgunarmál liggja á borðum rann- sóknarlögreglunnar sem fróðlegt þykir að kanna betur með yfirheyrsl- um á Jeppesen. Að sögn lögreglunnar verður nú farið í gegnum hvert ein- asta mál af þessu tagi sem óupplýst eru í allri Danmörku. Jeppesen á ekki að sleppa i þetta sinn án þess að svara til saka fyrir alla glæpina sem hann kannaðhafadrýgt. Bandaríska filmstjarnan Marilyn Monroe átti norskan föður og var því hálfur Norðmaður. Skjöl sem nýlega fundust I Riverside í Kaliforníu eru talin sanna þetta. Faðir hennar, Martin Edvard Mortensen, dó fyrr í þessum mánuði, 83 ára að aldri. Hann var á sínum tíma kvæntur Gladys Baker, móður Monroe, í þrjú ár. Það var ekki fyrr en tekið var til I íbúð Mortensens að honum látnum að í Ijós komu pappirar sem feðruðu, filmstjörnuna miklu. í flestum bók- um unt Marilyn Monroe er sagt að móðir hennar hafi átt bam utan hjónabands með manni að nafni Mortensen. Sá átti að hafa stungið af frá barnsmóður sinni og látið lifið í mótorhjólaslysi i Ohio árið 1929. En það reyndist heldur betur rangt, þó það kæmi ekki fram fyrr en á árinu 1981. Norsku blöðin fóru snarlega á stúf- ana þegar þetta fréttist og reyndu að um. Hvað um það, hann hefur alla hann gekk í hjónaband I Bandaríkj- vega verið fjölkvænismaður, því unum og átti þá fyrir konu i Noregi. Malene Nielsen, hálfsystir Monroe, býr á svínabúi i Danmörku. Hún hélt að pabbinn hefði dáið 1929. Undirróður S-Afríku Leiðtogar Afríkuríkjanna Zambíu, Zimbabwe, Tanzaníu, Mozambique og Botswana, sök- uðu í gær stjórn hvíta minnihlut- ans í Suður-Afríku um undir- róðursstarfsemi í álfunni. Sögðu Suður-Afríkustjórn þjálfa stjórn- arandstæðinga í Angóla, Mozam- bique, Zimbabwe og Zambíu. Leiðtogarnir voru á fundi í gær og sögðu m.a. að honum loknum að það væri stjórn Suður-Afríku að kenna að viðræður um sjálf- stæði Namibíu hafi farið út um þúfur. grafa upp (í óeiginlegri meiningu, auðvitað) ættingja Mortensens og Mortensen gerðist fjölkvænismaður með þvi að kvænast sinni I hvorri heimsálfunni. viðurkennir að hafa kveikt f Philip Cline, 25 ára gamall þjónn, hefur viðurkennt að hafa kveikt í Hilton-hótelinu í bandaríska spilavítis- bænum Las Vegas fyrir skömmu. Bruninn í hinni 30 hæða byggingu kostaði átta manns lífið en um tvö hundruð hlutu meiðsli. Þjónninn vann við herbergisþjónustu á áttundu hæð, en þar kviknaði eldur á sama tíma og eldar gusu upp á þremur öðrum stöðum í hótelinu. Hann segir að eldur- inn hafi kviknað fyrir slysni út frá maríjúanasígarettu þegar hann var I homma-ástarleik á hótelherbergi. Lög í Nevada, ríkinu þar sem Las Vegas er, leyfa dauðarefsingu fyrir íkveikju og manndráp. Fyrir þremur mánuðum kviknaði i Grand Hotel í Las Vegas. Þá fórust 84, þar af 5 af völdum brunasára en aðrir vegna reykeitrunar. TO YOTA-SALURINN Nýh ýla vegi 8 (í portinu) Toyota Cressida station sjálfsk. Toyota Cressida station beinsk. Toyota Cressida 4ra dyra Toyota Cressida 2ja dyra Toyota Corolla KE 30 Toyota Corolla station Toyota Corolla KE20 Toyota Corolla KE20 Toyota Carina, 4ra dyra Toyota Starlet, 4ra dyra Toyota High Ace sendibill Opið laugardaga kl. 1—5. Árg. Ekinn Verð '78 23 þús. 83 þús. '80 21 - 116 - '80 12 - 105 - '78 43 - 73 - '77 41 - 49 - '78 53 - 57 - '74 87 - 25 - '72 100 - 18 - '78 44 - 67 - '80 13 - 75 - ■74 nýuppt 30 - TO YOTA-SALURINN Nýbýlavegi 8, Kóp. Sími 44144 24. leikvika — leikir 14. febr. 1981 Vinningsröð: 2 x 1 — 2 x 2 — 111 — 1X1 1. vinningur: 12 réttir — kr. 37.650.- 23291 34175(4/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 1.075.- 2301 16022+ 26098 34833 36088 40929 45428 3568 18458 29631(21111+ 37429+ 44288+ 57879 7250+ 20379+ 31861 35079(2(11) 45134 15460 25459 34284 + 35471 + 40464 45400 Kærufrestur er til 9. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni i Reykja- vik. Vinningsupphæðir geta lækkað. ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - Iþróttamiöstöðinni - REYKJAVIK Erlent Erlent Erlent Erlent

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.