Dagblaðið - 18.02.1981, Side 7

Dagblaðið - 18.02.1981, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKðDAGUR 18. FEBRÚAR 1981. 7 [[ Erlent Erlent Erlent Erlent HBl ATLI RUIMAR HALLDÓRSSON Rykmengun orsakar kynvillu Rykmengun i andrúmslofti getur gert menn hómósexúala (kynvillta), segir tyrkneskur fræðimaður, Dokumaci að nafni. Hann segist hafa gert tilraunir á rottum sem sýni þetta. Rotturnar töpuðu bæði kynglórunni og vit- inu, urðu árásargjarnar og illa á sig komnar. Páf i heim- sóttifá- tækrahverfi Jóhannes Páll páfi sagði bisk- upum á Filippseyjum að þeir ættu að veita fátæku fólki liðsinni. Dæmigerð fyrir hugsunarhátt páfa þykir heimsókn hans i Tondo, fátækrahverfi í Manilla, þar sem 180.000 manns draga fram lífið í sult og seyru. Páfi er í 12 daga ferð um Asíulönd. Reagan Bandaríkjaforseti kynnir ef nahagsmálatillögurnar í nótt: SKATTALÆKKUN OG SPARNAÐUR RÍKIS — ætlar að spara ríkinu 8 milljarða dollara á árinu Reagan Bandaríkjaforseti ávarpar þingið í Washington kl. 2 næstu nótt að íslenzkum tíma og tilkynnir opin- berlega efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnar sinnar. Byggjast þær á niðurskurði ríkisútgjalda og lækkun skatta og er ætlað að bæta ástandið, sem forsetinn kallar „versta efna- hagsöngþveiti frá því í heimskrepp- unni 1930”. Heimildarmenn innan stjórnkerfis og þings segja að Reagan muni leggja til 8 milljarða dollara niðurskurð á fjárlögum yfirstandandi árs, sem nemg alls 663 milljörðum dollara. Þá verði útgjöld ársins 1982 skorin niður um 44 milljarða dollara, en Jimmy Carter forseti hafði reiknað með 740 milljarða útgjöldum það ár. Búizt er við að forsetinn biðji þing- ið að fallast á 10% lækkun tekju- skatta, sem ntyndu koma til fram- kvæmda I. júlí ef tillagan verður samþykkl. Reagan segir að nauðsynleg for- senda árangurs sé sú að tillögurnar í heild hljóti samþykki þings og þjóð- ar. Einnig að ráðstafanirnar krefjist fórna fólksins. Þykir þó sýnt að til- lögurnar, sérstaklega þær er lúta að niðurskurði ríkisútgjalda, muni lenda í mótbyr á þinginu. Ætlun rikis- stjórnarinnar er að beita niðurskurð- arhnífnum fyrst og fremst á framlög til menntamála og orkurannsókna. Einnig verða framlög til almennings- samgangna skerl, svo og ýmissa málaflokka allt frá landbúnaði til fjármögnunar á útflutningi. Þá mun Reagan beina því til yfirvalda banka- mála að halda vel á spöðunum til að halda verðbólgu í skefjum. SIGUR STÚDENTA Pólskir stúdentar hafa ákveðið að friðmælast við ríkisstjórnina og gefa henni tækifæri til að koma á meiri ró í landinu og bægja frá hættu á íhlutun ná- grannarikja með Sovétrikin í fylkingarbroddi. Stjórnin til- kynnti í gærkvöldi að hún myndi leyfa stúdentum að stofna sjálf- stæð samtök, en í staðinn lofa stúdentar að virða stjórnarskrá Póllands. Stúdentar hafa látið til sín taka i mannréttindabaráttunni í Póllandi. Þannig lögðu 700 stúdentar undir sig háskólann í Lodz til stuðnings kröfum sínum og hreiðruðu þar um sig á dýnum (sjá mynd). Sumir höfðu með sér ullarteppi að heiman, aðrir fengu viðlegubúnað frá Einingu, sam- tökum frjálsra verkalýðsfélaga. Jaruzelski, forsætisráðherra hefur mælzt til þess að gert verði 90 daga hlé á verkföllum í land- inu. Sem stendur á stjórnin aðeins í erfiðleikum með bændur. Brezka stjórnfn ætlar að loka 20 kolanámum: Verkamenn tak- astáviðMöggu — 20 til 30 þúsund missa atvinnu Brezka ríkisstjórnin ræðir í dag við foringja verkamanna í kolanámum i landinu vegna hótunar þeirra um verk- fallsboðun. Ólga er meöal námumanna í kjölfar ákvörðunár stjórnarinnar um að loka námum sem hún telur ekki arð- bærar. Margaret Thatcher forsætisráð- herra sagði þingheimi í Lundúnum í gær að viðræðum sem fyrirhugaðar voru við verkamenn á mánudag yrði flýtt og eru þær boðaðar í dag sem fyrr segir. Námamenn í Suður-Wales riðu á vaðið með verkfall og lögðu niður vinnu i gær, alls 26.000 manns. Náma- menn í Skotlandi og Yorkshire sögðust vera reiðubúnir að taka þátt í baráttu stéttarbræðranna. Starfsmenn járn- brauta og hafnarverkamenn lofuðu stuðningi við verkfallsaðgerðirnar. .loe Gormley, leiðtogi sambands náma- manna i Bretlandi, hefur árangurslaust reynt að halda aftur af félagsmönnum sinum og fá þá til að fresta verkföllum. Námantenn í Bretlandi státa af mikilli stéttarlegri einingu og hafa látið til sin taka áður svo um munaði. Skemmst er að minnast kjarabaráttu þeirra árið 1974 sem Varð til þess að ihaldsstjórn Edward Heaths hrökkl- aðist frá völdum. Óttast námamenn nú að allt að 30.000 úr þeirra röðum missi vinnu vegna áforma Thatcher-stjórnar- innar. Forsætisráðherrann sagði þó á þingi í gær að svo væri ekki. Gizkað er þó á að a.m.k. 20.000 muni missa at- vinnuna. V uko og John: Double Fantasy seldist I meira en tveimur milljónum eintaka I Banda- rikjunum og er efst á sölulistum viðs vegar um heiminn. Milljónaflæði til Yoko Ono Milljónirnar safnast að Yoko Ono, ekkju John Lennons, eftir að hann var myrtur í New York. í Bandaríkjunum einum hefur plata þeirra hjóna, Double Fantasy, selzt í meira en tveimur millj- ónum eintaka. t a.m.k. 17 löndum er „Double Fantasy” í efstu sætum á listum yfir söluhæstu plöturnar. Reikn- að er með að tekjur Yoko Ono af söl- unni séu hálf til ein milljón isl. króna á dag! Bandaríska blaðið Wall Street Journal lék sér að tölum. Blaðið reikn- aði út tekjur Ono og sagði að hún hefði annað eins í tekjur af hlutabréfum bg öðrum eignum sem Lennon skildi eftir sig. Og Wall Street Journal sagði að Yoko ætti von á meiri peningum. Það mun taka tiu bókhaldara og endur- skoðendur tvö ár að fá heildaryfirsýn yfir eignir Lennons. Þær eru gróft reiknaðar á verðgildi sem svarar einum milljarði króna. En auðæfin virðast ekki hafa breytt Yoko Ono, að því er séð verður. Á hverjum mofgni, klukk- an fimm, gengur hún um í Central Park klædd svörtum sorgarklæðum. Degin- um ver hún í vinnunni, annaðhvort á skrifstofu eða I stúdiói. Þar er hún að ganga frá tónsmíðum sem Lennon var langt kominn með þegar örlagadagur- inn rann upp í desember. Þegar Yoko Ono er iangt niðri leitar hún aðstoðar landa síns, Takio Tasushi. Hann spáir í stjörnurnar fyrir hana. Bandaríkin: Verðstríð bílasala Verðstríð hefur brotizt út i hinum hrjáða bílaiðnaði Banda- ríkjanna. Risarnir General Mot- ors og Ford berjast um viðskipta- vinina og beita undirboðum til að koma út framleiðslu sinni. Gener- al Motors, stærsti bílaframleið- andi Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að viðskiptavinum byðist 500—700 dollara staðgreiðsluaf- sláttur á smáum og meðalstórum bílum. Innan við klukkustund síðar tilkynnti Ford 10% verð- lækkun á ákveðnum tegundum. Þykir einsýnt að stríð bílarisanna verði til þess að auka enn erfið- leika þeirra. Fjórar stærstu bila- smiðjur landsins töpuðu rúmlega 4 milljörðum dollara á síðasta ári.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.