Dagblaðið - 18.02.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1981.
Erlent Erlent Erlent Erlent J
'rnvk
Stjáni
blái kvik-
myndaður
Teiknimyndapersónan Stjáni blái
fær ekki að vera í friði fyrir kvik-
myndaframleiðendum frekar en
Súperman, Batman, Köngullóarmað-
urinn og hvað þeir heita nú allir sem
drifnir hafa verið úr teiknimyndun-
um yfir í kvikmyndirnar.
Kostnaður við gerð kvikmyndar-
innar um Stjána bláa, eða Popeye
eins og hann heitir á enskunni, var
um 20 milljónir dollara og fyrir þá
upphæð má fá mikið spínat. En þeir
fjármunir virðast ekki ætla að skila
sér inn aftur því myndin þykir mis-
heppnuð. Sjóarinn, sem varð allra
manna sterkastur af að borða spínat,
virðist ekki koma vel út í raunveru-
legri kvikmynd. Sá sem leikur Stjána,
Robin Williams, þurfti að taia með
pípuna í munninum í myndinni,
vöðvakúlan á framhandleggjunum
var gerð úr sérstakri gervikvoðu.
Stjáni blái mun, að sögn heimildar
okkar, skaða mjög frama Robin
Williams í kvikmyndum. Hann hefur
áður leikið i vinsælum sjónvarps-
myndaflokki, hlotið Grammy-verð-
launin og átt metsöluplötu. Framleið-
andanum, Robert Evans og leikstjór-
anum, Robert Altman, er eindregið
ráðið frá því að leggja aftur út í slik
ævintýri sem kvikmyndin um Stjána
bláa er.
K
Robin Williams i hlutverki Stjána
bláa í hinni misheppnuðu kvikmynd.
Er hún að
stelast á fund
elskhugans?
Er urtga fólkið enn og aftur byrj-
að á þessu, lœðast út um glugga
til elskhugans og niður lakið?
Nei, reyndar ekki. Og þú
hefur örugglega látið blekkjast.
Þetta er aðeins málverk á veggn-
um og eins og sjá má, mjög
raunverulegt. Það er á byggingu
í Melbourne í Ástralíu.
Nina Hagen komin
5 mánuði á leið
Ætlarað
fœðaí
eyðimörk
Pönkdrottningin Nina Hagen
fer yfirleitt ekki í felur með neitt.
í þætti i austurríska sjónvarpinu
nýlega sýndi hún sjónvarpsáhorf-
endum hvernig bezt sé fyrir konur
að fullnægja sjálfum sér.
Nina Hagen dvelst nú í Los
Angeles þar sem hún tekur það
rólega. Nina er kona ekki einsöm-
ul, hún er komin fimm mánuði á
leið. Pönkdrottningin er hug-
myndarik í meira lagi og það nýj-
asta er yfirlýsing hennar um að
hún ætli að fæða barnið í eyði-
mörkinni austan við Kaliforníu.
Þegar fæðingin er yfirslaðin
hyggst hún snúa sér að kvik-
myndaframleiðslu af krafti. En
hver er faðirinn?
Ekkert svar.
List íþágu jriðar
Ekki vitum við hvaó sá heitirsem nerðiþetta listaverk en viðfengum það sentfrá al-
þjóðlegum samtökum sem beita sér fyrir friði og afvopnun. Ætlazt er ti! þess að
áhorfandinn noti ímyndunaraflið um leið og hann skoðar þessa myndaröð. En við
látumfljóta með nokkur orð sem Stefan Zweig sagði: „Engir tala hœrra um friðinn en
harðstjórar sem eru að undirhúa stríð en eru enn ekki reiðuhúnir til atlögu."