Dagblaðið - 18.02.1981, Qupperneq 10
10
r
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981.
Flestir óvátryggðir gegn fárviðri:
Tjónið lendir að mestu
á fólkinu, tjónþolunum
— heimi listrygging bætir þó innbú og húseigendatrygging tjón á húsum vegna óveðursins
„Heimilistrygging, sem er almenn
á landinu, eða á 40—45 þúsund
heimilum, bætir það tjón, sem verður
á innbúi af völdum óveðurs,” sagði
Héðinn Emilsson, deildarstjóri á-
byrgðar- og slysadeildar Samvinnu-
trygginga í gær. „Húseigenda-
trygging bætir ýmislegt tjón á hús-
eignum manna, þ.á m. tjón vegna
óveðurs. Þeir sem hafa báðar þessar
tryggingar eru því nokkuð vel settir
gagnvart bótum á tjóni af völdum
óveðursins í fyrrinótt. Það eru hins
vegar mun færri með húseigenda-
tryggingu. Hjá okkur eru þeir um
þrjú þúsund og líklega fimm til sex
þúsund í allt á landinu.”
„Viðlagatrygging tekur ekki til
náttúruhamfara af völdum
óveðurs,” sagði Héðinn. „Sam-
kvæmt lögum um viðlagatryggingu
frá l.september 1975 nær hún til eld-
gosa, jarðskjálfta, snjóflóða, aur-
skriða og vatnsflóða. Hins vegar
virðist fokið hafa gleymzt.
Við höfðum einn svona dag til
samanburðar, 27. september 1973
þegar fellibylurinn Ellen gekk yfir.
Enn sem komið er, er ekki annað að
sjá en tjónið nú sé minna en þá,
a.m.k. ef marka má tilkynningar um
tjón. En það er ekki fullljóst vegna
álags á símann. Símakerfið ber þetta
ekki.'
Tjón vegna svona óveðurs eru ekki
svo mjög kostnaðarsöm fyrir
tryggingarfélögin miðað við margt
annað, t.d. tjónið í umferðinni. En á
hitt ber að líta, að gífurlega mikið af
því tjóni, sem nú hefur orðið er óvá-
tryggt, þannig að tjónið lendir að
mestu á fólkinu sjálfu, tjón-
þolunum”.
-JH.
V
Þessi litla flugvéL-TF-BAD tók heljarstökk aftur á bak á Reykjavikurflugvelli, þegar verstu hryðjurnar gengu yfir. Ekkert
dugði þótt vélin vxri tjóðruð niður. Hún er talsvert skemmd á vængjum, stéli og hjólabúnaði. DB-mynd S.
Guðjón Petersen f ramkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins
Bílatryggingar eftir óveðrið:
ÁBYRGÐARTRYGG-
ING BÆTIR EKKERT
EN KASKÓ SUNIT
— f remur gloppa í ríkiskerfinu en hjá bifreiða-
tryggingafélögunum, segir fulltrúi
bifreiðadeildar Samvinnutrygginga
„Ábyrgðartrygging bifreiða bætir
ekki tjón, sem verður á bilum í
óveðri,” sagði Guðgeir Ágústsson,
fulltrúi í bifreiðadeild Sam-
vinnutrygginga. „Hins vegar bætir
kaskótrygging bíl sem fer af stað á
bílastæði og skemmist, t.d. lendir á
öðrum bíl. Kaksótryggingin bætir
aftur á móti ekki tjón af völdum
hluta, sem fjúka í bíia, t.d.
þakplötur.”
Er eigandi bíls, sem fýkur á annan
bíl bótaskyldur gagnvart tjóni á þeim
bíl?
„Nei, ég tel tæpast að menn séu
bótaskyldir í slikum tilfellum. Menn
gætu prðið eignalausir, ef slíkt kæmi
til.”
Hverjir eru möguleikar bíleigenda
gagnvart slfku fárviðri. Er ekki hægt
að tryggja sig gagnvart tjóni af
völdum fárviðris?
„Nei, tryggingafélög veita ekki
slíkar tryggingar. Þau gætu staðið
uppi gjaldþrota eftir eina óveðurs-
nótt. Þarna er frekar gloppa í ríkis-
kerfinu en tryggingakerfinu. Slík tjón
getur enginn bætt nema sameigin-
legur sjóður landsmanna. Eftir
óveðrið í september 1973 var settur á
laggirnar svonefndur Bjargráða-
sjóður. Hann er enn við lýði, þótt
hann sé tómur. Það er ekki lengi
verið að safna í slíkan sjóð.”
-JH.
Sambandsleysið enn
mesta vandamálið
— heilir landshlutar einangraðir—margar almannavama
nef ndir ekki nógu klárar á sínu hlutverki
—of stuttur tími til aðvörunar
„Eflaust má draga mikinn lær-
dóm af þessu tilviki eins og öllum
þeim tilfellum, þegar almannavarna-
kerfið er sett í gang,” sagði Guðjón
Petersen framkvæmdastjóri
Almannavarna ríkisins í gær.
„í fljótu bragði sýnist manni
tíminn til aðvörunar hafa verið
stuttur. Svo til enginn fyrirvari var
þar til veðrið skall yfir. Reyndar var
spáð stormi en stormspár hafa verið
nær daglega einhvers staðar á
landinu frá því fyrir jól. Þarna er
kannski um erfitt mál að ræða,
upplýsingskort á vissu hafsvæði og
mjög hraðfara þróun lægðarinnar.
Það hafa þvi verið erfiðleikar fyrir
veðurstofuna að sjá slíkt fárviðrf
fyrir.
Þá eru viðbrögð almannavarna -
nefndanna í einstökum dæmum mis-
munandi. Ég er ekki ánægður með
vissa staði. Rétt er að taka það fram
að almannavarnanefndirnar í
Reykjavik, á Suðurnesjum og á
Akranesi brugðust rétt við, en ekki
var sama festa í öðrum umdæmum í
kringum okkur. Nefndirnar eru ekki
nógu vel klárar á sinu hlutverki.
Sambandsleysi er alltaf stórt
vandamál í þessum aðgerðum og
raunar mesta vandamálið. Heilir
landshlutar einangrast er rafmagns-
laust verður og erfitt verður að ná
símasambandi. Jafnvel loftskeyta-
samband bregst. Útvarpið hverfur út
a.m.k. að nokkru leyti, en útvarpið
er mikið öryggisatriði almannavarna.
Að vísu er komið nokkuð mikið
öryggi á langbylgju útvarpsins. Það
kemur hins vegar í ljós að fjöldi
nanna missa út útvarpið þegar raf-
magnið fer vegna þess að viðtækin
:ru tengd rafmagni. Það er til mikið
af ferðaviðtækjum á heimilum og
raunar ætti hvert heimili að eiga slíkt
viðtæki sem gengur fyrir raf-
hlöðum.”
Nú hefur það verið gagnrýnt, að
hætt hafi verið að útvarpa of
snemma, þ.e. á stöðum norðanlands,
þar sem veðrið var ekki gengið yfir.
Hverju svara Almannavarnir þessari
gagnrýni?
„Það hefur aðeins borizt ein
kvörtun til okkar vegna þessa, þ.e.
frá Hvammstanga. Það hefði verið
fyllsta ástæða til þess að útvarpa
lengur, en þegar hætt var að útvarpa
kl. 2 um nóttina var veðrið að mestu
gengið yfir Skagaströnd og
Blönduós. Það réttlætir það hins veg-
ar ekki að.hætt var að útvarpa. Það
hefðiátt aðgeraáfram.”
Hvað tekur nú við hjá Almanna-
vörnum í framhaldi af þessari törn? '
„Það verður mikið fundað. í dag
er fundað hjá almannavarna-
nefndum Reykjavíkur og Akraness,
en á Suðurnesjum á morgun. Allir
yfirfara sína hluti og meta tjónið. Á
þessu stigi er ekki nokkur leið að
meta heildartjóniö vegna fár-
viðrisins, en ljóst er að þetta er mun
meira en tjónið sem varð er felli-
bylurinn Ellen gekk yfir í september
1973.” -JH.
ifi - - - '-ába, '
Margir komu að bilum sinum svona 1 gærmorgun eftir að fárviðrið hafði feykt
þeim um koll. Þessi Opel Rekord valt við Engihjallann i Kópavogi, en þar virðist
veðurhæðin hafa orðið einna mest. DB-mynd Sigurður Þorri.
Unnið var við að reisa stórt hænsnahús á Vatnsleysuströnd, en 1 óveðrinu hrundi allur uppslátturinn.
DB-mynd Sigurður Þorri.