Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.02.1981, Qupperneq 13

Dagblaðið - 18.02.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1981. 1.1 ■\ Skrefagjörræðið og vinstri meirihlutinn Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um skrefamálið og bent á að harðast komi þetta niður á þeim verst settu i þjóðfélaginu og auðvitað er alveg ljóst að svo er. En ég vil aðeins benda á að þetta er jafnframt það ranglæti sem enginn Reykvíkingur ætti að geta sætta sig við og þarf heldur ekki að sætta sig við — nema hann vilji hafa það svo. En hversu mikið sem fjallað er um þetta mál þjónar það ekki tilgangi nema fleira komi til. Það sem öllu máli skiptir er sameiginlegt átak Reykvíkinga og það fæst aðeins með stofnun hagsmunafélags. Skyldi ekki vera mál til komið fyrir Reykvíkinga að rísa úr öskustó? Það getur naumast talist heilbrigt hvað þeta fólk lætur bjóða sér af síelldum árásum á lífskjörin. Það skyldi þó aldrei vera að það sé haldið þeirri meinloku að hið éina sem máli skiptir sé hvað það fær í launa- umslagi og félagsmálapökkum, sem ef til vill aldrei komast af borði stjórnvalda. Ekkert verkalýðsfélag hreyfir andmælum. ASÍ þegir. Neyt- endasamtökin þegja. Þetta eru landssamtök svo Reykvíkingar eru réttlausir og eiga að þegja. — En er nú ekki mælirinn fullur? Það mun lítið stoða að senda stjórnvöldum kurteislega orðsendingu eða fara bónarveg. — Gegn ofsóknum stjórn- málamanna á þetta byggðarlag dugir ekkert annað en einbeitni og harka. Á þeirra máli heita allar árásir jöfnun lífskjara og í þessari jöfnun lífskjara felst það að taka frá Reykvíkingum þau lífsþægindi sem þeir hafa haft og láta þá borga annarra gjöld. Ég á engin nógu sterk orð til að lýsa þessum vinnubrögðum og best að láta vera að reyna slíkt. Hætt er líka við að það þætti ekkert guðsbarnamál ef ég segði allt sem mér býr í brjósti. Um öll þessi óþokkalegu vinnubrögð standa þingmenn allra flokka saman, þessir ófriðaruglur, sem rifast og skammast eins og illa siðaðir krakkar og eru algjörlega þversum ef einhver skyldi slysast á að bera fram gott málefni. Svo standa þeir á öndinni af vandlætingu yfir því að ekki sé borin virðing fyrir þeim og alþingi. Hætt er við að þeir sem ætla að fara að áskilja sér virðingu muni lítið af henni fá. Og þið skuluð ekki láta ykkur detta í hug, þingmenn góðir, að nokkur ærleg manneskja beri virðingu fyrir svona vinnubrögðum, ekki einu sinni lands- byggðarfólkið sem þið eru að skríða fyrir. Engum þarf að þykja undarlegt þó að þjóðfélagið sé orðinn sá ófrýnilegi vanskapningur sem það er. Því stjórna óréttlætið í kjördæma- málinu, atkvæðaveiðar stjórnmála- manna og kröfugerðir lands- byggðarinnar. — Sumar kvartanirnar þaðan eru nú svo kátbroslegar að furðu gegnir. Ég minnist þess að einhvern tíma í vetur heyrði ég Akureyring vera að kvarta yfir þvi að sagt skyldi vera útvarp Reykjavík þegar útvarpsstöðin væri kynnt. Þetta væri svo ranglátt gagnvart landsbyggðinni. — Væri annars ekki hægt að setja einhvern slatta af verðjöfnunargjaldi á afnotagjalds- reikninga útvarps og sjónvarps hjá Reykvíkingum í sárabætur handa landsbyggðinni fyrir þessa mismunun? Mig langar, rétt í leiðinni eins og þar stendur, að minnast á að Kjartan Ólafsson ritstjóri Þjóðviljans söng sínum flokki lof og dýrð hér á dögunum fyrir að hafa fundið það upp að láta Reykvíkinga borga rafmagn og olíu fyrir landsbyggðina. Og þegar núverandi orkumála- iráðherra hefði tekið við orkumálun- um, hefði gjaldið verið 80—90% hærra úti á landi en nú væri munur- inn aðeins 24% og fyrr mætti ekki hætta en þetta væri orðið jafnt og einnig áttu Reykvíkingar að fá að borga að jöfnu flutningskostnað til varaaflstöðvanna. Nú mundi ég vilja spyrja Kjartan Ólafsson hvernig svona eigna- tilfærsla milli landshluta komi út í reynd. Þykist ekki flokkur hans vera Kjallarinn skeleggasti málsvari verkalýðsins? Nú er best að taka t.d. mann úti á landi sem er bóndi, margfaldur launþegi og alþingismaður, svo hins vegar verkamann á höfuðborgar- svæðinu. — Ég ætla að láta þá alþýðubandalagsmenn um það að reikna út, hvað hvor fyrir sig hefur eftir til að lifa af, þegar verka- maðurinn er búinn að borga sima- gjöld, rafmagn og olíu fyrir hinn margfalda bónda og alþingismann og á eftir að borga öll sín umframgjöld. Ég á von á því að þeir fari rækilega ofan í saumana á öllu þessu og gæti vel hagsmuna verka- mannsins. Þeir ættu lika að vita um alla hans kostnaðarliði og hljóta að halda áfram að jafna kjörin þar sem þeir segjast vilja skapa fagurt mannlíf og réttlátt þjóðfélag. Afstaða borgar- stjórnarinnar í þessu skrefamáli Sjálfstæðismenn í borgarstjórn greiddu atkvæði gegn þessari breytingu, þó að þeir kæmust þar með 1 andstöðu við afstöðu þing- flokksins. Kannski leggja þeir meira upp úr því að vinna borgina aftur og láta þingmenn eina um atkvæða- veiðarnar úti á landsbyggðinni. Þeir virðast lika hafa tima til að tala við kjósendur og eru að vonum hressir eftir skoðanakönnun Dagblaðsins. En blessaður vinstrimeirihlutinn svokallaður var aldeilis með á nótun- um og stóð með sínum þingflokkum Og nú ætla ég að snúa máli minu sér staklega til Alþýðubandalagsins Ykkurhefurlíkast til minnt að lands byggðafólk ætti að greiða atkvæði hér í borgarstjórnarkosningum og atkvæði þess hefði fimmfalt meira gildi en Reykvíkinga. Eitt er minnsta kosti víst, að ekki hafið þið þurft að tala við kjósendur hér. Ef mér væri ekki orðið hjartanlega sama þó að þið töpuðuð í næstu borgarstjómarkosningum mundi. ég harma það að svona glópum skyldi vera teflt fram í borg- arstjórn en trúlega heftr um enga skárri verið að ræða. — Það var sem þið hrykkjuð við er skoðanakönnun Dagblaðsins leiddi í ljós fylgistap Aðalheiður Jönsdóttir ^ „Ég vil skora á Reykvíkinga að stofna nú þegar símnotendafélag og láta hirða sím- ann, ef stjórnvöld ætla að koma hér á skrefa- talningu.” á / Eiga Reykvikingar að borga sfmann fyrir aðra? Yfir hverju gleðst Kjartan Ólafsson ritstjóri? vinstrimeirihlutans og færuð að hugleiða að líklega væri ekki seinna vænna að fara að reyna að vinna vel ef ekki ætti illa að fara í næstu kosningum. — Það virðist sem sagt ekki skipta máli að öðru leyti hvernij vinnubrögðin eru — aðeins að þif haldið fylginu. 'Sigurjón Pétursson gælir við þá hugmynd, að þetta fylgistap meiri- hlutans tilheyri að mestu leyti krötum. — En getur þetta nú ekki verið óskhyggja hjá þér, Sigurjón Pétursson? „Fleiri hundar eru svartir en hundurinn prestsins”, eins og þú hlýtur reyndar að vita. Og getur ekki verið sönnu nær að þessum flokkum sé áskapað að feta hina sömu eyðimerkurgöngu. Mér sýnist að þeirra raunasaga ætli að verða með svipuðum hætti. Guðrún Helgadóttir talar um að fólk hafi tekið eftir því hvað gerst hafi i dagvistunarmálum og fagnai því þar sem það hafi aðallega hvílt é hennar herðum. — Varla er hægt að undrast það þó blessuð manneskjan fagni því að einhverju sé af henni létt. theð allt það sem hún hefir haft að bera og vasast í og þar að auki með franskan flóttamann á höndunum. Það hlýtur að koma sér vel að vera tveggja manna maki við slíkar að- stæður og varla er von að hún hafi haft tima til að kynnast sjónarmiðurr reykvískra kjósenda. En það vil ég segja að flokkur scm þykist berjast fyrir hagsmunum hinna verst settu í þjóðfélaginu en ræðst í þess stað á kjör þeirra, verðskuldar enga sigurgöngu, hverju nafni sem hann nefnist. Og þarna sem þið kúrið í ykkar fílabeinsturni, vaggandi ykkur I dyngju af gömlum slagorðum og sviknum kosningaloforðum, finnst mér sem ég sjái þar ljóslifandi aðalpersónurnar úr hinni stórkost- legu skáldsögu Animal Farnt eftir George Orwell. — Ég skal segja ykkur, fílabeinsturninn ykkar er þannig gerður að það er hægt að sjá í gegnum hann. Reykvíkingar, er ekki tímabært að skila af sér öskubuskuhlutverki því er stjórnmálaflokkarnir hafa úthlutað fólki hér á höfuðborgarsvæðinu og krefjast fullra mannréttinda? Hér með vil ég skora á Reykvíkinga að stofna nú þegar símnotendafélag og láta hirða símann ef stjórnvöld ætla að koma hér á skrefatalningu. Aðalheiflur Jónsdóttir.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.