Dagblaðið - 18.02.1981, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981. 17
Gestir á siðasta Utsýnarkvötdi fengu ti/sögn i nýjasta diskódansinum.
Hann er i þvi fóiginn að þétttakendur setjast flötum beinum og róa sór
fram og aftur og tH hliðanna. DB-myndir: Einar Ólason.
Meðai gesta kvöldsins var Helga Möller, sem nýlega var valin söngkona
ársins af lesendum Dagblaðsins. Hún gekk um salinn ásamt Þorgeiri Ást-
valdssyni og fókk fólk til að syngja. — Þorgeir var jafnframt kynnir
kvöldsins.
Ingólfur Guðbrandsson um
Útsýnarkvöldin:
Ferðakynningar
sem þróuðust út
í skemmtikvöld
„Það eru nú liðin átta ár síðan
fyrsta Útsýnarkvöldið var haldið.
Þau hafa allt frá upphafi notið mik-
illa vinsælda og nú á síðari árum sí-
vaxandi viðurkenningar sem eitt hið
bezta sem boðið er upp á í skemmt-
analífi höfuðborgarinnar,” sagði
Ingólfur Guðbrandsson forstjóri
ferðaskrifstofunnar Útsýnar, er hann
var spurður út úr um skemmtikvöld
fyrirtækis síns.
Blaðamaður DB var einn sárafárra
íslendinga sem aldrei hafði stigið
fæti á skemmti- eða kynningarkvöld
ferðaskrifstofanna. Hann sá að við
svo búið mátti ekki lengur standa og
leit því inn á Útsýnarkvöld síðastlið-
inn sunnudag að Hótel Sögu. Ösku-
bylur var á höfuðborgarsvæðinu
kvöldið það og ferðaveður hið
óákjósanlegasta. Þó létu á sjöunda
hundrað manns veðrið ekki aftra sér
til að halda upp á hátið heilags Val-
entíns með Ingólfi og starfsfólki
„Miðjumenn” með þriðja jramboðið til kosninga í
Stúdentaráði í marz:
Viljum fastari stjóm
og jleiri valkosti, segir Kjartan
Ottósson formaður ritnefndar
„Ástæða þess að við bjóðum j Stúdentaráð er að við teljum að
þriðja framboðið við kosningar i vantað hafi valkost fyrir miðjumenn í
Kjartan Ottósson: Stúdentar eru aknennt óánægðir með þá tvo valkosti
sem i boði hafa verið. DB-mynd Einar Ólason.
pólitík. Það hafa verið tveir Iistar í
fjölmörg undanfarin ár í stúdenta-
ráðskosningum. Stúdentar eru al-
mennt óánægðir með það úrval sem
verið hefur. Það eru annars vegar
vinstri menn þar sem róttæklingar
hafa ráðið mestu og hins vegar Vaka
þar sem sjálfstæðismenn hafa verið
fjölmennastir,” sagði Kjartan Ottós-
on formaður ritnefndar.
„Við höfum ekki ennþá raðað á
listann en þegar er búið að kjósa
framkvæmdanefnd, ritnefnd og upp-
stiliingarnefnd,” sagði Kjartan.
„Það eru mjög margir sem styðja
okkur og eru virkir í undirbúnings-
starfinu. Hópurinn er afar fjölbreytt-
ur, í honum eru kratar, framsóknar-
menn, alþýðubandalagsmenn og
óháðir. Þessir menn telja að hvorki
vinstri menn né Vaka séu raunhæfir
valkostir.
Við erum að vinna að stefnuskrá.
Ég get nefnt sem dæmi að við viljum
fastari stjórn á Félagsstofnun stúd-
enta og að meiri aðgát verði höfð í
fjármálum stofnunarinnar. Þá viljum
við breyta Stúdentablaðinu og að það
höfði meira til stúdenta en það hefur
gert,” sagði Kjartan Ottósson.
„Kosning í Stúdentaráð fer fram í
marz og þangað til verður unnið að
þvi hjá uppstillingarnefnd að raða á
listannogsafnafólki.” -ELA.
hans. Enda var skemmtidagskráin af
lengra taginu. Landsþekkt fólk kom
fram, auk þess sem gestir salarins
tóku virkan þátt í sprellinu.
Ingólfur Guðbrandsson var að því
spurður hvort kollegar hans annars
staðar á Norðurlöndunum tækju þátt
í skemmtanaiðnaðinum á sama hátt
og ferðaskrifstofumenn hér. Hann
kvað nei við því.
„Samt sem áður er algengt að
ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum
gangist fyrir ferðakvöldum,” sagði
hann, „en þar er aðeins um beinar
kynningar að ræða með myndasýn-
ingum og fyrirlestrum. Þannig var
það líka í upphafi hjá mér en kynn-
ingakvöldin hafa þróazt upp í að
verða fyrst og fremst skemmtun þar
sem einn liðurinn er kynning. Þetta
form hefurgefiðgóðaraun.”
Góð auglýsing
— Standa þessi skemmtikvöld und
irsér?
„Nei. Þau skila engum tekjum
nema af sölunni á bingóspjöldum. Á
sunnudagskvöldið gáfum við þrjá
ferðavinninga í verðlaun í bingói og
einn í happdrætti. Tekjurnar nægja
engan veginn fyrir þeim. Þessar
skemmtanir eru liður í að auglýsa
starfsemina og falla því undir auglýs-
ingakostnað.
Þessi auglýsing virðist komast vel
til skila,” sagði Ingólfur ennfremur.
„Skemmtistaðirnir i Reykjavik eru
flestir hverjir hálftómir á sunnudags-
kvöldum en á Útsýnarkvöldunum er
yfirleitt fullt hús. Til okkar kemur
mjög blandaður hópur fólks á ólik-
um aldri af ótal vinnustöðum. Sé
skemmtunin góð verður hún um-
ræðuefni dögum saman og spyrst út
til annarra, sem ekki hafa haft tök á
að koma.
Við reynum að ná til sem flestra
með því að breyta um tema frá einu
kvöldi til annars. Við höfum haldið
þrjú Útsýnarkvöld það sem af er ár-
inu, áramótafagnað, þorrablót og
Valentínshátið, og á þessar skemmt-
anir hafa komið mjög ólíkir hópar. ”
Tízkusýningarnar
Á þeim tíma sem Ingólfur Guð-
brandsson hefur haldið Úlsýnarkvöld
hefur hann fitjað upp á ýmsum nýj-
ungum í vali á skemmtiatriðum. Til
dæmis datt honum í hug fyrir sex til
sjö árum síðan að bjóða gestum upp
á tízkusýningar. Þá þekktust slíkar
sýningar vart nema á vörusýningum
og kaupstefnum. „Nú orðið sýnist
mér varla vera haldin sú skemmtun
að ekki sé boðið upp á tizkusýn-
ingu,” sagðihann.
-ÁT.
Óíbúðarhœft
prestssetur?
Prestsleysi á landsbyggðinni hefur
verið nokkuð í fréttum að undan-
förnu. Forráðamenn kirkjunnar telja
eina af ástæðunum fyrir því vera
mikinn koslnað sem fylgir mörgum
prestaköllum úti á landi. Lausu
prestakalli er þjónað af nágranna-
presti og fær sá greidd hálf prestslaun
fyrir þá aukavinnu.
Nýlega heyrðum við sögu af ung-
um presti sem áhuga hafði á brauði
einu í sjávarþorpi úti á landi. Hann
sneri sér þvi til nágrannaprestsins sem
gegndi störfum í hinu lausa presta-
kalli og spurðist fyrir um hvernig
háttað væri til þar. Nágrannaprestur-
inn var fljótur að drepa niður áhuga
unga prestsins með ófögrum lýsing-
um um prestssetrið sem hann sagði
varla íbúðarhæft.
íbúar kauptúnsins urðu ekki beint
hrifnir er þeir heyrðu þessa lýsingu,
töldu hana út í hött og sögðu prests-
setrið fullboðlegt hverjum sem er.
Telja þeir ástæðuna fyrir hinni
ófögru lýsingu nágrannaprestsins
vera ótta hans við að missa aukavinn-
una.
Allir vilja
eiga númsmenn
Stjórnmálamenn viðurkenna að
námsmenn séu hópur sem skiptir
verulegu máli að koma sér vel við
fyrir kosningar. Alþýðubandalagið
hefur löngum þótt eiga hlutfallslega
mestu fylgi að fagna í röðum náms-
manna, sem sést bezt á því hve mörg
utankjörstaðaatkvæði erlendis frá
falla fiokknum í skaut. Fullyrt er að
atkvæði námsmanna hafi komið
fimmta AB-manninum í borgarstjórn
og þar með fellt áratugagamlan
meirihluta Sjálfstæðisflokks. Og að
Ólafur Ragnar hafi dottið inn fyrir
þingþröskuldinn á atkvæðum náms-
manna. Þá má enn nefna að at-
kvæðahlutfal! Vigdísar Finnboga-
dóttur meðal námsmanna var mikl-
um mun hærra en annarra forseta-
frambjóðenda miðað við heildarat-
kvæðahlutfallið.
Ein af skýringum á hollustu náms-
manna við allaballana er sú stefna
flokksins að flytja tillögur um úr-
bætur í lánamálum námsfólks og
styðja kjarabaráttu þeirra í orði. En
minna hefur orðið úr efndum þegar
AB loks kemst að kjötkötlunum
sjálfum og sezt i ráðherrastóla. Nú er
Sjálfstæðisflokkurinn kominn af
stað. Þrír þingmenn hans hafa flutt
frumvarp um að verðbætur af náms-
lánum verði frádráttarbærar eftir að
námi lýkur. Ekki er að efa að náms-
menn eru fúsir til að styðja þetta
frumvarp, en fróðlegt verður að sjá
viðbrögð AB-manna við þvi á þingi,
og ekki siður hvort námsmenn eru
fúsari en áður til að fylgja íhaldinu
þegar til kosninga kemur út á frum-
varpið.
Axel í
drykkjubóli
Axel kom heim undir morgun úr
afmælispartíinu hjá Páli, valtur á
fótum. Eftir tveggja tíma svefn heyrir
konan hann stynja upp úr svefninum:
„Vaaaatn.”
Konan brölti framúr og náði í
vatnsglas. Pottþéttur maki það.
Flakið af eiginmanni hennar
svolgraði í sig vatnið og leit á hana
rauðeygt:
„Guð hvað þetta er gott vatn.
Vektu krakkana í hvelli og gefðu
þeim að smakka lika!”
Svo valt hann út af — hrjótandi.