Dagblaðið - 18.02.1981, Side 18
18
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981.
Gert er ráð fyrir suðvestan kelde
viöast hvar um landið, þykknar upp
með kvöldinu og gengur á með éljum
nema á Austurlandi, þar verður bjart.
Á Suður- og Austurlandi verður hiti
fyrir ofan frostmark en frost á Norð-
ur- og Vesturiandi.
Klukkan 6 var suðvestan 5, úrkoma
og 0 stig í ReykjavBc, suðvestan 8, al-
skýjað og -1 stig á Gufuskálum, suð-
vestan 8, ól og -3 stig á Galtarvita,
sunnan 5, skýjað og 2 stig á Akureyri,
suðsuðaustan 4, heiðrikt og -1 stig á
Raufarhöfn, suðsuðvestan 4, hálf-
skýjað og 4 stig á Dalatanga, suð-;
vostan 6, rigning og 4 stig á Höfn og
suðvostan 5, úrkoma og 2 stig á Stór-
höfða.
í Þórshöfn var rigning og 8 stig,
lóttskýjað og -2 stig í Kaupmanna-
höfn, heiðrikt og -12 stig i Osló, al-
skýjað og -2 stig (Stokkhólmi, skýjað
og 2 stig ( London, skýjað og -2 stíg (
París, heiðrikt og -3 stig ( Madrid,
skýjað og 8 stig í Lissabon og heið-
rfkt og 8 stig (New York.
Veðrið
mundur Kristmundsson og Guðfinna
Guðnadóttir. Guðni vann í um 10 ár
hjá Sanitas hf., síðan vann hann hjá
Toyota-umboðinu og síðustu árin vann
hann sem sölumaður hjá Daihatsu-um-
boðinu. Árið 1974 kvæntist Guðni
Þóru Pétursdóttur og áttu þau 2 börn.
Guðni verður jarðsunginn í dag, 18.
febrúar, kl. 15, frá Fossvogskirkju.
Guðbjörg Jónasdóttir Skiðabakka,
sem lézt 28. desember 1980, fæddist 8.
apríl 1907 i Hólmahjáleigu i Austur-
Landeyjum. Foreldrar hennar voru
Ragnheiður Halldórsdóttir og Jónas
Jónasson. Guðbjörg ólst upp í Hólma-
hjáleigu. Árið 1934 giftist hún Erlendi
Árnasyni og fluttist þá að Skíðabakka
þar sem hún bjó síðan. Þau áttu 3
börn.
Brynhildur Sigurðardóttir, sem lézt 8.
febrúar, fæddist 7. marz 1913 á Fá-
skrúðsfirði. Foreldrar hennar voru Sig-
urður Björgúlfsson og Svava Björgólfs.
Árið 1920 flutti Brynhildur með for-
eldrum sínum til Siglufjarðar en þaðan
fluttist hún 1940 til Reykjavíkur. Hóf
hún störf á Hótel Borg. Brynhildur var
gift Jóhannesi Jósefssyni. Varð þeim
ekki barna auðið en Brynhildur hafði
eignazt eina dóttur áður en hún kynnt-
ist Jóhannesi.
Vigdís Kristjánsdóttir, sem lézt 11.
febrúar sl. fæddist 11. september 1904
að Korpúlfsstöðum. Foreldrar hennar
voru Rannveig Þórðardóttir og
Kristján Magnússon. Vigdís missti for-
eldra sína þegar hún var ung að aldri|
en hún ólst upp hjá móðursystur sinni,
Sigríði Þórðardóttur. Vigdís stundaði
myndlistarnám, m.a. hjá Ríkharði
Jónssyni, Guðmundi Thorsteinssyni og
Stefáni Eiríkssyni. Siðar stundaði hún
nám við Handíða- og myndlistar-
skólann og lauk þaðan prófi sem
teiknikennari. Hún stundaði einnig
tónlistarnám bæði hér heima og í
Þýzkalandi. Um fimm ára skeiðj
stundaði Vigdís nám í listvefnaði við
Listaskólann í Kaupmannahöfn, einnig
nam hún listvefnað við Statens
Kvindlige Industriskole í Osló um
tveggja ára skeið. Árið 1937 giftist Vig-
dis Árna Einarssyni og voru þau
barnlaus.
Guðni Grétar Guðmundsson, sem lézi
7. febrúar, fæddist 22. september 1946
i Reykjavik. Foreldrar hans voru Guð-
Guðmundur Kristmundsson,
framkvæmdastjóri sem lézt 8. febrúar
sl. fæddist 8. marz 1914 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Ingibjörg
Gamalíelsdóttir og Kristmundur Guð-
mundsson. Á unglingsárum sínum
stundaði Guðmundur algenga verka-
mannavinnu og allt að stríðsbyrjun á
síldveiðum að sumri til. Árið 1948 var
hann ráðinn framkvæmdastjóri Þrótt-
ar og gcpndi hann því starfi til 1967.
Guðmundur átti sæti í stjórn Lands-
sambands vörubifreiðastjóra og sem
Alúðarþakkir sendi ég öllum þeim mörgu er
glöddu mig á áttrœðisafmœli mínu 12. febrúar
sl. með heimsóknum, gjöfum, skeytumo g hlý-
hug.
GUNNAR BJARNASON,
FYRRVERANDI SKÓLASTJÓRI VÉLSKÓLANS,
MERKJATEIGI 2, MOSFELLSSVEIT.
BJ0RN A LEIRUM 0G
PERSÓNUNJÓSNIR
Sjónvarpið í gærkvöld var með
skásta móti ef marka má að ég sát við
það frá byrjun til enda. Það er svo
langt síðan slíkt hefur gerzt að ég
man ekki einu sinni hvenær það
hefur verið. Athyglisverðast var að
sjálfsögðu að sjá hvernig fárviðrið
lék bifreiðaeigendur og fleiri í frétta-
tímanum. Það var varla að maður
tryði sínum eigin augum.
Ég sem læt alla handbolta- og fót-
boltaleiki fram hjá mér fara sat eins
og spenntur aðdáandi við sjónvarpið
í gær er sýndur var leikur íslendinga
og Austur-Þjóðverja. Líklega var
það vegna þess að ég vissi hvernig
leikurinn fór. Mér til mikillar undr-
unar þótti mér ekkert svo leiðinlegt
að horfa á handboltann og hver veit
nema ég verði fyrsta manneskja á
völlinn er næsti leikur verður.
Það tekur því varla að minnast á
Óvænt endalok. Þó horfa megi á
þann þátt, þá er hann orðinn svo
slappur að engu tali tekur. Sjónvarpið
ætti að íhuga skipti fljótlega eða áður
en lesendasíður blaðanna fyllast af
kvörtunum. Þá langar mig líka til að
minnast á syrpu Jónasar Jónassonar í
útvarpinu í gær. Einhvern veginn hef
ég það á tilfinningunni að Jónas sé
orðinn leiður á þættinum og með
þessu áframhaldi verða áheyrendur
jafn leiðir á honum. Af hverju getur
þriðjudagssyrpa ekki verið jafn hress
og hinar syrpurnar?
Þáttur Magnúsar Bjarnfreðssonar
um persónunjósnir var alveg ágætur.
Það kom mér verulega á óvart að
fólkið á götunni gat með engu móti
stunið upp úr sér hvað persónu-
njósnir eru. Vonandi er þetta ekki
sama fólkið og lét sem hæst i sér
heyra þegar manntalið fór fram.
Þessir ábúðarmiklu herramenn sem
mættu í sjónvarpssal voru líka alveg
ágætir þó þeir rifust ekkert. En eins
og fleirum þykir mér alltaf skemmti-
legast þegar rifizt er í umræðuþátt-
um. Þá var líka alveg sérstaklega
skemmtilegt að sjá „Björn á
Leirum” mættan á staðinn og hafði
ég lúmskt gaman af þegar Magnús
kallaði hann Björn.
varaformaður síðastliðin 6 ár. Siðasta
kjörtímabil átti hann sæti í sambands-
stjórn ASÍ. Árið 1940 kvæntist
Guðmundur Guðrúnu Sigurðardóttur
ogáttu þau4börn.
Ásmundur Jónsson trésmíðameistari
sem lézt 29. janúar sl. fæddist 12. júlí
1893 á Kalastöðum í Hvalfirði. For-
eldrar hans voru Jón Þorsteinsson og
Sesselja Jónsdóttir. Árið 1919 hóf
Ásmundur trésmíðanám hjá Guð-
mundi Eiríkssyni og hlaut hann réttindi
í húsasmíði árið 1923. Árið 1929 fékk
hann einnig trésmíðameistararéttindi.
Eftir það vann hann í áratugi sjálfstætt
í Reykjavík við húsasmíði.
Marin Elisabet Jónsdóttir, sem lézt 7.!
febrúar sl. fæddist 17. febrúar 1897 að'
Njálsstöðum í A-Húnavatnssýslu. For-
eldrar hennar voru Guðný Pálsdóttir
og Jón Sigurðsson. Ung fór María að
vinna fyrir sér, fyrst sem húshjálp, en(
siðar vann hún um 40 ára skeið hjái
Garðari Gíslasyni við ullarþvott. Marín!
var gift Bjarna G. Guðmundssyni ogi
áttu þau 2 börn.
Kristín Jóhannesdóttir frá Syðra-
Hvarfi, sem lézt 8. febrúar sl. fæddist
26. apríl 1907 að Jarðbrúargerði í
Svarfaðardal. Foreldrar hennar voru
Oddný Þorkelsdóttir og Jóhannes
Jónsson. Árið 1938 giftist Kristín
Böðvari Tómassyni og áttu þau einn
son. Þau bjuggu lengst af á Akureyri.
Skúli Þorkelsson frá Smáradölum i
Flóa, Framnesvegi 17 Reykjavík, Iézt
að Hrafnistu 16. febrúar.
Halldóra Einarsdóttir, Meðalholti 10,
lézt að heimili sínu 16. febrúar.
Reynir Snjólfsson lézt 17. febrúar í
Borgarspítalanum.
Guðlaug Brynjólfsdóttir, Granaskjóli
7, lézt á öldrunardeild Landspítalans 16
febrúar.
Halldór Davíðsson fyrrum bóndi á
Syðri-Steinsmýri, Meðallandi, lézt í
Landspítalanum 12. febrúar.
Hulda Egilsdóttir, Hverfisgötu 32B,
sem lézt 12. febrúar á Landspítalanum
verður jarðsett frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 19. febrúar'kl. 10.30.
Soffía Lára Thors verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19.
febrúar kl. 15.
Sigurbjörn Elíasson, Reykjavíkurvegi
50 Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 19.
febrúar kl. 14.
Guðjón Helgason, sem lézt 11. febrúar,
verður jarðsettur föstudaginn 20.
febrúar kl. 15 frá Fossvogskirkju.
Sveinn Kjarval, innanhússarkitekt
verður jarðsettur frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 19. febrúarkl. 13.30.
Margrét R. Halldórsdóttir, Þórsgötu
5, verður jarðsett í dag frá kirkju
Óháða safnaðarins kl. 15.
Kristófer Kristófersson, Leifsgötu 8,
lézt í Hafnarbúðum laugardaginn 14.
febrúarsl.
Margrél Ketilsdóttir, Mávahlið45, lézt
í Borgarspítalanum sunnudaginn 15.
febrúar sl.
Pálina Sigurðardóttir, Garðaflöt 1
Garðabæ, lézt i Borgarspítalanum 16.
febrúar sl.
Anna Sigríður Einarsdóttir, lézt 14.
febrúar sl. að heimili sínu að Klepps-
vegi 120.
Lovisa Elifasdóttir, lézt á Hrafnistu
14. febrúarsl.
Spilakvöld
Óháði söfnuðurinn
Félagsvist verður spiluð nk. fimmtudag kl. 20.30 i
Kirkjubæ. Góð verðlaun. Kaffiveitingar. Takið með
ykkurgesti.
Funéir
Bræðrafélag
Laugarneskirkju
Fundur verður i kvöld. miðvikudag. kl. 20.30.
Ástráður Sigursteindórsson. skólastjóri stjórnar
fundinum. Fundarefni: Þorvaldur viðförli og upphaf
kristniboðs á Islandi. Kaffiveitingar. Allir karlmenn
velkomnir.
AA-samtökin
í dag. miðvikudag. verða fundir á vcgum AA
samtakanna sem hcr segir: Tjarnargata 5b kl. 12
lopinnl. 14. 18 og 21. Grensáskirkja kl. 21. Hallgrims
kirkja kl. 21. Akranes. Suðurgata 102 (93-2540) kl. 21.
Borgarnes Læknamiðstöðin kl. 21. Kcflavik Klappar
stigur 7 (92-1800) kl. 21. Neskaupstaður Kaffistofa
Netagerðarinnar kl. 21 og Fáskrúðsfjörður. Félags
hcimili kl. 20.30.
í hádeginu á morgun. fimmtudag. verða fundir scm
hér segir: Tjarnargata 5 b kl. 14.
Kvenfélag Kópavogs
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar kl.
20.30 i Félagsheimilinu. Spiláð verður bingó. Mætið
vel og stundvíslega. Takið með ykkur gcsti.
Stiómmáíafundir
Sjálfstæðiskvennafélagið
Edda, Kópavogi
Fundur verður haldinn miðvikudaginn 18. febrúar i
Hamraborg 1.3. hæðkl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kosningá aðalfund K.S.K.
2. Davið Oddsson borgarfulltrúi ræðir stjórnmál.
3. Kaffiveitingar.
Sjálfstæðiskvennafélag
ísafjarðar
heldur fund miðvikudaginn 18. febrúar nk. kl. 20.30
að Uppsölum. (uppi).
Fundarefni:
Fjölskyldan i frjálsu samfélagi.
Almennar umræður.
Kaffiveitingar.
Allt sjálfstæðisfólk velkomið.
Aðalfundur
Málfundafélagsins Sleipnis. Akureyri verður á starfs
stofu Sjálfstæðisflokksins Kaupvangsstræti 4.
miðvikudaginn 18. febr. kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Venjulegaðalfundarstörf.
2. Stjórnmálaviðhorfið. Halldór Blöndal. alþingis
maður.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING
NR. 33 - 17. FEBRÚAR 1981
Einingkl. 12.00
1 Bandarikjadollar
1 Sterlingspund
1 Kanadadollar
100 Danskar krónur
100 Norskar krónur
100 Sœnskar krónur
100 Finnsk mörk
100 Franskir frankar
100 Belg. frankar
100 Svissn. frankar
100 Gyllini
100 V-þýzk mörk
100 Lirur
100 Austurr. Sch.
100 Escudos
100 Pesetar
100 Yen
1 Sárstök dráttarráttindi
Ferðamanna-
gjaldeyrir
Kaup Sala Sala
6,568 6,586 7,244
14,900 14,940 16,434
5,450 5,465 6,011
0,9763 0,9790 1,0769
1,2045 1,2078 1,3285
1,4042 1,4080 1,5488
1,5861 1,5904 1,7496
1,2967 1,3003 1,4303
0,1860 0,1865 0,2051
3,3005 3,3095 3,6404
2,7481 2,7556 3,0311
3,0005 3,0087 3,3008
0,00633 0,00634 0,00690
0,4240 0,4252 0,4677
0,1141 0,1144 0,1258
0,0748 0,0750 0,0825
0,03184 0,03193 0,03580
11,105 11,135 12,248
8,0287 8,0505
* Breyting frá siðustu skráningu.
Símsvari vegna gengisskráningar 22190.