Dagblaðið - 18.02.1981, Síða 20
20
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981.
G
Menning
Menning
Menning
Menning
Ævintýrið um prinsessuna
Haustvika Áslaugar Ragnars
D
Áslaug Ragnars:
HAUSTVIKA, skáldsaga.
Bókaútgáfan öm og úriygur h.f., 1980.177 bls.
Skelegg heldur Áslaug Ragnars út
á rithöfundabrautina með fyrstu bók
sinni Haustviku, hressilegri sögu af
miðaldra konu, sem búin er að gegna
hlutverki sínu sem móðir, stendur á
þessum ægilegu tímamótum um
fimmtugt og á að vera — samkvæmt
gamalli hefð — passé.
Strax í upphafi er lesanda ljóst, að
þessi kona, Sif Benediktsdóttir, hefur
þó nokkra sérstöðu. Hún veit ekki
aura sinna tal. Áslaug þarf þess
vegna ekki að kryfja peningamálin til
mergjar, enda lætur hún Sif byggja
sér hús eins og hendi sé veifað.
,.f g ákvað að byggja mér hús.
Hús semmiðaðist algjörlega viðþarfir
mínar. ljað átti að vera hentugi,
fallegt og vandað. hnginn íburður,
ekkert prjál. Hæfilegur rammi utan
um myndina af konunni, sem átti að
búa þar. Lóðina átti ég, — á
sunnanverðu Seltjarnarnesi, við
sjóinn. Byggingin sá mér fyrir
viðfangsefnum næstu tvö ár. Hver
fermetri er þaulhugsaður. Ekkert
vantar og engu er ulaukið.” I etta
er öll saga húsbyggingarinnar (bls.
24).
Eftir skilnað ætlar Sif að fara að
vinna fyrir sér, aðallega til að drepast
ekki úr leiðindum og fær sér vinnu í
fyrirtækinu þar sem hún er „drjúgur
hluthafi. Þeir, sem fyrir voru, tóku
mér vinsamlega, af hlutlausri
kurteisi, en ég fann fljótt að þarna
átti ég ekki heima.” (24).
Áhyggjulaust Irf
Það fer ekki'á milli mála af hvaða
stétt Sif er. Svolítið samviskubit er
hún látin hafa og spyrja sjálfa sig:
,,. . . hvaða rétt hefur þú til fjár-
muna, sem aðrir hafa aflað?” (24).
En þessi hjáróma rödd er óðara
slökkt með lýsingum af áhyggjulausu
yfirstéttarlífi sem ekkert fær grandað
nema kannski veikindi og ástleysi og
svo náttúrlega morð.
Og það er einmitt þetta þrennt,
sem truflar annars áhyggjulaust líf
Sifjar. Það byrjar með krabba-
meininu. Taka verður af henni annað
brjóstið. Það geirr læknirinn Bogi,
gamall flammi, sem verður viðhald
eftir skilnaðinn frá hinum góðlynda
einfeldningi og streðara Einari
alþingismanni. Bogi læknir læknar
hana einnig af minnimáttarkenndinni
vegna brjóstmissisins, bæöi með því
að gerast ástmaður hennar og senda
hana til Ameríku í fokdýra meðferð,
þar sem hún fær nýtt silikonbrjóst
með vörtu.
I þessari ferð er enn áréttað að
það sé ekkert athugavert við þann
heim sem hinir forríku gista.
Vinkonan i Ameríku hafði einnig
misst annað brjóstið og fengið nýtt.
Nú sprangar hún um á barmi einka-
sundlaugarinnar í hvítu bikini, aldrei
fegurri. Hún sýnir Sif hverju iækna-
kúnstin getur áorkað og hvetur hana
til að fara að sínu dæmi:
„Hvað er ekta og hvað er óekta?
Erum við ekki hluti af náttúrunni? Er
silikon ekki hluti af náttúrunni? Ég
veit að ég er forréttindamanneskja.
Ég vildi að allir nytu sömu réttinda,
en nú er ég hætt aö skammast min
fyrir þau forréttindi, að vera ein
þeirra fáu sem eiga kost á svona
þjónustu.” (75).
Ótti og einmanaleiki
Gott og vel. Nú veit lesandi í
hvaða heimi hann er og verður
spenntur að fá loksins tækifæri til að
vita hvernig ríkir fara að þvi að tala,
sitja og ganga. Það er bara verst hvað
Rannveig
Ágústsdóttir
hinir ríku eru leiðinlegir. Sif á t.d.
enga vini (Vill enginn leika sér við
hana?) Hún á bara ástmenn og af-
komendur. Situr löngum ein í nýja,
fullkomna húsinu sínu og gruflar út i
lífið eins og sagt er, óttast hrörnum,
elli, ástleysi og er margt vel um þessa
hluti sagt, þvi Sif hugsar svo mikið
eins og Bogi læknir sagði.
En það er svo með þessa bók að
lesandi verður eins og tviátta og
spyr:Á saganað vera heiðarleg tilraun
til að lýsa lífi yfirstéttarkonu og
hugmyndaheimi hennar árið 1980 eða
— á hún að vera réttur og sléttur
reyfari með mannlegu ivafi a la
Margeir Gunnars Gunnarssonar,
bara með öfugum formerkjum — allt
séð að ofan með augum konu —?
Það er eins og höfundur hallist meir
og meir að hinu síðara er á liður.
Atburðir gerast æ ótrúlegri bæði í
hinum ytra og innra heimi Sifjar.
Hún breytist sjálf, verður sífellt
öruggari með sjálfa sig og réttmæti
skoðana sinna. Bókin morar af heil-
ræðum hennar. Svo lætur hún líka
til skarar skríða, losar sig fyrst við
eiginmanninn, svo við viðhaldið,
kveður karlæga móður sína með
litlum kærleikum og heldur svo út í
heim á vit nýrra ásta — því það „er
það bezta sem til er. . . Ný ást.”
sagði Preben hinn danski (163).
Ljómandi ritfær
Morðið er hreyfiaflið í sögunni en
þó alls ekki aðalatriðið. Það veldur
breytingum á lífi Sifjar og gefur á-
stæðu til að láta hana rifja upp fyrri
ævi svo að við fáum býsna heillega
mynd af henni. Morðið leiðir óbeint
til þess að augu Sifjar opnast fyrir
því að líf hennar er ófullnægjandi og
hún hefst handa um breytingar.
Best er að lesa söguna sem
reyfara, vera ekkert að pæla í
próblematíkinni. Þannig getur les-
andi haft prýðisgaman af ævintýri
prinsessunnar. Því Áslaug er
ljómandi ritfær og er fundvís á hin
ýmsu einkenni nútímalífs og gerir af
því hæfilega blöndu — sitt lítið af
hverju: Ást, elli, einmanaleiki, eitt
morð og annað í gátum, kynvilla, af-
brýði, framhjáhald, skilnaður, kyn-
slóðabil, eiturlyfjanotkun, fóstur-
eyðing, krabbamein, draumar, yfir-
náttúrleg skynjun og kona, sem
ekki lætur kveða sig í kútinn, lærist
að líta á sjálfa sig sem sjálfstæða
manneskju — ekki sem helming af
einingu, því „það er enginn betri
helmingur” (177) segir Sif í bókar-
lok.
Áslaug er efnilegur byrjandi hver
sem endalok Sifjar verða í
Danmörku.
Rannveig.
V
r
FIDELIO
Tónloikar Sinfónkihljómsveitar (slands í Há-
skólabfói 12. febrúar.
Stjórnandi: Jean-Pierre JacquillaL
Einsöngvarar: Astrid Schirmer, Ludovico
Spioss, Bent Norup, Manfred Schenk, Elín Sig-
urvinsdóttir, Sigurður Bjömsson, Kristinn
Hallsson, Einar Gunnarsson, Hreiðar Pólma
son.
Söngsveitin Fflharmónla, kórstjóri Debra Gold.
Karlakór Reykjavfkur, kórstjóri Páll P. Pálsson.
Fyrst þegar ég sá Fidelio á óperu-
sviði var efst i huga mínum vorkunn-
semi í garð vesalings mannsins sem
skrifaður var sem leikstjóri fyrir
verkinu. Öllu kauðskara sviðsverk
heid ég að ég hafi aldrei séð. Fidelio
fer því allra best í konsertuppfærslu
og má það furðu sæta að ekki hafi
verið slægst eftir henni fyrr hér á
landi.
Höfðinglegt boð
Til tónleikanna var boðið fjórum
einsöngvurum úr þýskri óperu sem
þakka ber einstökum velviija sendi-
herra Vestur-Þýskalands, Raimund
Hergt.
Astrid Schirmer söng Leonoru.
„Abscheulicher!” hið fræga rezitativ
og aria var hreint frábær í meðhöndl-
un hennar, jafnvel þótt hornin gerðu
sitt til að villa um fyrir henni. Mér
fannst samt skorta blíðu í söng henn-
ar til að hún væri sannfærandi Leo-
nora. Hennar söngur hæfir betur
kaldlyndari kvenhetjum.
Ludovico Spiess söng Florestan.
Víst hefur hann fögur hljóð, en eitt
sinn var mér sagt að til þess að teljast
stórsöngvarar yrðu menn meðal ann-
ars að vera tónvissir og þar við situr.
Sem þrjóturinn
sjálfur
Don Pizarro var sunginn af Bent
Norup sem var svo sannfærandi i
hlutverkinu að ósjálfrátt var maður
farinn að halda að Norup hlyti að
vera manngerð á borð við þrjótinn
Pizarro sem ég vona að sé rangt hjá
mér. Það eru jú venjulega hin mestu
Ijúfmenni sem tekst best upp í túlkun
skálkanna á sviði.
Manfred Schenk í hlutverki Roccos
var burðarás einsöngvaraliðsins og
um leið ópgrunnar allrar. Hann er
stórkostlegur söngvari, sem unun er
að hlýða á, í hvaða hlutverki sem
hann syngur.
í fullu tré
Elín Sigurvinsdóttir í hlutverki
Marzellinu söng hreint og kom text-
anum vel til skila. Það var varla að
maður tæki eftir því að þar syngi
söngkona sem fær einsöngshlutverk
endrum og eins við hlið fólks sem
telur upptroðslur sínar i hundruðum
áári.
Sigurður Björnsson naut að sjálf-
sögðu sinnar miklu óperureynslu.
Hann söng vel að vanda og minnti
um leið á að hann á enn fullt erindi
uppáóperusvið.
Kristinn Hallsson fór vel og mildi-
lega með hlutverk Don Fernandos.
Það er tæpast réttlátt að gera
samanburð á frammistöðu þeirra
kórfélaganna, Einars Gunnarssonar
Ludwig van Beethoven.
og Hreiðars Pálmasonar og hinna
einsöngvaranna. Mér finnst nú samt
að Karlakór Reykjavíkur hafi fyrr
gaukað meiri einsöngvurum að tón-
listaraðdáendum.
Of spar á
vöndinn
Kórarnir stóðu sig báðir mjög vel.
Að vísu hrjáir karlafæðin Fílhar-
móníu og hefði ekki sakað að bæta
við nokkrum leiguþýjum úr karla-
kórnum, en heildarblærinn er allur
frískari en var á tónleikunum á jóla-
föstu.
Hljómsveitin lék á köflum afar
kæruleysislega. Inn á milli komu svo
ágætar glefsur, en það vantaði alveg
að hún hefði á sér þennan alvöru-
óperuhljómsveitarblæ, eins og til
dæmis í La Traviata-uppfærslunni í
fyrra, sem stafar líklega af því að
Monsieur Jacquillat hafi verið of
spar á vöndinn.
EM.
«/
/ V