Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981. f DB á ne ytendamarkað/ V - Reikningsskekkja færði kostnað við heimilishald upp úr öllu valdi í drerfbýlinu Höfuðborgarsvæðið rúml. 6% hærra en landsbyggðin Við undruðumst að meðaltalj staðanna úti á landsbyggðinni skyldi vera „35% hærra í desember, heldur en á höfuðborgarsvæðinu” i út- reikningum okkar. Margir hafa hringt og vakið athygli okkar á að þeir hafi reiknað og reiknað, en aldrei fengið sömu útkomu og við. — Þetta varð til þess að við fórum að reikna allt upp á nýtt og viti menn, svo leitt sem okkur þykir að viðurkenna að við höfðum reiknaði skakkt, kom það í ljós. — Samkvæmt nýjustu niðurstöðum var því höfuðborgarsvæðið hærra en dreifbýlið, eins og oftast áður. Munaði ekki miklu, aðeins 6,32%. Réttu tölurnar eru sem hér segir: Meðaltal allra staða sem sendu inn tölur (34 alls) reyndist við endur- skoðun vera 64.740 (í stað 87.503, eins og áður hafði verið reiknað). BLÓMAHORNIÐ Bougainvillea glabra hybrida Þríburablóm Það þríburablóm sem algengasí er, er upprunnið í Suður-Ameríku. Það hefur verið ræktað sem pottablóm i meira en fimmtiu ár, en vinsældir þess jukust fyrst þegar ný afbrigði komu á markaðinn. f upprunalegu umhverfi sínu vex þríburablómið sem tré eða runni, sem fellir lauf. Þau af- brigði, sem eru nú í ræktun, fella ekki alveg blöðin og halda því blað- skrúði sínuallt árið. Þríburablómið er ákaflega blóm- sæl planta og blómstrar aðallega vor og sumar, en einstaka greinar geta náð að blómgast að vetri til. Blómin sjálf eru svo lítilmótleg að vart verður tekið eftir þeim. Það eru aftur á móti hin litsterku háblöð sem gera þrí- burablómið að einu af okkar falleg- asta pottablómi. Það eru til afbrigði sem eru appelsínugul, rauð og blá- rauð og eru há blöðin um það bil þrisvar sinnum stærri en á uppruna- legu tegundinni. Þríburablómið á að hafa á björtum stað og hæfir bezt austur- eða vestur- gluggi. I suðurglugga verður að skýla plöntunni fyrir brennandi sól, einkum um blómgunartímann. Þrí- burablómið er vafningsplanta og þarf Birtuelsk planta, en þolir ekkl sterkt sól- skin á blómgunartim- Vökvifl rikulega yfir vaxtartímann. Minnk- ið vökvunina yfir vet- urinn, en gætifl þess að moldin þorni ekki. Áburflarupplausn gefin reglulega yfir vaxtartimann. Þolir mikinn hita, en má vera á kaldari stað yfir veturinn. því stuðning. þegar vöxturinn hefst á | vorin er nauðsynlegt að gefa áburðar- | upplausn og vökva rikulega. Þegar I komið er fram í október má fara að | minnka vökvunina, en gæta þarfþess I að moldin gegnþorni samt ekki. Á | vorin er vöxtur plöntunnar mótaður, I með því að klippa hana til, einkum I eldri greinar. Þegar skipt er um mold I á plöntunni notið þá ekki óþarflega I stóra potta. Þriburablóminu er fjölg- | að með græðlingum á vorin, en þeir eru lengi að festa rætur. -JSB/VG 'I Meðaltal Reykjavíkur og sveitar- félaganna í grennd, svokölluðu Stór- Reykjavíkursvæði reyndist vera rétt hjá okkur, eða 68.071 kr. á mann. Meðaltal „dreifbýlisins” var aftur á móti meira en lítið rangt hjá okkur áður eða 91.667 kr. Það var 64.027 kr. ámann! Höfuflborgin yfirieitt alltaf hœrri en dreifbýlið Þessar niðurstöður koma betur heim og saman við þær sem við höf- um fengið á undanförnum tveimur og hálfu ári er við höfum velt fyrir okkur mismun á meðaltalinu í dreif- býli annars vegar og á höfuðborgar- svæðinu hins vegar. Eins og fram kom í grein okkar 12. febrúar sl. væri eðlilegt að meðaltalið af landsbyggðinni væri hærra en á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að vöruverð þar er hærra. Hins vegar hefur meðaltalið, með ör- fáum undantekningum, verið lægra úti á íandi en I Reykjavík og nágrenni. — Þess vegna kom mjög flatt upp á okkur að höfuðborgin væri allt í einu komin langt niður fyrir dreifbýlið! En, það reyndist sem sagt ekki vera rétt. Við getum ekki gert annað en beðizt afsökunar á mistökunum og sagt eins og danska drottningin í sjónvarpsviðtali í síðustu viku: Við erum ekki nema mannleg og öllum geta orðið á mistök. Og þótt það sé hart að verða að viðurkenna að maður hefur haft á röngu að standa verður að gera það ef manni verða á mistök. Það mætti e.t.v. í leiðinni benda á, eins og svo oft hefur verið gert áður hér á síðunni, að meðaltal staðanna úti á landi er ekki svo mark- tækt i sjálfu sér. Til þess eru of fáir seðlar frá hverjum stað í hvert sinn. Hins vegar get ég ekki séð annað en að samanburður á meðaltali allra dreifbýlisstaðanna á móti höfuðborg- arsvæðinu eigi fullan rétt á sér og gefi nokkuð raunsanna mynd af mis- muninum. Geta menn nú velt fyrir sér ástæðunni fyrir því að kostnaðurinn er jafnan hærri í höfuðborginni en utan hennar. Við þökkum góðfúslegar á- bendingar um rangar niðurstöður. -A.BJ. Marklaus talnaleikur Kærar þakkir fyrir tilskrif ykkar vegna greinar minnar í DB 4. febr. sl. Það var einlæg von min að grein þessi yrði til þess að vekja umræðu um „verðkannanir” frá fleiri hliðum en hingað til og skrif ykkar eru ein- mitt til þess fallin að láta ekki staðar numið. Áður en ég kem að kjarna málsins vil ég aðeins leiðrétta smávægileg mistök blaðamannsins sem samdi fyrirsögn greinarinnar „Beinið fremur kröftunum að herra Ríkis- valdi en frú Verðbólgu”. Ekkert í greininni gefur tilefni til þessarar fyrirsagnar eins og i ljós kemur við lestur hennar. Frú Verðbólga er minn höfuðandstæðingur, bæði sem kaup- manns og neytanda og telst ég þar í hópi allra annarra landsmanna. Vöruverð ekkert leyndarmál Varðandi spurningu blaða- mannsins „Er vöruverð leyndar- og einkamál kaupmanna” vil ég taka undir svar hans að svo er ekki, en bæta við að vöruverð ætti ekki heldur að vera einkamál hinnar svo- kölluðu fröken Verðlagsnefndar, eri það út af fyrir sig er stórmál og verðugt verkefni þeim, sem neytenda- málum sinna ásamt kaupmönnum. Til að undirstrika þá skoðun mína að „verðkannanir” sem birtar hafa verið í DB á vegum Neytendasam- takanna þjóni ekki tilgangi, vil ég benda á úrvinnslu mína I umræddri grein. Eftir að hafa legið yfir nokkrum „verökönnunum” heila kvöldstund gat ég fyrst dregið ein- hverja ályktun, rétta eða ranga. Með öðrum orðum, eins og „kannanir” þessar hafa verið birtar segja þær EKKI NEITT, og það þarf ekki að búast við því að fólk almennt eyði löngum tima í að finna niðurstöður. Því að ég sem kaupmaður hafi eitthvaö að fela visa ég á bug og bendi á að seyðfirsk verslun getur vel við unað í samanburði vi aðra og því síður ástæða til feluleiks ef við1 annars tökum mark á þessum , ,verð- könnunum”. Ekki nóg afl birta tölur Blaðamaður segir: „Það er um að gera að birta nógu margar tölur”. Ég segi hinsvegar: Það er ekkert gagn í tölum nema þær séu skiljanlegar og sýni raunverulega eitthvað marktækt eins og til dæmis það að 3—1 =2, en ekki 302x28,5 : 5/16 + 5/32 = ? Varðandi könnun á fram- færslukostnaöi vil ég segja þetta: Ég er mjög fylgjandi heimilisbókhaldi og hef fært það sjálfur í mörg ár og' reyndar tel ég rekstur heimilis óhugs- andi án þess. Birting DB á tölum frá mjög fáum neytendum á hverjum stað er hinsvegar ósamanburðarhæft eins og augljóslega kemur fram í tölum DB. Ég hef ekkert á móti þvi að DB safni saman tölum af öllu landinu og reyni þannig að ná í sem stærst úrtak og því hugsanlega marktækt. Ef úrtakið er nógu stórt mætti skipta því upp milli lands- byggðarinnar og Reykjavíkur- svæðisins. í tölum DB þann 12. febr. kemur fram að Rvik er með 71.597 en Seyðisfjörður 46.682 (mism. 24.915 eða 53% Seyðisf. í hag og jafnframt er sagt í fyrirsögn: „Dreifbýlið 35% HÆRRA.” Hverjum dettur A.H. Hveragerfli skrifar: Heil og sæl. Hér sendi ég janúarseðilinn, ég held að hann þurfi engra skýringa við. Hins vegar langar mig að biðja um uppskrift að karrísíld ef þið eigið hana til. Aðrar síldaruppskriftir væru líka vel þegnar. Með þökk og góðum óskum. Svar: Þessi húsmóðir er með fjögurra manna fjölskyldu og aðeins rúmlega 290 kr. í meðaltal á mann í janúar. Það gæti hugsazt að einhver vildi gjarnan skýringu á því hvernig hægt er að vera með svona lágt meðaltal. Fyrir nokkrum mánuðum fengum *við senda frá vinkonu okkar, sem . búsett er suður með sjó, heila stíla- bók með alls kyns uppskriftum, m.a. að síldarréttum. Þar á meðal er að finna eftirfarandi uppskrift: Sfld í karrfi 3—4 síldarhelmingar eru skornir i skábita 3 soðnar kartöflur 1 stór laukur, skorinn í sneiðar. Sósan 2 matsk. smjör 4matsk. hveiti Bakað upp með mjólk og karrý látið útíeftir smekk. Þegar sósan er farin að stífna og rjúka má setja eitt egg út í. Síldin er látin í form, kartöflurnar, skornar í raunverulega í hug að slíkar tölur séu marktækar? Jákvæfl skoðanaskipti Að lokum. Ég vona að DB og NS vandi betur til neytendaupplýsinga af öllu tagi í framtíðinni og reyni þannig að auka verðskyn neytenda og hætti að „hrella” kaupmenn og neytendur með marklausu talnaflóði. Það er jafnframt von mín að skoðanaskipti sem þessi geti farið fram á jákvæðan hátt og allir aðilar sleppi öllum útúr- snúningi og viðurkenni fremur staðreyndir. bita og lauksneiðarnar látnar út á Sósunni hellt yfir og bakað i ofnik um það bil hálftíma. Borðað meí heitum soðnum kartöfium eðr stöppuðum. Akraneskarrýsfld Við fengum hins vegar mjög góða karrísíld í veizlu í mötuneyti Sements- verksmiðjunnar á Akranesi fyrir fjöldamörgum árum. Þegar heim kom prófuðum við að búa réttinn til. Það tókst mjög vel og hefur þessi karrísíld verið á borðum hjá okkur oft og mörgum sinnum og jafnan vakið athygli. Það sem þarf er: 3-4 kryddsildarflök 2—3 epli (stinn og súr) 2—3 harðsoðin egg Kaldar, soðnar kartöflur Majones Sýrður rjómi Karrý Látið leka vel af síldarfiökunum og skerið þau í bita. Eplin eru flysjuð og skorin í bita og eggin eru söxuð og kartöflurnar, skornar í bita. Karrfinu er hrært út í majonesið og sýrða rjómann. Allt látið út í og borið fram með seyddu rúgbrauði og köldu smjöri. -A.Bj. Gfsli Blöndal kaupmaður, Seyðisfirði. Karrýsfldar- uppskriftir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.