Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 15
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981. 15 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Línurnarteknar að skýrast í Frakklandi Eftir leikina i gærkvöld hafa línurnar skýrzt all verulega i riðlunum. A-RIÐILL Svíþjóð — ísland Pólland — Austurriki Frakkland — Holland 16— 15 25— 9 17— 16 Pólland Svíþjóð ísland Frakkland Holland Austurríki 3 3 0 0 81—52 6 3 3 0 0 59—50 6 3 2 0 1 65—46 4 3 1 0 2 58—65. 2 3 0 0 3 53—69 0 3 0 0 3 39—73 0 B-RIÐILL Tékkóslóvakia — Danmörk Sviss — ísrael Búlgaría — Noregur 17—15 21—19 15—14 Tékkóslóvakía Sviss Búlgaria Danmörk Noregur ísrael 3 3 0 0 66—43 6 3 3 0 0 57—53 6 3 2 0 1 53—52 4 3 1 0 2 57—53 2 3 0 0 3 44—54 0 3 0 0 3 49—71 0 í kvöld verða þrír leikir í báðum riðlunum. I A-riðl- inum mætast Holland og Austurríki, island og Frakkland i Besancon og svo Svíar og Pólverjar í Chalon. í B-riðlinum leika Búlgarir og ísraelar og Tékkar og Svisslendingar i Nantes og svo Danir og Norðmenn i Niort. Fari svo í kvöld að Pólverjar vinni Svía og íslend- ingar Frakka getur islenzka liðið enn krækt sér í 2. sætið með sigri yfir Pólverjum í lokaleiknum á föstudagskvöld. Danir eru komnir í klípu i B-riðlin- um eftir tapið fyrir Tékkum. Þeir verða að vinna bæði Norðmenn og Svisslendinga til að eiga mögu- leika á að komast áfram. Fjör í f élagaskipt- unum hjá KSI Valsmenn hafa nú fengið enn einn leikmanninn til liðs við sig fyrir komandi keppnistímabil. Er það tengiliðurinn Njáll Eiðsson, sem í fyrra lék með Þrótti á Neskaupstað og þar áður með KA. Njáll er mjög sterkur tengiliður og ælti að geta orðið Vals- mönnum góður liðsauki. Þá hefur Andrés Kristjáns- son gengið aftur yfir til FH, en hann var með marka- hæstu mönnum 2. deildarinnar í fyrra. Daníel Gunnarsson, sem skipti úr Haukum yfir i Þrótt fyrr í vetur, hefur beðið um félagaskipti en i hvaða félag hann gengur er ekki Ijóst. Mikill fjöldi leikmanna hefur skipt um félag að undanförnu og hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið um skipti. Einir átta leikmenn hyggjast leika knattspyrnu í Noregi eða Svíþjóð svo ekkert lát virðist vera á því fári hérlendis. -SSv. íþróttir Southampton tapaði óvænt Sigurganga Southampton í ensku 1. deildinni fékk snöggan endi í gærkvöld er Brighton sigraði Dýrling- ana 2—0 á Goldstone Ground I Hove. Það voru þeir Gary Williams (vítaspyrna) og Giles sem tryggðu Brighton sigurinn, sem kemur liðinu ákaflega vel í hinni hörðu fallbaráttu 1. deildar. Þá sigraði Arsen- al Manchester City 2—0 á llighbury. Mörk Arsenal skoruðu þeir Brian Talbot og Alan Sunderland. Þá sigraði Bolton Oldham 2—0 í 2. deildinni. 1860 Miinchen aðfaraáhausinn! ÓILkt hafast þau að, Miinchenarliðin tvö stóru, Bayern og 1860. Á meðan Bayern baðar sig í frægð- arijómanum berst 1860 Miinchen í bökkum, jafnt í hinni hörðu keppni Bundesligunnar sem fjárhags- lega. Félagið tilkynnti leikmönnum sínum í gær að það gæti ekki greitt þeim kaupið sitt fyrir þennan mánuð vegna skulda, sem það þarf að standa skil á. Félagið skuldar nú sem nemur 4,4 milljónum þýzkra marka og i spjalli við fréttamenn í gær sagði fyrirliði liðs- ins, Horst Wohiers: Leikmenn verða allir sem einn að leggjast á eitt um að bjarga félaginu frá falli og reyna að skilja stöðuna. Sigurður Sverrisson Með 42—36 sigri sinum yfir IR á sunnudagskvöldið tryggðu KR-dömurnar hér að ofan sér sigurinn i I. deild kvenna i körfuknattleik í ár. Svo hörð var baráttan að ef ÍR hefði unnið þennan leik hefðu liðin þrjú, KR, ÍR og ÍS, öll orðið jöfn aðstigum. DB-myndS. Þessir þrír strákar hér að ofan, Sævar Leifsson, Guðlaugur Einarssonog Helgi Þorbjörnsson, allir i 2. flokki KR, munu innan skamms halda til Liverpool þar sem þeir munu fá að æfa hjá ensku meisturunum um tíma. Er ekki að efa að dvölin þar mun verða þeim félögum fróðleg. Myndin var tekin af þeim á æfingu í gærkvöld. DB-mynd S. Afar vel heppnuð minniboltakeppni Dagana 14. og 15. febrúar sl. fór fram í Borgarnesi svokallað febrúar- mót í minnibolta. Þetta er f annað sinn sem mótið er haldið og er áhugi fyrir að hafa það sem árvissan atburð. Til mótsins býður Ungmennafélagið Skallagrimur i samstarfi við Körfu- knattleikssamband íslands. Eins og fyrr var mikil þátttaka i mótinu og sendu sex félög ellefu lið til keppni. Þátttakendur voru því i allt eitthvað á annað hundrað. Þátttakendurnir skemmtu sér vel og tóku hlutverk sitt sem upprennandi keppnisfólk í körfu- knattleik mjög hátiðlega en eins og kunnugt er er minniboltinn leikinn efiir sérstökum leikreglum og er þar í fyrir- rúmi að allir séu með i leiknum. Leikið er í tveimur flokkum. í eldri flokki (10 og 11 ára) sigraði A lið KR, A. lið ÍR varð i öðru sæti og Valur í þriðja. Önnur lið i eldra flokki voru auk heimamanna B og C lið KR, B lið ÍR, UBK og Haukar. í yngri flokki (9 ára og yngri) sigruðu ÍR ingar og UMFS í öðru sæti. Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttaritara DB í Grenoble: Aukakast Sigurðar Sveinssonar af vallarmiðju eftir að leiktíma var lokið gat ekki fært okkur jafntefli i leiknum gegn Svíum. Til þess var færið of langt svo tsland mátti sætta sig við einn ósigur enn gegn Svíum, 15—16, þótt mjótt hafi verið á mununum. En þrátt fyrir tapið sýndi það sig að við höfum á að skipa einu af sterkari landsliðunum i þessari keppni. Svíum, sem taldir eru mjög góðir, var veitt hörð mótspyrna, en þvi miður ekki alveg nægilega grimm til að knýja fram vinninginn, sem gat eftir gangi leiksins fallið á hvorn veginn sem var. Það er samdóma álit flestra að knáleg markvarzla Claes Hellgren hafi ráðið úrslitum. Vel er hægt að taka undir það, en hinu er ekki að leyna, að stundum fékk hann sin óskaskot á markið — háskotin — i stað þess að skjóta niðri eins og sagt er á handknattleiksmáli. Íslenzka liðið er þar með fallið úr fyrsta sætinu i sínum riðli niður i það þriðja, en úrslitin geta ráðizt i leiknum við Frakka, hvort liðið á sér nokkra von i flmm efstu sætin. Frakkar hafa fullan hug á að krækja sér i annan sigur, en þeir unnu Hol- lendinga i gær með 17—16. Islenzka liðið á hins vegar langa ferð fyrir höndum í leikinn við Frakkana, sem leikinn verður í Besancon. Fremur óheppileg áætlun fyrir okkar menn eftir erfiðan leik. Svíarnir voru greinilega með hjartað i buxunum og það voru ekki norræn vinahót sem þeir sýndu, en okkar menn hefðu gjarnan mátt svara í sömu mynt og gefa þeim ekkert eftir í vamar- leiknum. Gífurleg spennaþrúgaði bæði liðin svo að fyrstu sóknirnar mis- heppnuðust, en svo braut Basti Rasmussen ísinn og skoraði, 1—0, með smuguskoti fram hjá Einari Þorvarðar- syni, sem Hilmar Björnsson setti í markið Svíunum á óvart. Okkur íslendingum til mikillar hrellingar fylgdu tvö mörk Svía eftir, sem Sten Sjögren og Göran Bengtsson skoruðu. Fyrsta mark íslands kom úr vítakasti eftir að brotið hafði verið á Stefáni Halldórssyni á línunni. Skömmu síðar læddi Páll Björgvinsson knettinum á milli sænsku risanna svo að staðan var allt í einu orðin 2—3. Eftir þetta fór heldur að færast líf í tuskurnar. Einar varði vítakast frá Ribendahl sem lítið kvað að í leiknum. Páli var vísað af leikvelli í 2 mínútur og aftur skömmu síðar. En Þorbergur, Guðmundur Guðmundsson og Axel jöfnuðu, 5—5, með mjög fallegum mörkum. Síðan náði ísland forystu með þrumuskoti Bjarna undir þverslá og marki Axels, sem kunni á Hellgren, og skaut í gólfið. Eins og oft vill við brenna hjá íslenzka landsliðinu setur forysta þess gegn sterkum liðum það oft úr jafnvægi. Eitthvert úrræðaleysi kemur í sóknarleikinn og það er eins og enginn þori að taka neina áhættu og skjóta svo að oft jaðrar við að dæmd sé töf á liðið. Svíar jöfnuðu fljótlega, og höfðu eitt mark yfir í hálfleik, en Axel jafnaði strax i upphafi síðari hálfleiks, 9—9, en hann var mjög virkur í leiknum. Síðan var aftur jafnt, 10—10, og þá kom sá kafli leiksins, sem úr- slitum réði. Svíar skoruðu þrjú mörk í röð, en landanum mistókst allt. Ótíma- bær lin skot, sem Hellgren varði, mis- Hvað sögðu menn eftir tapið í gærkvöldi? Heimsmet Eitthvað virðist framkvæmdin hjá Frökkum á Evrópumeistaramótinu i frjálsum íþróttum um helgina i Gren- oble hafa farið úr skorðum. Hlaupar- arnir i 3000 m hlaupinu hlupu hring of lítið vegna þess, að eitthvað fór úr- skeiðis í tölvubúnaði. Klukkan hringdi hring of fljótt og hlaupararnir tóku á sprett. Engir tímar voru gefnir upp eftir hlaupið. Þá kom í Ijós löngu eftir að mótinu lauk, að Frakkinn Thierry Vigneron hafði sett nýtt heimsmet innanhúss. Tilkynnt hafði verið að hann hefði stokkið 5:70 m — jafnað heimsmet sitt — en svo kom i Ijós, að hæðin sem hann hafði stokkið var 5.71 m. Heims- met. Frönsku áhorfendurnir urðu því af þeirri ánægju að getað fagnað nýju heimsmeti. heppnað markskot af línu — meira að segja dæmd töf á Svía, sem voru einum færri, en allt kom fyrir ekki. Tíminn til leiksloka fór því í að reyna að brúa bilið. Það tókst um sinn, 14—14, en lánið lék enn við Svía. Peter Olofsson og Basti Rassmussen skoruðu tvö mörk og innsigluðu sigurínn. Smugumark Axels dugði ekki til að krækja í jafn- tefli — þar þurfti tvö mörk. Beztan leik í gær áttu þeir Páll, Þor- bergur, Axel og Stefán Halldórsson. Guðmundur var einnig góður. Bjarni náði sér ekki á strik og Siggi Sveins alls ekki. Mörkin. ísl.: Axel Axelss. 4, Þor bergur Aðalsteinsson 4/1, Guðmundur Guðmundsson 2, Páll Björgvinsson 2, Ólafur H. Jónsson, Bjarni Guðmunds- son og Sigurður Sveinsson eitt hver. Svíþjóð: Skögren 5, Rasmussen 5, Olofsson 3, Abramsson, Bengtsson og Nordgren eitt hver. Ribendahl skoraði ekki mark. „ÞETTA VAR LINKIND? einn með 12 Dönsku landsliösmcnnirnir Steen Tilgren, Jens Erik Roepstroff og Erik Rasmussen við komuna til Frakklands. Tilgrcn skoraði þrjú mörk gegn ísrael, Jens Erik eitt, en Erik Rasmussen þrjú. Michael Berg — hetja Dana f rá B-keppninni 1978 — Féll frá ákvörðun sinni að leika ekki framar með danska landsliðinu þegar Morten Stig Christensen f ingurbrotnaði. Berg hef ur oft reynzt íslendingum erf iður „Þetta gekk ekki — fingurinn fór ekki bara úr liðnum. Hann er brot- inn,” sagði danski landsliðsmaðurinn kunni Morten Stig Christensen, þegar hann hringdi í danska landsliðsþjálfar- ann, Leif Mikkelsen, nokkrum klukku- stundum áður en danska landsliðið hélt til Frakklands i B-keppnina i hand- knattleik. Morten Stig hafði brotið fingur í leik SAGA og Holte sl. fimmtudag. Leif Mikkelsen var í nokkrum vanda staddur vegna þessa atviks. Hann tal- aði fyrst við Thomas Pazyj, Skovbakk- en. Bauð honum stöðu í liðinu en fékk þvert nei. Þá bað Mikkelsen Michael Andersen, Rödovre, að setja sig i við- bragðsstöðu meðan hann reyndi að fá Michael Berg, Holte, í Frakklands- förina. Michael Berg var hetja danska liðsins á HM 1978 i Danmörku, þegar Danir hlutu verðlaunasæti, en eftir ólympíu- leikana í Moskvu sl. sumar tilkynnti Berg að hann væri hættur að leika með danska landsliðinu. Hefur hins vegar staðið sig vel með Holte i vetur. Landsliðsþjálfarinn leitaði að Berg alla aðfaranótt föstudagsins 20. febrú- ar. Flugvélin til Frakklands átti að fara kl. 12 þann dag frá Kastrup. Mikkelsen ók bíl sínum um Sjáland en ekki fann hann Berg. Bað síðan framkvæmda- stjórann á vinnustað Berg um skilaboð til hans. Hélt síðan heim og út á flug- völl. Hann var búinn að vera þar í eina mínútu, þegar skilaboð komu frá kapp- anum, að hann væri til í slaginn í Frakklandi. Michael Berg náði þó ekki sömu flugvél og félagar hans í danska landsliðinu. Hélt hins vegar til Frakk- lands með næstu fiugvél, kl. 15.00 til Toulouse. Þessi mikli markaskorari lék svo með danska liðinu gegn ísrael á laugardag en átti heldur slakan leik. Danir unnu auðveldan sigur án þess að ná góðum leik. 22—15 að viðstöddum 400 áhorf- endum í litlu borginni Albi í Suður- Frakklandi. Berg skoraði tvö mörk í leiknum en markahæstir í danska lið- inu voru þeir Carsten Haurum og Poul Kjær Poulsen með fjögur mörk hvor. hsím. Gunnar Hákonarson, þrítugur starfsmaður hjá Þórði Óskarssyni hf. á Akranesi, var sá eini er hafði 12 rétta í síðustu leikviku Getrauna. Fyrir get- spekina er Gunnar rúmlega 80.000 ný- krónum ríkari. Þetta er næsthæsti vinningur sem upp hefur komið í Get- raununum en skömmu fyrir jól fékk ungur Reykvíkingur sem svarar 88.000 nýkrónum fyrir 12 rétta. Að þessu sinni voru 31 með 11 rétta og fær hver þeirra í sinn hlut krónur 1.112. Væntanlega hefur það veriö leikur Tottenham og Leicester, sem slegið hefur menn út af laginu en greinilega ekki Gunnar því hann var sem fyrr sagði sá eini sem hafði alla leikina rétta. -SSv. Þeir hvfldu Þeir leikmanna íslenzka liðsins sem ekki léku með i gærkvöld voru þeir Páll Ólafsson, Jens Einarsson, Atli Hilm- arsson, sem ekki hefur enn leikið með i keppninni, og Steinar Birgisson. Páll fer í „dóptest” Pólverjar ekki sannfærandi Það vakti athygli mína hér í Gren- oble í gærkvöldi er Pólverjar og Austurrikismenn léku, að þeir hafa alls ekki neitt verulega sterku liði á að skipa þrátt fyrir öruggan sigur, 25—9. Það tók þá 6 mínútur að finna leiðina í austurriska markið og mörg marka þeirra voru með miklum heppnis- stimpli. Um leið og Klempel og Kal- uzinski fóru út af hrökk leikur liðsins f baklás. Hins vegar varði markvörður liðsins eins og berserkur. -emm. Frá Magnúsi Gfslasyni, fróttamanni DBf Grenoble: Júlfus Hafstein, formaður HSÍ, sagði að íslenzka liðið hefði ekki náð að sýna hvað i þvi býr og vafalaust hefði góð markvarzla Hellgren ráðið úrslitum. „Eftir þetta tap gegn Svíun- um er það bara númer eitt, tvö og þrjú að sigra Frakkana í kvöld og næsta verkefnið er svo að leika við Pólverj- ana. Það er ekki útilokað að sigra þá. Axel Axelsson var heldur óhýr yfir úrslitunum. „Það var linkind að vinna ekki þennan leik. Við gelum með meiri baráttuvilja unnið Svíana en ekki með minnimáttarkennd, eins og mér fannst vera i liðinu. Liðið lék heldur ekki nógu yfirvegað þegar mest á reyndi og því fór, sem fór.” Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari sagði að leikurinn hefði verið jafn og sigurinn getað lent hvorum megin sem var. „Það tókst ekki að ná fram þeim styrkleika, sem í liöinu býr því einstaka ieikmenn náðu sér einfaldlega aldrei á strik í leiknum. Þess vegna verða ein- hverjar breytingar á hópnum fyrír næsta leik en það verður nú engin byit- ing, með þeim sem héma eru." Stsinar Birgisson, einn þeirra er hvíldi i þessum leik, taldi að miklu Setti heimsmet ístangarstökki Francie Larrieu, bandaríska hlaupa- konan kunna, setti nýtt heimsmet i 2000 metra hlaupi innanhúss á móti í Edmonton í Kanada á laugardag. Hljóð á 5:55.2 mín. Eldra metið átti Debbie Pearson, USA, og það var 6:04.8 mín. Wilson Waigwa, Kenýa, sigraði í míluhlaupi á mótinu. Hljóp á 3:58.2 min. Johnny Walker, Nýja-Sjálandi, varð annar á 3:58.6 mín. Ray Flynn, ír- landi, þriðji á 3:59.9 mín. en írinn Eamon Coghlan, sem setti nýtt heims- met á vegalengdinni i Kaliforníu á föstudag, varð fjórði og siðastur á 4:18.5 min. Peter Lemashon, Kenýa, sigraði hinn fræga landa sinn, Mike Boit, á endasprettinum í 800 m hlaupi. Hljóp á 1:48.5 mín. en Boit á 1:49.2 mín. Skagamaður meiri ákveðni og festu þyrfti í liðið og það hefði sýnt sig að menn hefðu ekki farið eftir fyrirmæium. „Þess vegna komu upp þessir ráðleysiskaflar þegar enginn vildi taka áhættuna.” Kurt Lennart, landsliösþjálfari Svía, var að vonum kátur og hress yfir úrslit- unum. „Það er gott að vera búinn með leikinn við íslendinga. Þetta var jafn og spennandi leikur þar sem sigurinn gat alveg eins lent íslands megin. Hellgren vann leikinn fyrir okkur. Eg held að við ættum alveg að geta unnið Pólverj- ana,” og í sama streng tók þjálfari LUGI, Bertil Andersen, sem er aðstoð- armaður landsliðsþjálfarans i Frakk- landi. Claes Hellgren var alveg himinlif- andi yfir sigrinum en hefði þurft að beita sér að fullu til að verja mörg skot íslendinganna en önnur hafi líka veríð á bezta stað og séu ágæt upphitun Varðandi sigur í riðlinum taldi hann Svíana eiga góða möguleika og geta lagt Pólverjana að velli. Cibona úrleikígær Cibona, Zagreb, sem voru mótherjar Valsmanna í Evrópukeppni meistara- liða hér fyrr í haust sigruðu í gær Barcelona frá Spáni 79—75 í undanúr- slitum keppninnar. Sigurinn dugði þó Cibona ekki til að komast i úrslitin því Barcelona vann fyrri leik liðanna með 82 stigum gegn 75. í gær leiddi Cibona 44—38 i hálfleik en Spánverjunum tókst að laga stöðuna í s.h. nóg til að komast í úrslitin. Eins og venja er til á stór- mótum eru nokkrir einstakling- ar teknir i svonefnt „dóptest”. Verða þeir þá að afhenda þvag- prufu, sem síöan er rannsökuð með öllum kúnstarínnar regl- um. Það kemur i hlut Páls Björgvinssonar í dag að pissa í glasið, en ekki ætti að þurfa gð óttast neitt. Ákaflega sjaldan hafa komið upp tilfelli hjá handknattleiksmönnum þar sem þeir hafa verið sekir fundnir um neyzlu bannefna. Cruyff fær 5000 pund á leik hjá Leicester —samkomulag tókst og leikur Cruyff með liðinu á laugardag ÖHum á óvart tókust samningar á milli Johan Cruvff og Leicester í gær- dag um að knattspymusnillingurinn Johann Cruyff mun ylja áhorfendum á Filbert Street á laugardag með leikni sinni. myndi leika með Leicester og þiggja að launum 5000 sterlingspund fyrir hvera leik. Samningurinn er ekki bundinn til ákveðins tima og geta báðir aðilar rift honum með litlum fyrirvara. Leicester stendur nú í ströngu í fall- b.iráttunniíensku 1. deildinni og fyrir mánuði virtist liðið dæmt til að falla niður. Þrir sigrar í sl. fjórum leikjum, gegn Liverpool og Tottenham á útivöll- um og Manchester United á heimavelli hafa hins vegar lagað stöðuna verulega þótt liöið sé enn í bullandi falihættu. Um sl. helgi kjálkabrotnaði aðal- markaskorari liðsins, Jim Melrose, og það hefur e.t.v. þrýst á forráðamenn félagsins að gera eitthvað róttækt. Arsenal, Brighton og Chelsea höfðu öll reynt ákaft að fá Cruyff til liðs við sig en án árangurs. Það kom þvi geysi- lega á óvart í gær er tilkynnt var að samningar hefðu tekizt. Cruyff mun leika með Leicester gegn Nottingham Forest á laugardag og er ekki að efa að mikill fjöldi áhorfenda mun leggja leið sína á völlinn til að berja kappann augum. Leicester þarf að meðaltali um 3.500 fleiri áhorfendur á hvern leik til að borga kostnaðinn við Cruyff og for- ráðamenn félagsins gera sér góðár vonir um að svo takist. írar lágu á heimavelli Wales vann írland 3—1 í vináttu- landsleik i knattspyrnu í Dyflini í gær- kvöld. írland náðí for.vstu með marki Tony Grealish, en þeir Paul Price, sem lék sinn fyrsta leik með velska liðinu, Terry Yorath og Walsh svöruðu fyrir Wales. Áhorfendur voru 15.000. Cruyff lék lengst af með Ajax frá Amersterdam, en gekk síðan til liðs við spænska stórliðið Barecelona. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hann lék með Los Angeles Aztecs og síðan Washington Diplomats. í haust sneri hann aftur til Hollands, og þá til Ajax, en lék ekki með liðinu. Hann var í silf- urliði Hollendinga á HM 1974 og aftur 1978, en hefur ekki leikið í landsliði Hollands síðan þá. -SSv. Melboume hættirvið Melbourne í Ástralíu dró sig í gær til baka í kapphlaupinu um ólympíuleik- ana 1988. Þá eru aðeins Seoul og Aþena eftir off sú hugmynd að halda leikana alltaf í Aþenu hefur á undan- förnum vikum fengið aukinn meðbyr. Sumarleikarnir 1984 verða haldnir í Los Angeles. Francis á ný Queen’s Park Rangers ætlar sér greinilega aftur í 1. deildina og til að styrkja lið sitt enn frekar keypti QPR fyrrum leikmann sinn, Gerry Francis, frá Crystal Palace fyrir 150.000 sterl- ingspund. Palace keypti Francis fyrir 450.000 pund fyrir tveimur árum tæpum og hann lék 59 leiki með liðinu en náði sér aldrei almennílega á strik. Francis hefur leikið 12 landsleiki fyrir Englands hönd — þann siðasta 1977. CLAES HELLGREN VAR HINDRUNIN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.