Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR25. FEBRÚAR 1981. Ráðherramir hvorki viðurkenndu né höf nuðu tilvist leynisamnings: Leynisamningur stjómar- flokkanna um utanríkismál —sem sviptir utanríkisráðherra því valdi er því embætti hef ur alltaf f ylgt? Því var hvorki neitað né það viður- kennt á Alþingi í gær að til gæti verið leynisamningur milli stjórnarflokkanna utan við stjórnarsáttmálann sjálfan. Geir Hallgrímsson hóf umræður um þetta mál og yfirlýsing Gunnars Thor- oddsen forsætisráðherra sem svar við 'spurningum Geirs hljóðaði svo: • „Frá því er ríkisstjórnin var mynduð hefur hún kostað kapps um að eiga sem bezt samstarf í öllum greinum. Hún leitast við að ná samkomulagi um þau mál þar sem skoðanir eru skiptar og menn kann að greina á. Það hefur vel tekizt á því röska ári sem stjórnin hefur starfað, og það eru engin teikn á lofti um að þar verði breyting á veður- fari. Um vinnubrögð og vinnulag innan ríkisstjórnarinnar við afgreiðslu mála tel ég ekki ástæðu til að ræða hér frekar.” Ummæli sem stangast á Geir Hallgrímsson kvað tilefni spurningar sinnar um tilvist leynisamn- ings vera að málsvarar Alþýðubanda- lagsins teldu að utanríkisráðherra gæti ekki, eins og venjan hefur verið, leyft á eigin spýtur t.d. byggingu þriggja flug- skýla og um slík og þvílík mál yrði öll ríkisstjórnin að fjalla. Vitnaði Geir í ummæli ýmissa ráð- herra og ráðamanna í fjölmiðlum m.a. orð Steingríms Hermannssonar að ekki væri til samkomulag til hliðar við stjórnarsáttmálann um þessi mál. Þá hefði Svavar Gestsson sagt i viðtali við Þjóðviljann að ,,lögð hefði verið á það áherzla milli stjórnaraðila, að viðhafa þær reglur um vinnubrögð í stjórninni að allir stjórnarflokkarnir fjölluðu um öll meiriháttar mál.” „Ef þetta er rétt, þáer leynisamningur til,” sagði Geir. Geir lagði tvær spurningar fyrir flokksformennina tvo og forsætisráð- herra. 1. Var gert samkomulag við myndun stjórnarinnar um að fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli yrðu ekki leyfðar nema með samþykki allra stjórnarflokkanna? 2. Eru til þær reglur sem ákveða að ríkisstjórnin taki ekki ákvörðun í mikil- vægum málum nema allir samþykki? Gunnar Thoroddsen kvað stjórnar- sáttmálann á einum stað nefna sam- þykki allrar ríkisstjórnarinnar. Væri það varðandi endurskoðun á áætlunum um byggingu flugstöðvar í Keflavík. Síðan flutti hann yfirlýsinguna sem að framan greinir. Svavar Gestsson og Steingrímur Her- mannsson vísuðu báðir til svars for- sætisráðherra og kváðust ekki hafa neinu við það að bæta. Hlógu þing- menn að því að Gunnar Thoroddsen gæfi yfírlýsir.gar á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið og Framsókn. Neitunarvald Alþýðubandalags Benedikt Gröndal (A) kvað hér um veigamikla spurningu að ræða og þing- maður ætti heimtingu á svari um svo mikilsvert atriði sem það, hvort til væri samningur um að flokkur sem nyti inn- an við 20% atkvæðafylgis i landinu hefði með samningamakki náð aðstöðu til neitunarvalds í utanríkismálum. Spurningin væri um það, hvort utan- ríkisráðherra hefði í raun verið sviptur því ákvörðunarvaldi sem maður í því embætti hefði ávallt haft. Gunnar Thoroddsen lét í ljós undrun að Geir og Benedikt þættust tala í nafni þingheims. Þeir væru ekki fulltrúar þingheims. Og út yfir tæki er þeir þætt- ust tala í nafni þjóðarinnar. „Fjarri fer að þeir séu fulltrúar íslenzku þjóðar- innar,” sagði Gunnar. „Tilgangur þeirra er ekki að afla sér upplýsinga, heldur að vekja sundrung í ríkisstjórn- inni.” Þegar Sighvatur Björgvinsson hafði talað og Steingrimur Hermannsson aftur, frestaði forseti umræðum gegn mótmælum. - A.Sl. Unnur Ágústsdóttir afhendir 1. þingmanni Reykvíkinga, Geir Hallgrlmssyni, bréfið. Margir þingmanna Reykvíkinga hlýddu á ávarpsorð hennar. Að baki má sjá hluta kvennanna sem fylltu anddyri Alþingishússins. DB-mynd Sig. Þorri. Fulltrúar Bandalags kvenna fylltu Alþingishúsið: „HLÍFIÐ GAMLA FÓLKINU VIÐ SKREFATALNINGUNNI” —sagði formaður bandalagsins íávarpi til þingmanna Reykjavíkur Anddyri Alþingishússins fylltist af virðulegum konum í gær um það leyti sem hringt var til fundar í sameinuðu þingi. Þarna voru á ferð stjórn og full- trúar á þingi Bandalags kvenna sem setið hafa á ráðstefnu undanfarna daga að Sögu. ,,Við erum fulltrúar 14 þúsund kvenna um land allt,” sagði Unnur Ág- ústsdóttir formaður bandalagsins er hún steig upp i forstofustigann og talaði til margra þingmanna Reykvík- inga sem þar höfðu beðið komu kvenn- anna. „Við þingum eins og þið og ræðum aragrúa mála og höfum starfs- nefndir í öllum málum milli þinga. Ein af þeim ályktunum sem við höfum gert beinist til stjórnenda Pósts og síma og þar er farið fram á að verði skrefatalning sett á simtöl á Reykja- víkursvæðinu þá verði lífeyris-, ellilíf- eyrisþegum og öryrkjum veitt undan- þága frá talningunni. Og við biðjum þingmenn Reykja- víkur að gæta hagsmuna okkar þegar og ef málið verður tekið fyrir á Al- þingi,” sagði Unnur. Unnur sagði þingmönnunum frá því að síminn væri í mörgum tilfellum eina sambandið sem gamla fólkið og öryrkj- arnir hefðu við umheiminn. Þeir gætu ekki hringt öll sín símtöl eftir klukkan tíu og skrefatalning á síma þeirra yrði mörgum þeirra fjárhagslega um megn, eða þá lokaði þessu eina sambandi þeirra við umheiminn. ,,Bezt væri að skrefatalningin kæmi alls ekki á en þurfi hún að koma, hlífið þá gamla fólkinu og öryrkjunum,” sagði Unnur. Unnur afhenti síðan öllum þing- mönnum Reykjavíkur bréf með álykt- un kvennaþingsins og bað þá liðsinnis í málinu. Geir Hallgrímsson ávarpaði kon- urnar og þakkaði þeim heimsóknina. Lofaði hann þeirri aðstoð í málinu sem unnt yrði að veita. Ákvörðun uin skrefatalningu væri ráðuneytisákvörð- un samgönguráðherra og póst- og símamálastjóra. „En við munum sam- eiginlega íhuga hvernig við getum sinnt þessari beiðni ykkar,” sagði Geir. - A.St. STÆKKARI FRAMKALLIÐ OG STÆKKIÐ í LIT MEÐ BESELER 67CP Höfum fengiö mikiö úrval af stækkunar- og framköllunarvörum frá Beseler: • Bese/er 67 CP stækkarí. • Dicro 67 /ithaus. • PM1L Analyser. • FramköUunartankar. • Rafdríf fyrir framköiiunartanka. • Litfilterar fyrir stækkara. • Beseler color calculator. • Beseler framköllunarefni, bæði fyrir negativar og pósitivar fiimur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.