Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981. 12 írjálsí, úhád dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjöHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes Roykdal. Iþróttir. Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjarrfcason, Atli Rúnar Holldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefáns^óttir, EKn Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Guhnlaugur A. Jónsson, Ing.i Huld Hákonardóttir, Krjétjén Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Lfósmyndir: Bjamleifur BjarnleHsson, Einor Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Porrí Sigurösson og Sveinn Þormóðsson. SkrHstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Práinn ÞoríeHsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs- son. DreHingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftedeild, auglýsingar og skrifstofur Pverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Unur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúta 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskríf tarverð á mánuði kr. 70,00. Verð i lausasölu kr. 4,00. Breytum röð orkuvera Að lokinni byggingu orkuvers við Hrauneyjafoss og aukinni vatnsmiðlun á Þjórsársvæðinu eru þrír virkjunar- kostir taldir koma helzt tilgreina, Sult- artangi, Blanda og Fljótsdalur. Enginn þeirra skarar eindregið framúr. Sultartangavirkjun var til skamms tíma talin hafa minnsta möguleika, þótt undirbúningur hennar sé einna lengst á veg kominn. Löstur hennar er, að hún er á sama eldvirka svæðinu og hin orkuver Þjórsársvæðisins. í stjórnarsáttmála er réttilega gert ráð fyrir næstu stórvirkjun utan eldvirkra svæða. Skynsamlegt er að dreifa áhættunni með slíkum hætti, ef það er ekki of dýrt. Þess vegna hefur Blanda einkum verið í sviðsljós- inu. Sá hængur er þó á Blöndu, að formaður þingflokks framsóknarmanna hefur krafizt aukinnar stíflugerðar, sem gerir orkuverið mun dýrari kost en Sultartangi og Fljótsdalur. Þessi krafa hefur sett Blöndu í patt. Meðan menn reyna að fá formanninn niður á jörð- ina verður Blanda tæpast virkjuð. Við búum við orku- skort. Og tímahraki fylgir stundum sú freisting að láta undan ósveigjanlegum og hörðum kröfum á elleftu stund. Eðlilegt er, að pattstaða Blöndu leiði sjónir manna að orkuveri í Fljótsdal, sem er utan eldvirkra svæða, alveg eins og Blanda, og er talið geta boðið upp á jafn- ódýra orku og Sultartangi mun gera og Blanda hefði gert. Gallar Fljótsdalsvirkjunar eru tveir. í fyrra lagi er undirbúningur hennar skemmra á veg kominn en hinna tveggja. Þar er því mest óvissan í útreikningum. Henni þarf að eyða með frekari rannsóknum, sem kosta tíma. í síðara lagi tekur meiri tíma að reisa orkuver í Fljótsdal en við Sultartanga. Þessir tveir annmarkar valda því, að orkuver í Fljótsdal getur ekki tekið til starfa fyrr en 1987, meðan Sultartangi gæti byrjað 1985. Orkuráðherra telur, að ný orka Hrauneyjafoss og vatnsmiðlun á Þjórsársvæði muni duga þjóðinni ekki aðeins til 1987, heldur allar götur til 1989. Gerir hann þá ráð fyrir, að orkufrekur iðnaður verði ekki byggður upp á tímabilinu. Auðvitað eru deildar meiningar um orkufrekan iðn- að. Hitt er jafn augljóst, að heppilegra er að geta átt kost á orkufrekum iðnaði en eiga þess ekki kost. Örari virkjanir færa þjóðinni frjálst val um orkufrekan iðn- að. Ef Hjörleifur Guttormsson getur knúið fram virkjun í Fljótsdal í þessum áfanga, hefur hann tekið fyrir þjóðina ákvörðun í stóriðjumálum, sem henni kann að vera á móti skapi. Og til slíks á hann ekki að hafa vald. Umtalsverður hluti þjóðarinnar hefur sætt orku- skorti á þessum vetri. Og meirihluti hennar telur óhætt að auka fjölbreytni efnahagslífsins með nýjum tegund- um orkufreks iðnaðar. Þess vegna þurfum við að virkja ört. Bezti kostur okkar er að hefja virkjun við Sultar- tanga og ljúka undirbúningi virkjunar í Fljótsdal. Þá fáum við rafmagn frá Sultartanga 1985, úr Fljótsdal 1988 og frá Blöndu skömmu síðar, ef um hana semst. Við erum þar með ekki að velja milli virkjana, heldur breyta röð þeirra lítillega vegna óþægilegrar uppákomu í Blöndumálinu. Við fáum orkuver utan eldvirkra svæða og útrýmum um leið orkuskorti í þessu vatnsorkulandi. .„i.I-iAiA • tmklii l»te' l’i........ . |,.i aft lltTirc'fti '»m' i( II„H,h.lUly,r» lta,hUftMns ly i »'"n' - . .., h|iiii.m Hln-n . I. cvihIu' IvUw.hI. h|.-.».n> cn ....... r'.'hsnun 1979. ... +** („imiiaAi IslKnnJ. h|Oi. ' js .l liunJiaA' J'H*',I!,, "l' huiHl.uft. i*kscA".r ",,k Mrlúiur I9K0 l*a 'i>'u ',|I1'„„U4.V n.c« hiOtnun.. tum • i„s ilall. hann cr nu íisssía-ííif-.'i 4*- , »: rlu 0ak.scAn.r "I1 ■i “"í" ‘rt.i hundr»0.“'>ac> , hsc fá't „„„„ •» ír'hím ^ Koour úti é landi réðaúr.litum ^ ,a Cityvileíur munur ^ ^ ^ bjórmálsins efnr t> • |,vi hvori t*ftaáa'U cfta^"'Æisaá ,1W" u 1«:,” E, '""""'“'j"'” sírtí' botcatssícftinu _ ' - , lanJ'- ,o S» « "W ‘ sliium. Meftal Þ**' meitrWuli á mOn hí1'1 nunl , — en mjótt mununum l þessar: 26« eöa fylgjandi bjömum... . 290 eða ................... 26 eöa .................... 18 oöa 3% VUi.akkl.v.m.. —; — sgm tóku af Fylgiend'....02% Andvigu .... __________ Umm*litó«ksíKömuninni: ^ „Tveggja ara fyitirr „ef kynn/i hirwnum maftut o» er ands'K'" v crfill ct aft unigany.isi h.,n... ^ ^ ^ate^mótfaHmn stvh. 3 b>í" mund. s.órauka d'skkiusWar. ' jcr.nn fyr.t'48*'" k°"'‘/ ' land. eyjira. » í í1 nu ck 1 ui'Jw , *um vjilfan n.'k-. s'11 c ' . . jis,. aft riverN.lof'. 'a*,',k' ' .Sf cr alR)6t»e*a m.rllall"*'* h"-'" „m ll.no V'»' "' í'' iu, krakkarnir byt)uftu lyn aft „.i kar> » NorfturU.'J. 'c s: sr. lega a móii."»«ft* 1,3,1 *wRe>k’*n >?kurss*ft.nu, ..baftcr nögh.enmsm rúknefin^' „í Rikinu" scrftuV'a'.V.'n. scU." scil.i>»ahusuin eu e scr/lunun*. s.kurssarftinu. m Nrft ..»•■*•' ,,u,nd.,. Mcrkra drykk,a. ReskjasikutssKft.nl „Það á að selja bjórínn í kössum í ríkinu” —sagði karl á Reykjavíkursvæðinu og kari hefur mikið til sínsmáls Ekki er hægt að segja að úrslit i nýjustu bjórkönnun Dagblaðsins (sjá DB 5. febr. 1981) hafi komið á óvart. Bjórinn var undir. 48,3% voru and- víg því að leyfð yrði sala á áfengu öli hér á landi, 44,3% fylgjandi og af- gangurinn tók ekki afstöðu. í sjálfu sér er svipað með þessa niðurstöðu út af fyrir sig eins og ann- an leik með tölur, að hún segir ekki nema part af sögunni. Til dæmis má gera ráð fyrir, að talsverður hluti 48,3 prósentanna sé fólk sem er and- vígt sölu (og meðferð) á áfengi yfir- leitt, hvort sem það heitir bjór eða eitthvað annað. Ummæli fólks um bjórinn í sambandi við könnunina styðja þetta. ,,Ég er á móti öllu áfengi,” segir kona á Norðurlandi, og fleiri eru við svipað heygarðshorn. Bjórmálið ber því að skoða í víðu samhengi, ekki aðeins sem bjór út af fyrir sig. Ekki viðbót heldur betri kostur Ævinlega hefur staðið upp úr í öll- um umræðum um bjór, að íslend- ingar gera ráð fyrir að bjór yrði seldur hvarvetna eins og kók eða trópíkana. Þetta er náttúrlega megin- Kjallarinn SigurðurHreiðar Hreiðarsson leggja hann eins og létt vin og hann á eingöngu að vera fáanlegur i áfengis- verslunum, á börum og veitingahús- um. Þannig yrði hann ekki viðbót við áfengismagnið heldur nýr og betri kostur, þegar valið stendur um hvað £ „Þáö er mikil spurning, hvort það hefur mannbætandi áhrif eöa æskileg uppeldis- áhrif að þurfa að vera að pukrast með þennan milda og heilsusamlega drykk umfram aðra drykki.” vitleysan í öilu þessu máli. Við eigum einmitt að hagnýta okkur reynsluna annars staðar frá og umgangast bjór eins og áfengi. Hann á að vera til og hann á að selja nákvæmlega eins og allt annað áfengi. Það á að verð- á að drekka. „Það áað selja bjórinn í kössum í rikinu,” sagði kari á höfuð- borgarsvæðinu, og karl hefur mikið til sins máls. Allt of margir loka augunum fyrir því, að bjór er fáanlegur á íslandi. Hver sá sem í alvöru vill bera sig eftir bjór, hann fær bjór. Það er mikil spurning, hvort það hefur mannbæt- andi áhrif eða æskileg uppeldisáhrif að þurfa að vera að pukrast með þennan milda og heilsusamlega drykk umfram aðra drykki. Bjórvinir biðja ekki um forréttindi Það hefur ekki verið áberandi hingað til, að þeir sem sækjast eftir því að verða alkóhólistar gerðu sér títt um drykki með lágu áfengisinni- haldi. Það er því heldur ekki ástæða til að ætla, að þeir sem sækjast eftir áfengi til að verða fullir af því myndu sækjast eftir bjór, ef við meðhöndl- um hann verslunarlega eins og annað áfengi. Við sem viljum bjórinn erum ekki að biðja um forréttindi umfram aðra áfengiskaupendur, heldur erum við aðeins að biðja um það áfengi, sem okkur langar að fá að kaupa og neyta og erum tilbúin að sæta við það sömu afarkostum og aðrir áfengis- kaupendur. Hefur bjórleysið reynst til bóta? Það eina, sem við biðjum um er að fá að kaupa hann eins og annað á- fengi. Við teljum okkur hentara að drekka 2—3 bjóra eitt kvöld á skemmtistað heldur en tvö til þrjú glös af rótsterkri vínblöndu. Við teljum, að yfirbragðið á skemmti- stöðunum væri betra, ef fleiri gerðu það. Oft er vísað til reynslu erlendis, þegar mælt er móti bjór; við getum allt eins vísað til reynslu erlendis, þegar við fullyrðum, að þar kunni líka margir að umgangast bjórinn. Eða sanna dæmin af íslandi, að þar sé drykkjumenning betri en ann- ars staðar eða hlutfallslega minni alkóhólismi, af því við höfum ekki bjór? Sigurður Hreiðar Hreiðarsson ritstjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.