Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 28
Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar: Sjúkratryggingagjald fellt niður að hluta hækkun tekjutryggingar Ríkisstjórnin ákvaö í gær að skattaívilnanir til handa lág- og miðlungstekjufólki verði í því formi að sjúkratryggingagjald falli niðurað hluta. Sá hluti tekjuskatts, sem fólginn er I 1,5% sjúkratryggingagjaldi verður felldur niður á íægri tekjum en 6,5 milljón gkr. Sjúkratrygginga- gjald verður algerlega afnumið á tekjum upp að 6,75 milljónum gkr. Breytingin er talin kosta ríkissjóð 10 milljónir gkr., eins og DB skýrði frá í gær. Veldur þetta 1,5—1,8% skattalækkunum á tekjum frá 4 i 10 milljónir. Eins. og DB hefur skýrt frá eru þessar aðgerðir valdar eftir viðræður við ASÍ-menn. Vextir lækka yfirleitt um 1—2 prósentustig 1. marz, samkvæmt á- kvörðun ríkisstjórnarinnar í gær. Tómas Árnason viðskipta- ráöherra sagði í viðtali við DB í morgun að ríkisstjórnin mundi Auk þess ákvað rikisstjórnin sér- staka 8% hækkun á tekjutryggingu elli- og örorkulífeyris. Hækkunin verður 8% 1. marz til viðbótar standa við fyrirheitið sem hún gaf um áramótin og lækka vexti. Tómas taldi þetta vera lið í lækkun verðbólgunnar. „Þetta erað mínum dómi einn af þeim þáttum, sem þarf að taka á,” sagði Tómas. almennri hækkun, sem þá verður. Heimilisuppbót hækkar einnig um 8%. „Þetta hefur verið gert með sam- komulagi við Seðlabankann,” sagði ráðherrann og kvað málið hafa verið útrætt á fundi ríkisstjórnarinnar í' gær. -HH. -HH. 1-2 prósent vaxtalækkun 1. marz Akureyri: Fóstrurnar náðu kröfum sfnum fram Seðlabankinn: f gæzlu vegna hvarfs verðmætra skjala Togarakaupin til Þórshafnar og Raufarhafnar áttu að koma til um- ræðu á fundi ríkisstjórnarinnar I gær. Svo varð þó ekki þvi fundartím- inn fór í önnur mál og varð að fresta ákvörðunartöku i togarakaupamál- inu. Hvenær málið kemst á dagskrá er óvist, en ríkisstjórnarfundur er á morgun. Búizt er við að rikisstjórn- in „staðfesti fyrri ákvarðanir í mál- inu” og ítreki þannig að togarinn skuli koma til jslands hvað sem hver segir. -A.Sl. Játaði fimm innbrot Fóstrur á Akureyri sömdu við bæj- aryfirvöld á fundi sem hófst kl. 21 í gær og stóð til kl. 4 í nótt. Þær höfðu sem kunnugt er hætt störfum á dag- vistum bæjarins en mættu á ný um hádegisbil í dag. Foreldrar og börn á Akureyri geta þvl tekið gleði sína á ný. Samningarnir eru þess efnis að byrjunarlaun fóstra eru samkvæmt 12. launaflokki, eftir eins árs starf eru laun samkvæmt 13. launaflokki og eftir 6 ára starf samkvæmt 14. flokki. í rauninni er þó 12. flokkur- inn nafnið eitt, þar sem nám í Fóstur- skólanum er metið sem eins árs starf og fóstrur sem kotna til starfa úr skólanum farabeint í 13. flokk. Bæj- aryfirvöldum þótti ekki fært að semja við fóstrurnar nema að láta samninginn líta þannig út. -ARH. Starfsmaður Seðlabankans var úr- skurðaður í gæzluvarðhald síðast- liðinn mánudag vegna gruns um aðild að hvarfi verðmætra skjala úr skjala- safni bankans. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, vann meðal annars að vörzlu safnsins. Þegar víst þótti að allmikið verðmæti úr skjalasafninu hefði horfið úr venjulegum geymslustað vaknaði grunur um að áðurnefndur starfsmaður væri við hvarfið riðinn. Rannsakað er hvað kunni að hafa horfið úr áðurnefndu safni og hafa yfirheyrslur yfir hinum grunaða starfsmanni staðið nær stöðugt frá því hann var handtekinn um helgina. Rannsókninni er ekki lokið og hvorki bankastjórar Seðlabankans né Þórir Oddsson, vararannsóknarlög- reglustjóri ríkisins, sem hefur rannsóknina með höndum, hafa talið unnt að skýra nánar frá málinu. -BS. Ákvörðun frestað ítogara- kaupmálinu íKópavogi Innbrotsþjófar voru á ferð í Kópa- vogi í fyrrinótt og var frá því skýrt í blaðinu i gær að farið hefði verið inn i fjögur fyrirtæki og m.a. stolið bif- reið á einum staðnum. Í gær hafði Kópavogslögreglan hendur í hári ungs manns, sem nú hefur viðurkennt innbrot á fimm stöðum i fyrrinótt. Maöurinn er vel kunnur lögreglunni vegna fyrri brota. -A.Sl. Enn heldur hann áfram að snjóa. Miklar umferðartrujlanir urðu I Reykjavik og nágrenni I moryun eftir talsverða snjókomu I nótt. Urðu þvl ýmsir seinir til vinnu. Strákurinn á myndinni lœtur ekki snjóinn á sigfá — hann leikur sér ifótholta þeyar hann helzt langar til. DB-mynd: Einar Ólason. frfálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGHR 25. FEB. 1981. Dönsku blöðin um heimsókn Vigdísar: Sambúð Dan- merkur og íslands aldrei betri — og því sé Vigdís sér- stakur auf úsugestur Fró Eirlki Jónssyni, fróttamanni DB í Kaupmannahöfn: Dönsku blöðin fjalla í dag um opin- bera heimsókn Vigdísar Finnbogadótt- ur forseta íslands til Danmerkur sem hófst í morgun. Politiken fjallar um heimsóknina i forystugrein og er Vigdís þar boðin hjartanlega velkomin til Danmerkur — íslenzkir forsetar séu alltaf aufúsugestir þar í landi. Segir blaðið að heimsóknin sé til þess ætluð að vekja athygli á landi og þjóð gestsins en hún gæti einnig orðið góð lyftistöng fyrir íslenzkan útflutningsiðnað. Blaðið fer nokkrum orðum um nor- samvinnu og segir það skipta miklu máli, að stjórnmálamenn og leið- togar á Norðurlöndum þekkist inn- byrðis. Það skipti Dani ekki sízt máli nú, þegar útlit sé fyrir erfiða tima hjá þeim vegna fiskveiðideilna við Græn- land. Danir megi vafalaust eiga von á góðum stuðningi frá íslendingum verði eftir slikum stuðningi leitað. Politiken fjallar síðan um iðnvæð- ingu á íslandi, sem sé skammt á veg komin því ísland hafi til þessa einkum verið fiskveiði- og landbúnaðarland. Nú sé hins vegar vitað, að iðnvætt gæti ísland alið 330 þúsund manns í stað 220 þúsund nú. Hins vegar sé útlit fyrir að iðnvæðingin taki lengri tíma en ella vegna sjómanna- og bændahugsunar- háttarins, sem sé einkenni íslenzks þjóðfélags. Það gæti hins vegar veitt ís- lendingum svigrúm til að læra af mis- tökum annarra þjóða, sem þegar hafi iðnvæðzt. í Berlingske Tidende skrifar Bodil Begtrup, fyrsti sendiherra Dana á íslandi, kjallaragrein og rekur þar sögu samskipta Dana og íslendinga langt aftur í aldir. Kemst hún að þeirri niður- stöðu, að sambúð ríkjanna hafi aldrei verið betri en nú og því sé Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands sérlega vel- komin til Danmerkur. Islendingurinn íHöfn: Rúmlega mánaðar- fangelsi íviðbót i i \ i i i i i i i i i i i Mál íslendingsins, sem setið hefur I fangelsi í Kaupmannahöfn, var tekið fyrir í gær. í morgun náðist ekki í sr. Jóhann Hliðar sendiráðsprest, sem var túikur í réttinum og hefur fylgzt með málinu, en samkvæmt heimiidum DB í morgun fékk maðurinn 40 daga fang- elsisvist til viðbótar, en von er til þess að fangelsisvistin verði stytt i 30 daga. Sr. Jóhann Hliðar var í- morgun á Kastrupflugvelli að taka á móti forseta íslands, eins og flestir i íslenzka sendiráðinu. Svo sem DB greindi frá í gær, hefur ungur sjómaður setið rúman mánuð fangelsi í. Kaupmannahöfn, eftir að hann henti flösku fandlirlögregluþjóns á veitingahúsi í borginni. I i 1 i i é -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.