Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981.
5
Dalvík:
Aðalvélin í togaranum
Björgvin dæmd ónýt
Aðalvél togarans Björgvins frá
Dalvík er ónýt og ljóst að hann
verður frá veiðum í að minnsta kosti
hálfan fjórða mánuð. DB sagði frá
biluninni í Björgvin fyrr í þessum
mánuði, en togarinn var dreginn til
hafnar af öðrum togara Útgerðar-
félags Ðalvíkinga, Björgúlfi.
Valdimar Bragason bæjarstjóri á
Dalvík sagði i gær að búið væri að
panta nýjaaðalvélfrá Wickmanverk-
smiðjunum. Reiknað er með að hún
verði sett í Björgvin hérlendis. Vél og
ísetning kostar allt að þremur
milljónum króna eða þrjú hundruð
milljónum gkróna.
„Það lafir í að frystihúsið gangi á
því hráefni sem berst,” sagði Valdi-
mar aðspurður um afleiðingar þess
að hafa ekki Björgvin fram til vors.
Vonazt er til að engu fólki sem vinnur
við fiskvinnslu verði sagt upp
störfum, en átta hásetum af Björgvin
var sagt upp. Þeir eru komnir í vinnu
annars staðar.
-ARH.
Vetrarmorgunn á Akureyri. DB-mynd G.Sv., Akureyri.
Húseigendur andæfa
verðstöðvunarlögum
„Vegna margra, flókinna, óljósra
og stundum umdeilanlegra laga-
setninga, sem varða húseigendur í
samskiptum við hin ýmsu stig stjórn-
valda hafa margir húseigendur notað
sér ráðgjafaþjónustu Húseigenda-
félagsins,” sagði Sigurður Helgi
Guðjónsson, framkvæmdastjóri og
lögfræðingur samtakanna í viðtali
við DB.
„Þegar með eru taldir þeir húseig-
endur, sem leitað hafa þjónustu
vegna samskipta við leigutaka, lætur
nærri að 500 húseigendur hafi leitað
til félagsins á síðastliðnu ári,” sagði
Sigurður.
Meðal annars vegna verðstöðv-
unaraðgerða stjórnvalda, hef-
ur Húseigendafélagið nú vakið at-
athygli á því, að samkvæmt 4. mgr.,
8. gr. laga nr. 93/1974 um aðstoð til
vatnsveitna, samanber 1. mgr. 42. gr.
laga nr. 44/1977 um húsaleigu-
samninga, er heimilt að bæta
álögðum vatnsskatti hins leigða
húsnæðis við leiguna, þótt hún hafi
áðurverið ákveðin.
,,Mér er óhætt að fullyrða að
þetta heimildarákvæði hefur afar
-þóttí
smáusé
lítið eða alls ekki verið notað eins og
lögin gera þó ráð fyrir,” sagði
Sigurður, ,,og ég vil ekki alveg neita
því að notkun þess áf hálfu húseig-
enda, má skoða sem smávægilegt
andóf gegn verðstöðvunaraðgerðum,
sem afar oft koma harðast niður á
þeim sem sízt skyldi.”
-BS.
Höfn í Hornafirði:
Vantar
stundir
í sólar-
hringinn
— svo allir komist
að í nýju
glæsilegu
íþróttahúsi
Hornfirðingum þykir nú sem ckk-
ert vanti nema fleiri klukkustundir i
sólarhringinn til að lífið sé
fullkomnað — að minnsta kosti í-
þróttalífið. Það sem kætir Hafnar-
búa svo mjög nú er að nýtt og
glæsiiegt iþróttahús hefur verið tekið
i notkun á Höfn og komast þar færri
að til iþróttaiðkana en vilja.
Aðstaða til 'iþróttaiðkana
innanhúss á Höfn hefur um nokkurt
skeið verið engin, eöa ekki síðan hætt
var að nota litla leikfimisalinn í
gamla barnaskólanum. Um tíma var
reynt að nota samkomusalinn i
Sindrabæ, en það þótti að vonum
gefast misjafnlega.
Skólarnir hafa að sjálfsögðu lagt
nýja íþróttahúsið undir sig að
verulegu leyti, en einnig er þar nú
stundað frúaleikfimi, badminton,
tennis, handbolti og fleiri iþróttir.
Íþróttahúsið er byggt við gagnfræða-
skóiann á Höfn, en hefur ekki verið
vígt ennþá, enda er enn eftir að vinna
við ýmislegt smávegis.
Við erum alsæl með þetta hér á
Höfn, enda verður eitthvað að gera I
fiskileysinu. Sjaldan hefur gefið á sjó
frá áramótuni, og fer atvinnuástand
að verða ótryggt úr þessu, ef ekki
rætist úr. Á land eru nú komin sam-
tals tæp 1150 tonn úr 239 róðrum, en
voru á sama tíma i fyrra nær 2100
tonn úr 369 róðrum. Bátafjöldinn er
svipaður, 17—18 bátar. Hvanney er
hæstur bátanna með 139 tonn úr 25
róðrum.
Hornfirðingar sluppu alveg við
óveðrið sem geisaði viða í síðustu
viku. Gerði nokkurn strekking
snemma að kvöldi mánudagsins 18.,
en ekki meira en oft áður. Skemmdir
urðu þvi engar af völdum veðursins.
-Júlía, Höfn.
Vilja afnema
ríkisábyrgð til
togarakaupa
Lagt hefur verið fram á Alþingi
frumvarp til laga um afnám laga nr.
28, 1972 um heimild fyrir rikis-
stjórnina að veita sjálfskuldarábyrgð
á tánum til kaupa á togurum.
Flutningsmenn eru Alþýðufiokks-
mennirnir Kjartan Jóhannsson,
Eiður Guðnason og Karl Steinar
Guðnason.
í greinargerð segir að aðstæður
séu gerbreyttar frá þvi að lögin um
heimild ríkissjóðs til rikisábyrgðar
voru sett. Tilgangur þeirra þá var að
örva togarakaup.
,,í þeim einstöku tilvikum, sem nú
þætti koma til greina að veita rikisá-
byrgð vegna togarakaupa, er eðlilegt,
að það komi til afgreiðslu Alþingis,”
segja tillögumenn og því sé rétt að
nema heimild irnar úr gildi.
-A.Sl.
RÍKISSKIP Sími:28822
BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK:
VESTFIRÐIR: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag
NORÐURLAND: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag
NORÐ- AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eða föstudaga
AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: Alla fimmtudaga
Biðjið um áætlun