Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 2
Atkvæða- greiðsla fari f ram bjórinn Gufljón Bogason skrifar: Ég er sammála hverju orði sem Einar Sigurðsson skrifar i DB þann 18. febrúar sl. Það er vitað mál að þúsundir íslendinga eru fylgjandi bjórnum. Mig langar til að víkja að þætti alþingis i þessu máii, hvernig stendur á því að þar nær ekki fram að ganga atkvæðagreiðsla um frumvarp eins og bjórfrumvarpið. Er það svo tímafrekt að greiða at- kvæði um hvort leyfa á bjórinn eða ekki. Andvígir segðu bara nei, fylgj- andijá. Fyrst bjórinn er bannaður á það engan rétt á sér að hér sé samt fram- leiddur Polar Beer sem er aöeins ætl- aðurtil útflutnings. Verði bjórinn leyfður er ég á móti þvi að hann verði seldur í almennum búðum, það er nóg aö selja hann i áfengisverzlunum og á vínveitinga- stöðum. Sumar víntegundir fást ekki alltaf í ríkinu, seljast upp eins og gengur, bjórinn yröi bara eins og venjuieg léttvínstegund, hann myndi ekki auka áfengismagnið i landinu mikiö. Aö lokum. Þingmenn, greiðið at- kvæði um bjórinn í eitt skipti fyrir öll. Hvað þurfa margir að fara fram á það við ykkur? Polar Beer sem er framleiddur hér á landl. Raddir lesenda DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981. Bréfritari telur að ihaldið muni launa Ölafi Jóhannessyni frammistöðu hans i flugskýlamálinu með þvi að gera hann að heiðursfélaga f flokksbroti Geirs Hallgrímssonar. —Ólafur Jóhannesson verði heiðursfélagi fflokksbroti Geirs Hallgrímssonar 4969—6299 skrifar: Fyrirhuguð bygging á sprengju- heldum flugskýlum á vegum hersins á Miðnesheiði hefur valdið talsverðu fjaðrafoki. f vikunni sem leið var rætt um mál þetta i fréttatíma út- varpsins þar sem fjórir pólitík usar sátu fyrir svörum, þ.á m. Ólafur ut- anríkisráðherra og Karl Steinar krati. Ólafur kvað það ekkert skrítið þó „varnarliðið” vildi ekki hafa flug- vélar sínar úti I óveðrum, en gaf hins vegar ekki á því neina skýringu hvers vegna skýlin þyrftu að vera sprengju- heldríf Ólafur og vinir hans westra spá slíkum ofsaveðrum í framtíðinni að ekki dugi gegn þeim annað en sprengjuheld flugskýli þá þyrftu vís- ast fleiri byggingar hér á landi að vera sprengjuheldar. Kratinn hafði það helzt til málanna að leggja að hann vonaði til Guðs að Ólafur léti ekki turnast i þessu þjóð- þrifamáli þó villutrúarmenn sæktu fast að honum og vildu skýlishug- myndina feiga. í kosningabaráttunni 1978gumuðu kratar mjög af því að þeir væru nýir menn I nýjum flokki, með nýja stefnu og nýjar hugmyndir, o.s.frv. Þeir hafa vafalaust ekki verið margir kjósendurnir 1978, sem bauð I grun að í þessum nýjungum kratanna fæl- ust áætlanir um fyrirbænir og sízt af öllu að krafar færu að taka upp á því að biðja fyrir Ólafi Jóhannessyni. En sem sagt. Fyrsti liður hinnar nýju stefnu hefur séð dagsins ljós, og var sannarlega mál til komið. Það verður gaman að heyra þegar Vilmundur Gylfason fer að biðja fyrir Ólafi vini sínum. Vonandi er Ólafur það vel sprengjuheldur I þjónustunni við hernaðarpótintáta vestanhafs að honum verði ekki bumbult af fyrir- bænum kratanna. Ekki liggur ljóst fyrir ennþá með hvaða hætti íhaldsmenn ætla að styðja við bakið á Ólafi í flugskýla- málinu. Trúlega þykir þeim lítt frum- legt að feta í bænaslóð kratanna og er þetta svo sem ekki í fyrsta sinn sem kratar stela senunni frá íhaldinu. Talið er líklegast að íhaldið fari þá leið að gera Ólaf að heiðursfélaga í flokksbroti Geirs Hallgrímssonar og væri Ólafur vel að þeirri umbun kominn, og það þó fyrr hefði verið. FRÆBBBLARNIR —valda ekki eymaskemmdum Garri skrifar: Alfreö S. Böðvarsson skrifaði i DB þann 18. febrúar sl. og gagnrýndi Skonrokkið harðlega. Ég er honum sammála á sumum sviðum, en ekki öllunt Hvað kallar Alfreð nýbylgju I lægsta klassa? Varla trúi ég því að hann sé að meina Madness eða B.A. Robertsson. Við skulum vona ekki, en ef svo er þætti mér fróðlegt að vita hvað hánn kallar nýbylgju í hæsta klassa. Ég er sammála honum um þunga- rokkara á borð við lron Maiden, þeir eiga ekkert heima í þætti á borð við Skonrokk. En hver veit nema einhver ,,fíli” þá. Það er andskoti súrt að Skonrokk skuli ganga ár eftir ár án þess að þar komi fram íslenzkar hljómsveitir. Alfreð segir að Fræbbblarnir séu svo undirfurðulega ömurlegir að þeir ættu ekki einu sinni að fá bilskúr undir þessar eyrnaskemmdir. Ég vil bara segja þér, Álfreð, að ef Fræbbblarnir valda þér eyrna- skemmdum þá skalt þú bara ekkert vera að hlusta á þá, þeim er örugg- lega alveg sama. Garri er einn af aðdáendum Fræbbblanna. Bréfritari vill sjá aftur jassþátt með triói Guðmundar Ingólfssonar sem sýndur var 10. ágúst sl. Sjónvarp: Endursýnið jassþátt — með tríói Guðmundar Ingólfssonar Jassisti hringdi: Mig langar til að biðja DB að koma á framfæri fyrir mig ósk þess efnis að sjónvarpið sýni aftur Jass- þátt Guðmundar Ingólfssonar sem sýndur var 10. ágústsl. Þetta var alveg frábær þáttur og var hann jasstónlist og sérstaklega ís- lenzkri j asstónlist til sóma. Sérstakur gestur þáttarins var Árni Scheving vibrafónleikari og var hann ásamt tríói Guðmundar Ing- ólfssonar alveg frábær. Vinsamlegast endursýnið þennan þátt sem fyrst.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.