Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981. 27 D Útvarp Sjónvarp ■ ■ • • ■ ÍSLAND-FRAKKLAND - útvarp kl. 20,15: Leikurinn sem ræður úrslitum —um möguleika íslands á að komast íA-keppnina Fjórða lýsing Hermanns Gunnars- sonar frá B-heimsmeistarakeppninni Frakklandi verður í kvöld. Að þessu sinni eru Frakkar andstæðingar is- lenzka liðsins. Leikur fslands og Frakklands er mjög þýðingarmikill fyrir báðar þjóðirnar. B-keppnin fer fram í tveim riðlum og komast tvö efstu í hvorum í A-keppnina. Liðin í þriðja sæti í hvorum riðli keppa siðan innbyrðis um fimmta sætið en fimm efstu liðin í B-keppninni færast upp í A-keppn- ina. í henni leika 12 beztu handknatt- leiksþjóðir heims. Hermann Gunnarsson er ekki ókunn- ur handknattleik. Hann á að baki fjölda landsleikja, ekki aðeins i hand- knattleik heldur einnig i knattspyrnu. Fyrir keppnina var því almennt spáð að Pólverjar og Svíar yrðu í 1.— 2. sæti í riðlinum sem tsland er í, en Frakkar og fslendingar myndu berj- ast um þriðja sætið og þar með rétt- inn til að leika um fimmta sætið. Frakkar standa að því leyti betur að vígi að þeir eru á heimavelli. En ís- lenzka liðið hefur hingað til verið talið betra en það franska og spurningin er því sú hvort heimavöll- urinn nái að brúa það bil sem ,er á milli getu liðanna. Leikurinn fer fram í borginni Bes- ancon sem er rétt við landamæri Sviss, í um 100 km fjarlægð frá Genf. -KMU. Gegn samábyrgð flokkanna AÐ BYGGJA SIG UPP TIL ÞÁTTTÖKU í ÞJÓLÍFINU Á NÝ Á þessu ári, alþjóðaári fatlaðra, verða í útvarpinu fluttir nokkrir þættir um málefni sem snerta fatl- aða. f kvöld verður einn þeirra, fjallar hann um endurhæfingu. Guðni Þorsteinsson, yfirlæknir á endurhæfingardeild Landspítalans, stjórnar umræðuþætti um það mál. Hann og Haukur Þórðarson, yfir- læknir á Reykjalundi, munu spjalla um fötlun, aðallega hreyfifötlun frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Tveir hreyfifatlaðir verða einnig þátttak- endur, þau Elsa Stefánsdóttir og Jón Sigurðsson. Rætt verður um ferilinn frá því fólk fatlast, endurhæfmguna og endurkomuna út í þjóðfélagið. Elsa Stefánsdóttir hefur gengið þessa braut og að sögn Guðna Þorsteins- sonar hefur hún mikið starfað að málefnum hreyfihamlaðra. Jón Sig- urðsson er staddur á þessari braut og er að komast inn í mannlífið á ný. Hann þekkir því af reynslu til þessara -KMU. Guðni Þorsteinsson yfirlæknir, stjórnandi umræðuþáttarins. DB-mynd: Þorri. ENDURHÆF1NG FATLAÐRA - útvarp kl.22,40: Metsölurithöfundurinn Harold Robbins. FRAMADRAUMAR —sjónvarpkl. 21,05: ST0FNA EIGIN KVIKMYNDAGERD —segia þar með einokunarhring stríðáhendur Fyrri hluti bandarískrar sjónvarps- myndar, Framadraumar (The Dream Merchants) sem byggð er á skáldsögu eftir Harold Robbins verður sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Sagan hefst í Bandarikjunum skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld. Peter Kessler, þýzkur innflytjandi, sýnir kvikmyndir í eigin kvikmynda- húsi en ágóðinn af því er ekki meiri en svo að hann hefur rétt oní sig og á. Hann er háður einokunarhring sem ræður öllu i kvikmyndaiðnaðinum. Johnny, ungur munaðarleysingi, rekst inn á sýningu hjá Kessler. Johnny er stórhuga og með honum og Kessler t^kst samvinna. Johnny fær þá hugmynd að selja sælgæti í kvikmyndahúsinu og er það i fyrsta sinn sem slikt er gert í kvikmynda- húsi. En Johnny stefnir hærra. Hann kannar möguleika á eigin kvik- myndagerð og tekst að fá Kessler til að selja kvikmyndahúsið og flytja til New York. Þar setja þeir á stofn kvikmyndaframleiðslu og hefja þar með stríð gegn einokunarhringnum. Höfundurinn, Harold Robbins, er sjálfsagt mörgum kunnur hérlendis en hann er einn mest lesni rithöfund- ur heims í dag. Með aðalhlutverkin í niyndinni fara Mark Harmon, Vincent Gard- enia og Morgan Fairchild. Kristmann Eiðsson er þýðandi myndarinnar. -KMU. VIDEO Video — Tœki—Filmur Leiga — Sala Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480. Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYIMDIR NEMENDALEIKHÚSIÐ Peysufatadagurinn eftirKjartan Ragnarsson. Sýning fimmtudag 26. febr. kl. 20 og sunnudag 1. marz kl. 20. Miðasala opin i Lindarbœ frá kl. 16—19 alla daga, nema laugar- daga. Miðapantanir i sima 21971 á sama tíma. ÚTBOÐ Öryrkjabandalag íslands óskar eftir tilboði í að steypa upp og fullgera að utan nýbygginguna við Hátún 10 í Reykjavík. Byggingin er l hæð og kjallari. Heildargólfflötur 3033m2. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofunni Óðinstorgi, Óðinsgötu 7, gegn kr. 2000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 10. mars kl. 11.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.