Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1981. Hengdir og síðan jarðaðir Félagar vorir á Vísi ætla ekki að gera það endasleppt í máli Þórshafn- artogarans margfræga. Fyrr í vetur komst blaðamaður Vísis að þeirri spaklegu niðurstöðu að ekki væri bætandi á togaraflota landsmanna þar sem hann væri nú þegar bundinn við bryggju 5 mánuði á ári!!! Nú á siðustu dögum hefur allt komizt á suðupunkt vegna þessa máls, og auðvitað er ekki verið að slá af í Vísi. Þar er spurt í fyrirsögn á út- síðu sl. laugardag hvort hengja eigi heimamenn og síðan sagt í texta undir að allt bendi til þess að heimamenn verði jarðaðir! ! ! VerzliðlKEA Verið er að opna nýja verzlun með húsgögn í Hagkaup. Þetta eru hús- gögn frá IKEA. Þegar Hagkaup fer að auglýsa upp þessa nýju verzlun gæti auglýsingin hljómað dálítið tvírætt eða „Verzlið IKEA, Hag- kaup”. Meira af Hagkaupi Þegar Hagkaup opnaði verzlun sína á Akureyri uppgötvuðu heima- menn skyndilega að vöruverð þurfti ekki nauðsynlega að vera jafnhátt og það hafði verið til þess tíma. Flestar þær vörutegundir, sem Hagkaup verzlaði með, lækkuðu. Áhrif þessa ,má sjá í nýlegri auglýsingu frá verzluninni Cesar á Akureyri. Texti hennar er á þessa leið: Athugið. Gerið hagkaupin hjá okkur. Það er ykkar hagur. Hugðist klœða þakið upp á nýtt Sögum úr óveðrinu á dögunum linnir ekki (reyndar mætti ætla að aðeins eitt óveður hafi komið á íslandi frá upphafi byggðar). Manni nokkrum i raðhúsi í Breiðholtinu varð litið út um glugga hjá sér á mánudagskvöldið sæla. Sá hann þá skæðadrífu af bárujárnsplötum fljúga fram hjá glugga sínum og komuþærofan að. Maðurinn, sem er framkvæmda- samur með afbrigðum, hugsaði með sér að ekkert þýddi að reyna að komast upp á þak á húsi sinu til að bjarga þeim plötum sem eftir væru. Hann var þvi snemma á ferðinni dag- inn eftir, fór í bæinn og keypti nægilega mikið af plötum til að klæða þakið upp á nýtt. Síðan fékk hann kunningja sinn til að hjálpa sér viðaðnegla þærá. En þegar þeir komu upp á þak kom í ljós að þar var allt í sómanum. Enginn einasta þakplata hafði svo mikið sem losnað. Aftur á móti var á- standið hjá nágrannanum, sem er sjómaður, ekki sem bezt. Þaðan voru flestar plötur foknar. Félagarnir tveir drifu sig þess vegna bara upp á næsta þak með járnplöturnar góðu og löguðu þak sjómannsins. fleira, FOLK ÁSGEIR TÓMASSON Grétar fékk tvo bikara, medalíur og flugu —fyrir 26 punda lax úr Soginu Gritar Ólafsson með bikarana, verðlaunapeningana og flugu þá sem Gull og silfur veitti honum. Verðlaunahafarnir sex sem voru heiðraðir á árshátlð Stanga veiðifélags Reykja- vlkur. Einn bikar var ekki afhentur, Grlmsárflugubikarinn, þar eð sá sem hann átti að fá lét ekki sjá sig. Árshátið Stangaveiðifélagsins tókst með ágætum. Súlnasalur Hótel Sögu var þétt setinn fólki og var margtskrafaðog skeggrætt. Að sjálf- sögðu flugu veiðisögurnar manna á meðal. Heiðurgestir á hátíðinni voru Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra, Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagns- veitustjóri, Víglundur Möller ritstjóri Veiðimannsins, Þór Guðjónsson veiðimálastjóri, Sigurjón Péturssön forstjóri borgarstjórnar og Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri. Ekki einsdæmi Margir munu eflaust velta þvi fyrir sér hvort það sé ekki einsdæmi að einn og sami maðurinn hljóti jafn- mörg verðlaun og Grétar Ölafsson. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur þetta gerzt áður í sögu Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. En afrekið er merkilegt eigi að síður. -GB/-ÁT- Diabolus In Musica. Upphaflega áttu þau að fá plötuna Lifið I litum (þjóðsaga) I hendur I október. Nú er búið að veiða þœr heilu úr sápulegi og útgáfudagurinn á- kveðinn. Plata Diabolusln Musica að koma út eftir miklar tafir Tuttugu og sex punda lax úr Soginu var sannkallaður happa- dráttur fyrir Grétar Ólafsson stanga- veiðimann. Á árshátíð Stangaveiði- félags Reykjavíkur síðastliðið föstu- dagskvöld tók Grétar við tveimur bikurum, tveimur verðlauna- peningum og dýrmætri flugu fyrir að hafa landað þessum laxi. Vesturstrandarbikarinn svonefnda fékk Grétar fyrir að veiða Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsveitu- stjóri flutti aðalrœðu kvöldsins á árs- hátlð Stanga veiðifélagsins. DB-myndir Gunnor Bender. skipi til Reykjavíkur. En i óveðrinu mikla í síðustu viku tók ekki betra við. Þá kastaðist rennibekkur á gám- inn sem plötusendingin var í og í leiðinni velti hann sápubrúsa. Að sjálfsögðu lentu plöturnar i sápunni. í fyrstu héldum við að allt væri ónýtt, en við nánari athugun kom í ljós að nógu mikið er heilt af plötum til að geta dreift í fyrstu umferð,” sagði Sveinbjörn. Diabolus In Musica gefur sjálft út plötuna Lífið í litum. Platan var hljóðrituð í Danmörku í fyrra. Fyrir- tækið PM productions sá um gerð hennar og réði síðan undirverktaka til að skera hana og pressa. Sveinbjörn sagði að búið væri að prófa plötuna og pressun hennar hefði heppnaztvel. Auk Sveinbjarnar eru nú í Diabolus In Musica þau Guðmundur Thoroddsen, Jóna Dóra Óskars- dóttir, Aagot Óskarsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Tómas Einarsson. Þá leikur Steingrimur Guðmundsson á trommur á plötunni og Kristján Pétur Sigurðsson syngur þrjú lög á henni. -ÁT- stærsta lax á frjálst agn á vatna- svæðum Stangaveiðifélagsins. Sport- valsbikarinn hlaut hann fyrir stærsta flugulax á svæðum félagsins. Flugan er ný verðlaun, sem verzlunin Gull og silfur gefur þeim veiðimanni, sem landar stærsta flugulaxinum. Hún er að verðmæti um 3000 krónur. Ætlunin er að fluga sem þessi verði veitt árlega í framtiðinni. Fleiri hlutu verðlaun á árshátíð Stangaveiðifélagsins en Grétar Ólafs- son. Hlíðagrillsbikarinn var veittur fyrir stærsta flugulaxinn í Norðurá. Þann bikar hlutu Halldór Þórðarson, Steinar Petersen og Jónas Jónsson, sem allir veiddu sautján punda fisk. Sportstyttan er veitt þeirri konu sem veiðir stærsta laxinn á vatna- svæðum Stangaveiðifélagsins. Að þessu sinni hlutu tvær konur verð- launin, þær Magdalena Sigurðar- dóttir og Sigríður Valdimarsdóttir. Báðar veiddu þær fjórtán punda lax í Norðurá. Þá var í fyrsta skipti veittur Útilifsbikarinn. Karl Ómar Jónsson hlaut bikarinn fyrir fisk, sem hann veiddi í Efri-Mjódd i Elliðaánni. Hann vó sextán pund. Einn bikar gekk ekki út að þessu sinni. Það var Grlmsár-flugubikarinn. Sá sem hann átti að fá lét ekki sjá sig. Loksins hillir undir útkomu hljómplötunnar Lífið í litum (Þjóðsaga) með Diabolus In Musica. Upphaflega átti hún að koma út í október í fyrra en hefur orðið fyrir alls kyns skakkaföllum. Út- gáfudagurinn hefur verið settur 3. eða4. marz. ,,Til að byrja með týndist allt upplag plötunnar og fannst ekki fyrr en seint og síðar meir í vörugeymslu i Ungverjalandi,” sagði Sveinbjörn Baldvinsson, einn liðsmanna Diabolus In Musica, í samtali við blaðamann DB. ,,Að hún skyldi finnast í Ungverjalandi er ekki svo dularfullt, þvi að platan var pressuð þar. Plöturnar voru síðan sendar til Kaupmannahafnar og þaðan með

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.