Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Byltingartilraunin á Spáni f ór út um þúf ur—Margir liðsf oringjar handteknir: „Nauðsynlegt að hreinsa herínn af Francosinnum99 Byltingartilraun þjóðvarðliðanna á Spáni, sem í fyrrakvöld réðust inn í þinghúsiö í Madrid.fór út um þúfur og gáfust þeir upp eftir að hafa haldið þingmönnum og ráðherrum í gíslingu í átján tíma. Antonio Tejero Molina, undir- ofursti úr Þjóðvarðliðinu, hætti við byltingartilraunina og gafst upp á hinni gömlu skrifstofu Francisco Franco. einræðisherra. Átján liðsforingjar voru hand- teknir og hefur yfirmaður hersins í Valencia, Jaime Milans del Bosch, sem talinn er hafa staðið á bak við byltingartilraunina, verið rekinn úr embætti og handtekinn. Allir hinir handteknu eru nú í vörzlu herstjórn- arinnar. Ljóst er að miklar hreinsanir munu verða innan hersins í kjölfar byltingartilraunarinnar og fer nú fram rannsókn á því hverjir séu sekir um byltingarstarfsemi eða van- rækslu. Miland del Bosch hershöfðingi var gallharður stuðningsmaður Franco og barðist með nasistum i síðari heimsstyrjöldinni. Hann lýsti yfir neyðarástandi í Valencia um leið og þinghúsið var tekið og sendi skriðdreka af stað þá um kvöldið. Antonio Tejero Molina ofursti sagði meðan á töku þinghússins stóð að Milano del Bosch hershöfðing1 yrði yfirmaður herstjórnar þeirrar sem tæki við völdum ef byltingin heppnaðist. Einn hinna handteknu er Ricardo Pardo Zancada ofursti en hann gekk í lið með byltingarmönnum eftir að þeir höfðu tekið þinghúsið. Filipe Gonzalez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, sagði að loknum fundi með Juan Carlos konungi að hættan sem steðjaði að lýðræði landsins væri ekki liðin hjá. Ýmsir þingmannanna létu þá skoðun í ljós, er þeir yfirgáfu þing- húsið, að byltingartilraunin sýndi nauðsyn þess að herinn yrði hreinsaður af Francosinnum. Þingmenn komu saman að nýju í dag til að greiða atkvæði um trausts- yfirlýsingu við Calvo Sotelo sem for- sætisráðherra. Atkvæðagreiðslan átti einmitt að hefjast í þann mund sem þjóðvarðliðarnir réðust inn í þing- húsið. Talið er að byltingartilraunin hafi jafnvel styrkt stöðu Sotelos og að hann muni fá hreinan meirihluta hinna 350 þingmanna. Það þýddi að hann gæti myndað ríkisstjórn í stað stjórnar Adolfo Suarez, sem sagði af sér fyrir tæpum mánuði. —Byltingartilraunin er talin hafa styrkt stððu Calvo Sotelo. ekki liðin hjá,” segirleiðtogi Sösíalistaflokksins Adolfo Suarez, fráfarandi forsætis- Juan Carlos konungur. Felipe Gonzales, leiðtogi sósialista. ráðherra. — „Hættaner Calvo Sotelo. Fær hann hreinan meiri- hluta? Stuðningsmenn Francos heitins eru enn fjölmennir á Spáni og þeir eru eindregnir andstæðingar lýðræðis í landinu. Felipe Gonzales telur enda að lýðræöi landsins sé enn 1 hættu, þrátt lyrir að byltingartilraun þjóðvarðliðanna hafi farið út um þúfur. Karl Bretaprins opinberaði trúlof un sfna í gær: Karí þykir hafa valiö mjög vel — Forsíður brezkra blaða í gær f jölluðu óskiptar um trúlofunina Trúlofun Karls Bretaprins og Diönu Spencer var forsíðuefni allra brezkra blaða 1 gær og töluðu blöðin um brúðkaup áratugarins í því sambandi. Tilkynnt var í Buckingham höll í gær að hinn 32 ára gamli erfingi brezku krúnunnar hygðist ganga að eiga lafði Diönu Spencer, nítján ára gamlan afkomanda Karls konungs annars. Diana Spencer er fyrsta enska konan í meira en 300 ár sem giftist erfingja krúnunnar. öll stærstu blöð Bretlands tóku forsíðuna óskipta undir frétt af trúlofuninni ásamt með mynd af unga parinu, sem brosti sínu blíðasta brosi. Karl prins sagði fréttamönnum í gær að hann hefði verið hissa á því að Diana hefði viljað hann og bætti því við, aö brúðkaupið færi líklega fram í lok júlímánaðar næst- komandi. Búizt er við að þau Karl og Diana muni fylgja hefðinni og að þau verði - gefin saman í Westminster Abbey. Heillaóskaskeyti streymdu í gær til Buckingham hallar víðs vegar að úr Bretlandi og raunar úr flestum heimshlutum einnig. Diana Spencer flutti í gærkvöld inn í Clarence hús, heimili ömmu Karl prins. Karls prins, sem er í nokkur hundruð metra fjarlægð frá Buckingham höll. Þar mun hún búa fram að brúðkaupinu. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman fyrir utan ibúð hennar í vesturhluta Lundúna, er hún hélt þaðan í fylgd með lögregluþjónum. Diana Spencer fær nú titilinn prinsessa af Wales og er Karl erfir Diana Spencer krúnuna verður hún drottning. Diana og Karl hafa þekkzt frá barnæsku enda lá landsvæði Spencer jarls að sveitaseti konungsfjölskyldunnar i Sandringham. Trúlofun Karls og Diönu hefur mælzt ákaflega vel fyrir í Bretlandi og þykir Karl hafa valið sér samboðinn og góðan maka.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.