Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent 9 1 REUTER D Haigtil Miðaustur- landa Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hafa í hyggju að fara í heimsókn til Miðausturlanda innan skamms til friðarviðræðna. Hann lýsti þessu yfir eftir að Ronald Reagan forseti hafði átt hálftíma fund með utanríkisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir. Reagan vill ræða um El Salvador við Brezhnev Ronald Reagan hefur lýst áhuga sinum á að hitta Leonid Brezhnev for- seta Sovétríkjanna að máli og þar með tekið undir ósk Brezhnevs þessa efnis. Reagan kveðst mundu nota slíkt tækifæri til að ræða málefni eins og afvopnunarmál og E1 Salvador. Hann sagði að slíkan fund yrði að undirbúa vel og áður yrðu forystumenn vest- rænna ríkja að ræðast við. Hann kvaðst mundu ræða þetta mál á fundi sem hann á síðar í vikunni með Margareth Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. Kania segist ráða við vandamálin Leiðtogar kommúnistaflokka Tékkóslóvakíu og Ungverjalands gagnrýndu vestræn ríki á þingi sovézka " kommúnistaflokksins í gær fyrir af- stöðu þeirra til þróunar mála í Póllandi. Stanislaw Kania, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, fullvissaði þing- fulltrúa um að flokkur hans mundi reynast fær um að ráða fram úr vanda- málum þeim sem Pólverjar hefðu átt við að glima. Níu fórust í flugslysi Að minnsta kosti níu manns létu lífið er lítil farþegaflugvél hrapaði skammt fyrir utan borgina Belem í norðurhluta Brasilíu í nótt. Tveggja manna var saknað en þrir komust af og voru fluttir á sjúkrahús. Báðir flug- mennirnir fórust. Erlendar fréttir Öflugur jarðskjálfti f Grikklandi: Akrópólis stóðst jarðskjálftann en fjöldi húsa hrundi —að minnsta kosti átta manns létu lífið Að minnsta kosti átta manns létu lífið í öflugum jarðskjálfta sem varð í Grikklandi í gærkvöldi og olli miklu tjóni í borginni Kórintu og mikilli' ringulreið í höfuðborginni Aþenu. Fimm manns í viðbót var saknað af hóteli í Vrakhati skammt frá Kórintu en það hrundi í jarðskjálft- anum. ! Kórintuborg varð verst úti. Þar særðust að minnsta kosti fjörutiu manns og meira en 200 hús skemmdust. Af þeim sem létust fóru fjórir úr hjartaslagi, einn er hann stökk út um glugga og þrir fengu steina í höfuðið. í Aþenuborg, sem fram til þessa hefur verið talin standa á svæði þar sem jarðskjálfta væri tæpast að vænta, urðu skemmdir á hundruðum húsa. Þúsundir manna flýðu út úr borginni í skelfingu og fjölmargir höfðust við á bersvæði í nótt. Þrátt fyrir skemmdirnar á Aþenu stóðst hið 2500 ára gamla Akrópólis jarðskjálftann svo og aðrar fornar minjar. Jarðskjálftinn mældist Richterskvarða. 6,6 á Þrátt fyrir að skemmdir yrðu á tjölmörgum húsum i Aþenu. sá ekki á hinu ára gamla Akrópólis né öðrum fornminjum. 2500 Framkvæmdum við Alta fram haidið Frá Sigurjóni Jóhannssyni fréttaritara DB í Osló: Framkvæmdum við Altavirkjun verður haldið áfram. Sú varð niður- staða ríkisstjórnarfundar í Osló í fyrradag. En ríkisstjórnin verður samt að taka tillit til kröfunnar um skráningu og varðveizlu forn- eða menningarminja á svæðinu. Þá verður og að endurskoða fyrirhugað vegarstæði. Rolf Hansen umhverfismála- ráðherra fundaði í gær með fulltrú- um frá Tromsösafni og fulltrúum virkjunar- og raforkustofnana. Gert er ráð fyrir að framkvæmdaröð breytist við þetta, en samt verður leitazt við að halda óbreyttum fram- kvæmdahraða. Þeir samar sem eru í hungur verkfalli i Svíþjóð telja þessa tilslökun af hálfu ríkisstjórnarinnar ekki nægilegt skref og munu því halda áfram hungurverkfalli. Leiðtogi þjóðarsamtaka gegn Altavirkjun, Alfred Nilsen, telur afstöðu ríkisstjórnarinnar óskýra en vonast samt til þess að framkvæmd- um verði hagað þannig að samtökin þurfi ekki að grípa til frekari mót- mælaaðgerða á Altasvæðinu. Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðherra hafði vonazt til að and- stæðingar virkjunarinnar tækju nú málalyktum með ró og skynsemi. „Við höfum áhyggjur af hinum svelt- andi sömum en við getum ekki látið stjórnast af slíkum mótmæla- aðgerðum,” sagði hún. „Við höfum áhyggjur af hinum sveltandi sömum,” segir Gro Harlem Brundtland. |j0ttéur .. frátgmw meh teituUpi Sbaninnj ftijö qeUtnáræ&ruleitil KIRRKtll(^é)regtaPv , seméggttbrej/it °^'/T! ill þex áðgreinoþcránMly (BafcHlT-rt) verð með fo1 «6f,énVkr.98.-.8to-9-800-- Sendum í póstkröfu. UR OG SKARTGRIPIR JÓN OG ÓSKAR LAUGAVEGI70. SÍMI24910. TOYOTA- SALURINN SÍMI44144 Nýbýlavogi 8 !i portínu) OpU laugardaga kl. 13—17 Toyota Cressida statíon 78, sjilf- skiptur. Utur grænn. Ekinn 23.000km. VerO 83.000,- Stariet ■80. Ekinn 13.000. Litur btórsans. 1ferð 75.000. Bein sató. * Scout Jeppi, '89, 6 cyl. Litur hvhur/rauOur. VerO 18.000. Skipti möguleg. Honttó Civic statíon érg. '78. Ekinn 25.000, 1500 cc vól. Litur hv'rtur. Verð 64.000. Toyota Coroltó ke-30 statíon 78. Ekinn 53.000. Lrtur brúnn sans. Verð 57.000. Beinsató. Ford Granada 78, 6 cyl. Litur svartur. Ekinn aðeins 59.000 km. Verð 59.000. £kipti möguleg ótd. Toyota Cressktó. Toyota Cressktó statíon 78. L 'rtur biér sans. Ekinn 51.000. Verð 73.000. ITransistorkveikjaJ. Toyota Coroltó ke-30 78. Ekinn 40.000. Litur brúnn sans. Verð 55.000. Bein sató. Toyota Cressktó statíon 80. Litur gull sans. Ekinn 21.000. Verð 116.000. Bein sató. Toyota Coroltó ke-30 79. Litur gulur. Ekinn 16.000. Verð 65.000.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.