Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1981 - 47. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMl 27022. ^ ~ z Vinnuslys íStraumsvík: Féll i980 stiga heitt m og skaðbrenndist —aldreihægtað komaalvegívegfyrirslysin, segiröryggisfulltrúiálversins Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands steig um borð í Boeirigþotu Flugleiða f hríðarfjúki og frostbitru um hálfátta leytið í morgun er hún lagði upp í opin- bera heimsókn til ríkis Margrétar Þór- hildar. Danadrottning átti að taka á móti henni stundvíslega kl. 10.30 að ís- lenzkum tíma á Kastrupflugvelli, en út- lit var fyrir að þotunni myndi seinka eitthvað vegna sterks mótvinds á leið- inni. í kvöld heldur drottning forsetan- um mikla veizlu í Kristjánsborgarhöll og geta íslenzkir útvarpshlustendur setzt við tækin sín með kvöldinu og hlýtt á ræðuhöld. Meö Vigdísi fóru utan í morgun Ólafur Jóhanriesson utanríkisráðherra og frú Dóra Guðbjartsdóttir, Hörður Helgason ráðuneytisstjóri og frú Sara, Birgir Möller forsetaritari og frúGunn- illa, og Vigdís Bjarnadóttir fulltrúi á skrifstofu forseta. Þá fóru utan Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir söngkona og Gísli Magnússon píanóleikari, en forsetinn ætlar að tefla þeim fram í veizlu sem hann heldur á föstudagskvöldið. Einnig sáust þeir skjótast um borð Ágúst Guðmundsson og Jón Hermannsson, t/eir þriðju eig- enda ísfilm, en myndin þeirra, Land og synir verður frumsýnd í Kaupmanna- höfn að Vigdísi Finnbogadóttur við- staddri. Indriði G. Þorsteinssön, þriðji fsfilmmaðurinn, verður líka viðstaddur frumsýninguna. Lögreglumenn stóðu heiðursvörð við landgang þotunnar í morgun. Þar voru einnig mættir handhafar forsetavalds til að kveðja Vigdísi, forsætisráðherra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti Hæstaréttar. Og þar voru ljka Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi. -ARH. Akrópólis stóðst jarðskjálftann — er fjöidi hiísa í Aþenu skemmdist — sjá erl. fréttir bls. 6-7 Tæplega fimmtugur maður liggur nú á brunadeild Landspítaians eftir að hafa skaðbrennzt við vinnu í ál- verinu í Straumsvík í fyrrinótt. Mað- urinn var að taka álsýni úr einu ker- inu, er hann með ókunnum hætti féll með annan fótinn í 980 stiga heitt ál- ið. Maðurinn skaðbrenndist upp á læri á öðrum fæti og eitthvað á ann- arri hendi. Hann er ekki talinn í lífs- hættu og líðan hans var eftir atvikum góð i gærkvöld. Enginn var nærstaddur er slysið varð, þannig að engin vitni eru að legt hvernig slysið hefur orðið. Einu sinni áður hefur sams konar slys orðið í álverinu. Þá steig maður upp á rafskaut, skrikaði fótur og féll í kerið. „Það er ekki nokkur leið að koma í veg fyrir að svona slys verði,” sagði Hlöðver. „Starfsmennirnir verða að sýna varkárni við störf sín. Ég er ekki að segja að þessi maður hafi sýnt óvarkárni, hann hefur starfað hér lengi, en slysin gera ekki boð á undan sér,” sagði Hlöðver Kristjánsson, öryggisfulltrúi í álverinu. -ELA. hvernig það vildi til. Einn starfsmað- urinn heyrði kallað á hjálp og hljóp hann þá þegar til hjálpar. Lögregla og vinnueftirlit voru þá þegar kölluð á staðinn. Að sögn Hlöðvers Kristjánssonar öryggisfulltrúa í álverinu er óskiljan- Menningar- verðlaun DB veitt i dag •ktíd. í hádeginu í dag var tilkynnt hvaða listamenn hljóta Menningar- verðlaun DB í ár. Eru það Þorsteinn frá Hamri rithöfundur fyrir bók sína Haust í Skírisskógi (Helgafell), Oddur Björnsson leikritahöfundur fyrir leikstjórn sína á Beðið eftir Godot sem Leikfélag Akureyrar setti upp, Jón Asgeirsson tónskáld fyrir tónlist sína við ballettinn Blindisleik sem fluttur var í Þjóðleikhúsinu, Sigurjón Ólafsson myndhöggvari fyrir framlag sitt til myndlistar á síðasta ári, Telknistofa Sambandsins og arkitektarnir Gunnar Guflnason og Hákon Hertervig fyrir byggingu Osta- og Smjörsölunnar á Bitruhálsi og Sigurður Sverrir Pálsson kvik- myndagerðarmaður fyrir kvik- myndatöku í Laridi og sonum. Þetta er í þriðja sinn sem þessi Mgurlön ÖMsson, Stgurður tvsntr myndhöggvari. Pétsson, kvkmynda- garflarmaflur. Oddur BJflmmon, ÞorsUinn frá Hamri, laikskáld. ríthflfundur. Menningarverðlaun eru veitt og i fyrsta sinn sem íslenzk kvikmynda- gerð er inni í dæminu. f fyrra hlutu verðlaunin Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Kjartan Ragnarsson leikari og leikritaskáld, Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Manuela Wiesler flautuleikari, Ríkharður Valtingojer grafiklista- maður, Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Verðlaunagripirnir eru veggskildir úr postulíni sem Kolbrún Björgólfs- dóttir keramikhönnuður hefur gert fyrir DB og dómnefndir skipuðu gagnrýnendur DB, fræðimenn og menningaráhugafólk af öðrum blöðum. Voru verðlaunin afhent við sérstakan málsverð f Þingholti, Hótel Holti. -ÓV. Vigdls Finnbogadóttir heilsar áhöfn Boeingþotu FiuRÍeiöa á KejiavikurfluKveili i mornun þenar hún lagði upp i Danmerkur- fiirina. DB-mvnd: Sip. Þorri. VIGDÍS Á FUND MAR- GRÉTAR ÞÓRHILDAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.