Dagblaðið - 09.03.1981, Page 11

Dagblaðið - 09.03.1981, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. MARZ 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent D Snowdon lávarður — hinn konunglegi hirðljósmyndari. Til hliðar sjáum við svo árangurinn. Diarn fyrirsœta Snowdons lávaröar Hér sjáum við hinar opinberu andlitsmyndir af líklega mest mynduðu konu á Vesturlöndum um þessar mundir, hinni 19 ára gömlu Diönu Spencer sem á dögunum trúlofaðist Karli Bretaprinsi og verður því næsta drottning Bretlands. Sá sem tók þessar myndir er enginn annar en Snowdon lávarður, fyrrum eiginmaður Margrétar prinsessu. Þrátt fyrir skilnaðinn heldur Snowdon enn góðu sambandi við hirðina og mætti jafnvel kallast hirðljósmyndari. Brúðkaup Karls og Díönu verður líklega í lok júli en Lady Di, eins og brezkir fjölmiðlar kalla hana, hefur þegar hafið nýtt líf semeinn afmeðlim- um konungsfjölskyldunnar. Fram að brúðkaupinu mun hún stunda nám í drottningarfræðum, þ.e.a.s. henni verður kennt að vera drottning og stjórnar Elísabet, væntanleg tengda- mamma Diönu, kennslunni. ÓDÝR MUNAÐUR Helgrar-oe sástiferóir noróur á Akureyri FLUGFAR, GISTING OG BÍLALEIGUBÍLL í EINUM PAKKA A TILBOÐSVERÐI Helgarpakkinn / helgarpakkanum felst flugfar og gisting í 2—3 nætur auk bílaleigubíls fyrir þá sem þess óska. Helgarpakkinn er ódýr munaður fyrir þá sem vilja slappa af frá grámyglu hversdagsleikans eða lyfta sér upp og njóta lífsins í nýju umhverfi. Helgarferð norður á Akureyri er tilvalið tækifæri til að veita þér og elskunni þinni notalega til- breytingu eftir amstur og erfiði vikunnar. Þú festir öryggisbeltin og ert kominn norður eftir 45 mínútur. Hótel - Gisting Við bjóðum upp á fjögur hótel, þar af eitt í Hlfðarfjalli með glæsilegri skíðaaðstöðu, skíða- leigu, lyftum og brekkum við allra hæfi. Tíðar áætlunarferðir eru í Hlíðarfjall úr miðbæ Akur- eyrarsem taka aðeins um 15 mfnútur. Veitinga-og skemmtistaðir Þú ættir að geta raðað íþig bæði mat og drykk fyrir norðan og valið úr 8 veitingastöðum, sem veita þér lipra og góða þjónustu. Hægt er að finna skemmti- og dansstaði við allra hæfi, frá diskói til gömlu dans- anna. Ýmiss þjónusta Bílaleiga Akureyrar sendir þér bíl á völlinn um leið og þú lendir á Akureyri. Sérstök vildarkjör með helgarpakka. Sundlaug Akureyrar með heit- um pottum og sauna er alltaf jafn vinsæl. Gufu- og nuddstof- an í Sunnuhlíð stjanar við þá sem fá strengi eftir skíði eða dansleikinn. Leikhús Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir leikritið Skáld Rósa. Lukkuferð Um leið og þú verður þér úti um kynningarbækling um gistiferð til Akureyrar ertu orðinn þátt- takandi íhappdrætti um Lukku- ferð norður. Hafðu samband við söluskrif- stofur okkar og tryggðu þér eintak. Söluskrifstofur Flugleiöa h.f. Feröaskhfstofan Úrval v/Austurvöll.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.