Dagblaðið - 09.03.1981, Síða 17

Dagblaðið - 09.03.1981, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. MARZ 1981. 17 íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Ingemar réð ekki við Phil Mahre í Aspen! - Annar sigur Bandaríkjamannsins í röð í svigi og stórsvigi og hann er nú aðeins 26 stigum á eftir Svíanum í keppni heimsbikarsins. Getur hins vegar bætt sig um 68 stig en Stenmark um aðeins f imm Bandaríski skiðakappinn Phil Mahre virðist nú stefna hægt og bítandi í sigur í heimsbikarnum i alpagreinum án þess Ingemar Stenmark, Sviþjóð, komi við nokkrum vörnum. í Aspen í Colorado í Bandarikjunum á laugardag sigraði Phil Mahre i stórsvigi heimsbikarsins eftir gífuriega keppni við Stenmark. Það er fyrsti sigur Mahre í stórsvigi heimsbikarsins í vetur. Fyrir sigurinn bætti hann stigatölu sina um 1S stig. Hafði bezt áður í stórsviginu, náði þriðja sæti eða 15 stigum, en á laugar- dag hlaut hann í áttunda sinn stig i stór- sviginu. Annað sætið gaf Stenmark ekki stig. Hann er fyrir löngu búinn að fá þau 125 stig, sem hægt er að fá í stórsviginu fyrir fimm sigra. Stenmark hefur sigrað sex sinnum og hefur hlotið 170 stig samtals í stórsvigi. Phil Mahre 100 stig úr átta mótum. Eins og áður telja aðeins fimm beztu mótin i heims- bikarnum samanlagt — en öll stigin telja, þegar krýndur verður sigurvegari i stórsviginu. Þeir Ingemar Stenmark og Phil Mahre voru í algjörum sérflokki í stór- sviginu í Aspen á laugardag. í fyrri um- ferðinni var Stenmark með bezta tím- ann. Keyrði hina 1029 metra braut — NJARÐVIKURPOLLARNIR UNNU ÍR ÖRUGGLEGA í GÆR — í úrslitaleik 5. flokksins íkörfuknattleik Strákarnir úr 5. flokki í Njarðvík urðu í gærdag íslandsmeistarar í körfu- knattleik eftir 54—35 sigur á ÍR i úr- slitaleiknum, sem fram fór í Hagaskól- anum. Sigur Njarðvikinganna var aldrei i hættu. Eftir fyrri hluta fyrri hálfleiksins leiddu þeir 18—8 og í hálf- leik var staðan 28—19 þeim i vil. Það var aðeins rétt í byrjun að ÍR hélt í við þá, en síðan ekki söguna meir. Staðan var t.d. um tíma 8—6 fyrir Njarðvik. Þetta er í fyrsta skipti, sem keppt er í þessum flokki í körfuknattieik og átta lið tilkynntu þátttöku í suðvesturlands- riðlinum. Að auki tilkynnti lið Harðar á Patreksfirði þátttöku, en liðið komst íslandsmótið í borðtennis: Sigurvegarar frá 5 félögum ekki til úrslitanna. Njarðvík vann riðil- inn hér syðra örugglega, en til að fá fram úrslitaleik var ÍR, sem hafnaði i 2. sæti suðvesturlandsriðilsins, boðið í úr- slitin. En Njarðvíkurpollarnir vóru ekkert á því að gefa eitt eða neitt og sigruðu afar verðskuldað. Bæði liðin sýndu á köflum skemmti- leg tilþrif en eins og venjulega voru nokkrir leikmenn, sem vöktu meiri at- hygli en aðrir. Fyrirliði Njarðviking- anna, Kristinn Einarsson, er greinilega þeirra sterkastur, en þeir Eðvarð Eðvarðsson og svo minnsti maður vall- arins, Helgi Arnarsson, vöktu einnig athygli fyrir frammistöðu sína. Helgi geysilega baráttuglaður. Hjá ÍR eru það þeir Björn Þorvaldsson og Sigurður Einarsson (Ólafssonar, þjálf- ara) sem bera liðið uppi ásamt Einari Hilmarssyni. -SSv. fallhæð 399 m og hlið 65 — á 1:35,24 sek. Phil Mahre var skammt á eftir. Keyrði á 1:35,43 min. Síðan var langt í þriðja mann. í því sæti var Svisslend- ingurinn Jean-Luc Fournier á 1:37,01 mín. 1 síðari umferðinni keyrði Phil Mahre geysilega vel. Náði 33 hundr- uðustu úr sekúndu betri tíma en Sten- mark og stóð því uppi sem sigurvegari í lokin. Samanlagður tími hans í báðum umferðum var 3:12,76 mín. en tími Stenmark 3:12,90 mín. í þriðja sæti var tvíburabróðir Phils — Steve Mahre, en langt á eftir. Samanlagður tími hans var 3:15,22 mín. Síðan kom Joel Gaspoz, Sviss, en Jean-Luc Fournier féll niður í fimmta sæti. Eftir þessa keppni er Stenmark efstur í keppni heimsbikarsins með 260 stig. Hann getur aðeins bætt við sig fimm stigum til viðbótar með því að sigra í öðru af þeim tveimur svigmótum, sem eftir eru. f Furano í Japan 14. marz eða i Borowetz i Búlgaríu 24. marz. Phil Mahre er kominn með 234 stig — aðeins 26 stigum á eftir Stenmark. Hann hefur möguleika til að auka veru- lega við stigatölu sína. Þrjú mót eru eftir í stórsviginu — það er í Furano, Borowetz og Kranjaka í Júgóslavíu. Sigri Mahre t öllum þessum mótum, sem er afar óliklegt, getur hann bætt stigatölu sína um 36 stig. Með sigri í báðum svigmótunum, sem eftir eru, getur Mahre bætt sig þar um 32 stig — eða samtals í þessum fimm mótum um 68 stig. Hann gæti því hugsanlega farið yfir 300stigin í keppni heimsbikarsins. í sviginu hefur Stenmark sigrað fjórum sinnum. Hlotið samtals 155 stig í sjö mótum. Phil Mahre hefur hlotið 80 stig í sex mótum í sviginu. -hsím. Fyrsti hluti íslandsmótsins í borð- tennis var haldinn í Laugardalshöll í gær. Keppt var i yngri flokkunum. Þátttaka mikil og úrslit urðu þessi. Einliðaleikur telpna 13 ára og yngri: 1. Berglind Steffensen, Erninum 2. Guðleif Kristjánsdóttir, UMSB 3. Guðrún Rós Maríusdóttir, UMSB í þessum flokki léku allar við allar og sigraði Berglind nokkuð örugglega, hún sigraði Guðleifu 21-15 og 21-16. Einliðaleikur meyja 13—15 ára: 1. Rannveig Harðardóttir, UMSB 2. Gróa Sigurðardóítir, KR 3. Arna Sif Kjærnested, Vikingi Hér var líka leikið allar við allar og sigraði Rannveig örugglega, hún vann Gróu 21-8 og 21-7. Einliðaleikur stúlkna 15—17 ára: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB 2. Erna Sigurðardóttir, UMSB 3. Sigrún Bjarnadóttir, UMSB 4. Kristin Njálsdóttir, UMSB Ragnhildur vann Ernu 21-17 og 21-7 og sigraði örugglega, en hörð barátta var um 2. sæti og voru 3 stúlkur jafnar að vinningafjölda, og gilti þá hver hafði hagstæðasta vinningshlutfall á lotum. Einliðaleikur pilta 13 ára og yngri: 1. Snorri Páll Einarsson, Gerplu 2. Baldur Bragason, KR 3. Vilhelm Gunnarsson, Gerplu Snorri vann Baldur 21-17 og 23-21 í mjög spennandi leik, og eru þeir báðir efnilegir borðtennisspilararar. Einliðaleikur sveina 13—15 ára: 1. Kristinn Már Emilsson, KR 2. Birgir Sigurðsson, KR 3. Andri Marteinsson, Víkingi Kristinn van Birgi 21-18 og 21-18 í jöfnum leik. Þessir tveir félagar börðust einmitt um sigurinn á ungl- ingamóti KR i febrúar en þá sigraði Birgir og Kristinn varð í 3. sæti. Einliðaleikur drengja 15—17 ára: 1. Einar Einarsson, Vikingi 2. Jóhannes Hauksson, KR 3. Jónatan Þórðarson, KR í þessum flokki var mjög hörð bar- átta á milli Einars og Jóhannesar og voru þeir áberandi beztir. Þar sem var leikinn tvöfaldur útsláttur í þessum flokki þurftu þeir að leika tvo leiki sín á milli og sigraði Einar i þeim báðum eftir spennandi leik, í seinni leiknum 21-15, 16-21 og 21-19. Tviliðaleikur sveina 15 ára og yngri: 1. Kristinn Már Emilsson og Birgir Sigurðsson, KR 2. Bergur Konráðsson og Andri Marteinsson, Vík. 3. Bjarni Bjarnason og Snorri Einarsson, Gerplu í þessum flokki var einnig leikinn tvöfaldur útsláttur og þurfti þrjá leiki á milli tveggja efstu paranna til að fá fram úrslit. í fyrsta leiknum sigruðu Kristinn og Birgir, i öðrum Bergur og Andri en í úrslitaleiknum sigruðu KR- ingarnir 18-21,2I-24og21-14. Tvíliðaleikur drengja 15—17 ára: 1. Einar Einarsson og Guðmundur Guðmundsson, Víkingi 2. Jóhannes Hauksson og Jónatan Þórðarson, KR 3. Guðmundur Gislason og Gísli Eggertsson, UMSB Víkingarnir sigruðu KR-ingana 21- 12, 16-21 og21-ll. Tvenndarkeppni unglinga 17 ára og yngri: 1. Jóhannes Hauksson, KR, og Erna Sigurðardóttir, UMSB 2. Jónatan Þórðarson, KR, og Sigrún Bjarnadóttir, UMSB 3. Guðmundur Gíslason og Rannveig Harðardóttir, UMSB Erna og Jóhannes sigruðu þarna örugglega, þau unnu Sigrúnu og Jóna- tan 21-10og 21-19. Mótinu verður síðan framhaldið 14. og 15. marz. 7. marz var einnig keppt i einliðaleik öldunga (30 ára og eldri) og urðu úrslit þau að sigurvegari varð Emil Pálsson, Erninum, hann sigraði íslandsmeistar- ann frá þvi í fyrra, Jóhann Örn Sigur- jónsson Erninum, tvisvar, i seinna skiptið 16-21,21-17 og 21-11. ■''5 Viggó skoraði átta — en það nægði ekki gegn Evrópumeisturum Groswallstadt Meistarar Grosswallstadt áttu í hin- um mestu erfiðleikum með Viggó Sigurðsson, þegar þeir léku við Bayer Leverkusen í vestur-þýzku bundeslíg- unni fyrir helgi. Þetta var hörkuleikur i Leverkusen en meistarar Grosswall- stadt voru harðari á lokasprettinum. Sigruðu með fjögurra marka mun, 17—13, eftir að Bayer Leverkusen hafði haft yfir i hálfleik, 8—6. Viggó Sigurðsson skoraði átta af 13 mörkum Bayer Leverkusen — eða meira en helming marka liðsins, þótt það nægði ekki. Bayer Leverkusen hefur hlotið 15 stig og er komið í fall- hættu á ný. Tvö lið eru fallin en þrjú lið berjast um þríðja fallsætið. Leverkusen og Dankersen eru þar á meðal. Danker- sen hefur hlolið 13 stig og annað lið er með sömu stigatölu. Þrátt fyrir tapið voru lcikmenn Levcrkusen frekar ánægðir með leik- inn. Falla varla ef þeir ná slikum lcik gegn öðrum liðum. - hsím. Landsliðin gistu á Hornafirði Kvenna- og unglingalandslið íslands i blaki sem áttu að leika i Færeyjum um helgina, komust ekki lengra en á Hornafjörð. Vél frá Arnarflugi, sem flutti hópinn, lenti á Hornafirði til að taka eldsneyti sl. fimmtudag. Er ætlun- in var að halda för áfram var veðurútlit svo slæmt að óráðlegt þótti að fljúga til Færeyja. Gisti hópurinn á Hornafirði um nóttina en daginn eftir var veður ekki skárra svo ákveðið var að fresta leikjunum og halda aftur til Reykja- víkur. - KMU HALLUR SÍMONARSON. Barcelona lék án Quini — og tapaði fyrir Atletico Madrid KnattspyrnusambancLSpánar neitaði [ að frcsta leik Atletico Madrid og Barce-: lona, efstu liðanna í 1. deild, þó svo I Barcelona yrði að leika án iniðherjans : Quini, sem rænt var fyrir rúmri viku. Barcelona bað um frestun, en fékk I þvert nei. Liðin léku i gær og Atletico : sigraði 1-0. Hefur því náð fjögurra í stiga forskoti. Danski leikmaðurinn, Allan Simonsen, hafði neitað að leika með Barcelona. Sagðist óttast um líf sitt. Vildi helzt heim með fjölskyldu [ sína. Ekki var þess getið i fréttum i gær) hvort einhverja fleiri leikmenn en Quni i hefði vantað hjá Barcelona. Félagið hefur ákveðið að greiða þá upphæð, sem ræningjar Quni hafa sett upp en ekki er vitað hvar og hvenær, eða hver' upphæðin er. Úrslit á Spáni urðu þessi. Atl. Madrid—Barcelona 1—0 Hercules—Salamanca 3—2 Real Betis—Zaragoza 2—0 Sociedad—Real Madrid 3—1 Las Palmas—Valladolid 0—2 Osasuna—Almeria 2—1 Valencia—Bilbao 0—0 Sporting Gijon-Sevilla 3—0 Espanol—Murcia 2—1 Phil Mahre, USA, hefur greinilcga tekið stefnuna á sigur í heimshikarnum saman- lagt. Staða efstu liða er nú þannig. Níu umferðir eftir. Atl. Madrid 27 16 7 4 43—28 39 j Barcelona 27 16 3 8 57—31 35 Gijon 27 12 9 6 45—28 33 Valencia 27 13 7 7 47—32 33 Sociedad 27 14 5 8 38—25 33 Ral Madrid 27 13 5 9 47—32 31

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.