Dagblaðið - 09.03.1981, Síða 19

Dagblaðið - 09.03.1981, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. MARZ 1981. 19 Lúdrasvcit Reykjavikur lék nokkur eldhress lög undir stjórn Björns R. Einarssonar Langt fram eftir degi mátti sjá unga jafnt sem aidraða notfæra sér göngubrautirnar á Mikiatúni. við upphaf Skfðadagsins. Skúii Ingibergsson ávarp. Borgarstjóri kom inn í það i ávarpi sínu að fólk ætti að gefa sér meiri tíma til að leika sér og nota útivistarsvæði borgarinnar meira. Hann þakkaði Dagblaðsmönnum fyrir það frumkvæði að vekja á þennan hátt athygli á útivist innan borgarinnar. Hann lét þess einnig getið að það yrði líka vel þegið ef hugmyndaauðgi Dag- blaðsmanna yrði til þess nú á ári fatlaðra að eitthvað yrði gert til þess að fatlaðir gætu einnig verið virkir þátt- takendur í útivist og leik. Að loknu ávarpi borgarstjórans hófst Skiðadagurinn með því að skíða- menn úr Skiðafélagi Reykjavíkur leiddu gönguna á gönguslóðirnar, sem merktar höfðu verið um Miklatún. Einnig veittu þeir þeim sem vildu tilsögn i því hvernig menn eiga að bera sig að við gönguna. Mikil ös var í kringum pylsuvagninn sem var við Kjarvalsstaði. Þar var á boðstólum ókeypis Carnation kakó og Frónkex fyrir gesti og gangandi og var greinilegt að fólk kunni vel að meta að fá hressingu í góða veðrinu á laugar- daginn. Börnin fengu líka endurskins- merki með merki Sktðadagsins. Langt fram eftir degi á laugardaginn mátti sjá göngufólk á Mikiatúni og einnig var þar fjöldi fólks sem naut úti- verunnar og yngri kynslóðin skemmti sér vel á sleðum og snjóþotum því víða er ágæt aðstaða til að renna sér. í gærdag mátti svo sjá að margir notfærðu sér að búið var að leggja göngubrautirnar á Miklatúni því þar mátti sjá fólk á skíðum og í hádegisút- varpinu var fólki bent á það jafnframt að Bláfj-allasvæðið væri lokað, að ágætasta aðstaða væri til skíðagöngu á Miklatúni. Þeir Skíðafélagsmenn voru mjög ánægðir með það hversu margir hefðu komið og gengið með á laugardaginn. Það að opna augu fólks fyrir því að ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að njóta útiveru á skíðum væri lofsvert og einnig að betri fjölskylduíþrótt væri vart hægt að finna. -JR. Á tímabili voru nær óslitnar raðir göngufólks á Miklatúni og þar mátti jafnt sjá þaulæfða göngumenn sem þá sem voru að stiga sin fyrstu skref á skiðum. Nýi bíllinn frá Kóreu Kr. 66.500.— miðað við lúxusútbúnað, svo sem: stereo útvarps og kassettutæki, plussáklæði. leppi á góll'um. höfuðpúða, klukku, hitaðri afturrúðu o. fl. Ryðvörn innifalin í verðinu. 4ra strokka fjórgengisvél, 1439 cc með ofanáliggjandi knastás.' 4ra gíra. al samhæfður gírkassi, eigin þyngd 910 kíló, aflbremsur, diskabremsur að framan og skálabremsur að aftan. McPerson gormafjöðrun að l'raman. blaðfjaðriraðaftan. Frábærir akslureiginleikar. Sýningarbíll á staðnum. Sýningarbíll á staðnum. Sðillið U/uOUof LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Philco þvottavélar og þurrkarar hafa sýnt og sannaö ágæti sitt á ísienskum heimilum í áraraöir. /ersdagsleg! neimmsieðki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. '*i ;

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.