Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 1
RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSlMI 27022. Iðnaðarráðherra leggur f ram virkjanaf rumvarp í ríkisst jórninni: ÓSKIR RÁÐHERRA STEFNA AÐ FUÓTSDALSVIRKJUN —en fyrsta verkefniyröi öryggisráöstafanir vegna virkjana á vatnasvæöinu aö Þórisvatni og Tungnaá —- almennrarlagaheimildaraflaö fyrir Sultartanga, Blöndu ogFljótsdalsvirkjanirán bindandi rööunar Allar rannsóknir sýna nauðsyn Kvíslarveitna með nú eða síðari stíflu við Sultartanga vegna öryggis Búr- fells-, Sigöldu- og Hrauneyjafoss- virkjana fyrsta verkefni í virkjunar- málum. Um það er frumvarpið sem iðnaðarráðherra hefur kynnt í ríkis- stjóm. Kvíslarveitur með stórfelldum framkvæmdum meðal annars á vatnasvæðinu að Þórisvatni og Tungnaá eru gersamlega óhjákvæmi- legar öryggisráðstafanir vegna þeirra virkjana sem þegar eru til. í frumvarpi til laga, sem Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hefur kynnt í rikisstjórninni, er gert ráð fyrir lagaheimild til þess að hefja þegar í sumar af fullum krafti fram- kvæmdir sem að þessu miða. Um þetta er ekki alvarlegur ágrein- ingur í ríkisstjóminni og að undir- búningi málsins er unnið af kappi. Aflað er almennrar lagaheimildar fyrir virkjanir við Sultartanga, Blöndu og á Fljótsdal, án bindandi röðunar framkvæmda. Miðað við nýja útreikninga mun Blönduvirkjun enn talin hagkvæm- asti kosturinn ef velja á um röð nýrra virkjana. Sultartangavirkjun mun dýrari. Með takmörkun áfanga í Fljótsdalsvirkjun, sem þó dygði til að koma henni í gagnið, verður hún eftir sem áður athyglisverður kostur. Oskir iðnaðarráðherra stefna að slíkri virkjun, þótt víst sé taiið að Alþýðubandalagið standi ekki á bak við hann i því máli. Þeir sem kunnug- astir eru í þinginu um afstöðu manna til einstakra virkjunarkosta, þegar frá eru taldar Kvíslarveitur og öryggi fyrri virkjana, telja að meirihluta- fylgi við Blönduvirkjun sé líklegast. Ásakanir Hjörleifs um súrálsviðskipti Alusuisse „meira og minna á misskilningi byggðar” segir Helgarpósturinn: SKÝRSLAN ÓKOMM ENN — f ullyrðingar Helgarpóstsins utan úr himinblámanum. segir iðnaðarráðherra „Þeir heyra þá meira en ég, Helg- arpóstsmenn,” varð Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráðherra að oröi þegar undir hann var borin fullyrðing úr gróusögudálkum Helg- arpóstsins sem kom út í dag. Þar er sagt að skýrsla brezka endurskoðunarfyrirtækisins Gooper & Lybrand um súrálsviðskipti Alusuisse vegna Álversins í Straums- vík sé komin í iðnaðarráðuneytið og skýrslan „gefi orðið hið mesta vand- ræðamál fyrir Hjörleif, því að í skýrslunni sé því haldið fram að á- sakanir Hjörleifs á hendur Alusuisse séu rangar og meira og minna á mis- skilningi byggðar. ” „Ég get staðfest að skýrsla Copper & Lybrand sé enn ókomin og fullyrðingar Helgarpóstsins eru því komnar utan úr himinblámanum. Ég vona þó að skammt sé í að skýrslan berist okkur en bendi á að auðvitað ráðum við ekki vinnuhraða endur- > ■ > >.'->• .rr>.i t skoðunarfyrirtækisins,” sagði iðnaðarráðherra. Iðnaðarráðuneytiö birti fyrir jólin upplýsingar efnislega á þá leið að mögulegt væri að Alusuisse hefði komið sér undan eðlilegum skattgreiðslum til íslenzka ríkisins með því að hækka súráisfarma í verði á pappírnum á skipaleiðinni Ástralía-Straumsvik. Forráðamenn ÍSAL og Alusuisse mótmæltu þeim vangaveltun\ ráðuneytismanna, með iðnaðarráðherra í broddi fylkingar, og var Cooper {& Lybrand falið að kannamálið. Þess má geta, að ritið Metal Bulletin birti grein í lok síðasta mánaðar þar sem sagði að Alusuisse hefði lent í árekstri við áströlsk skattayfirvöld vegna skattamála. Dótturfyrirtækið, Swiss Aluminium Australia, hafi borgað „lítilfjörlega skatta” af gróða sínum á árunum 1972-79. -ARH. ^ Páska- stemmning ábama- heimili Jú, það er sem sýnist. Stúlkan litla leikur sér við páskaunga. Það eru ckki allir jafnheppnir og krakkarnir á barnahcimilinu Sunnuborg en unt/an- farna daga hafa þau fengið að fylgjast með uppvexti nokkurra unga. Vafalaust hafa börnin lært margt aj vistinni meó ungunum og páska- stemmningin verió mun meiri fyrir bragðið.Gaman vœri ef öll barnaheimili gœtu útt þess kost að hafa dýr með börnunum en því mióur erþað miklum erfiðleikum bundið og páskaunga- gamninu á Sunnuðorg lýkur nú um páskana. -ELA/DB-mynd Sig. Þttrri. óskar lands- mönnum gleðilegra páska —ítarleg páskadag- bók og umjjöllun um dagskrár út- varps og sjónvarps um páskafylgja í dag. mSBUBW er 44 síður í dag. -Nœsta blað kemur út á þriðjudag. A Í. A A J> * * * A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.