Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 « NÝJASTA TÆKNIOG VÍSINDI —sjónvarp kl. 20,45: Sagt frá ormi sem skríður f auguog blindar fólk m —einnig sýndar myndir um svifhökkva ogsólarorku Þrjár myndir verða á dagskrá þáttar- ins Nýjasta tækni og vísindi sem Sig- urður H. Richter annast í sjónvarpinu í kvöld. Sú fyrsta fjallar um svifnökkva eða loftpúðaskip eins og þetta fyrirbæri hefur stundum verið nefnt. Sagt er frá þróun svifnökkva, hvernig þeir vinna og frá þeim nýjustu og stærstu. Stærsti svifnökkvinn sem nú er i notkun i heiminum getur flutt 400 farþega og 60 bUa í hverri ferð. Hann er i reglu- bundnum ferðum yfir Ermarsund. Einnig verður sagt frá notkun svif- nökkva við ýmsar aðstæður en þeir tninnstu eru drifnir áfram með mótor- um sem henta myndu vel í venjulegar garðsláttuvélar. önnur myndin fjallar um óhugnan- legan hitabeltissjúkdóm sem kallast ár- bUnda. Það sem veldur honum er þráð- ormur sem getur komizt i augp fólks og valdið blindu. Bitmý ber þennan sjúk- dóm á mUli en vegna hans eru mörg svæði i hitabeltinu óbyggileg. Áætlað er að 20 mUljónir manna séu haldnar honum en taUð er að um 20 af hundr- aði þeirra verði bUndir. Myndin sem sýnd verður segir frá sjúkdómnum og baráttu gegn honum. Loks verður sýnd yfirlitsmynd um nýtingu sólarorku i heiminum í dag. Í henni verða einnig raktar ýmsar framtíðaráætlanir, meðal annars um að virkja sólarorku í gehnnum og senda hana siðan tii jarðar með háþróaðri tækni. -KMU. Úr fuglalífsmyndlnni Fljótandl flugvöllur. FUOTANDIFLUGVÖLLUR—sjónvarp kl. 18,30: VINSÆLL VIDK0MU- STAÐUR FARFUGLA Fuglalifsmynd úr Survival-náttúru- myndafiokknum verður sýnd í sjón- varpinu í kvöld kl. 18,30. Hún nefnist Fljótandi flugvöllur og fjallar um stöðuvatn eitt í Suður-Dakóta í Bandarikjunum sem er griðastaður fjölda fuglategunda. Þúsundir farfugla á leið milli norð- lægra og suðlægra staða hafa við- komu á þessu vatni sem þýðandinn, Óskar Ingimarsson, hefur kallað á islenzku Sandvatn. Þar staldra við fuglar sem komnir eru alla leið norðan frá Hudson Bay á leið suður til Mississippi, dvelja kannski á vatn- inu í nokkra daga meðan kröftum er safnað til að halda för áfram. Sandvatn er þvi nokkurs konar' millilendingarflugvöllur fyrir fuglana og reyndar endastöð sumra þeirra þvi við vatnið verpa einnig margar fugla- tegundir enda eru lífsskilyrði þar hin ákjósanlegustu. Að sögn Óskars er hér um ágæta mynd að ræða. Er hún vel tekin og bregður oft fyrir skemmtilegum atriðum enda eru fuglarnir myndaðir bæði af landi og úr lofti. -KMU. VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Saia — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — bimi 15480. Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR Based on a true story of a modern family and how they survived with their wi/derness friends. starring ROBERT F. LOGAN • SUSAN DAMANTE SHAW mtroducmg HOLLYE HOLMES and HAM LARSEN Produced by ARTHUR R.DUBS Directed by STEWART RAFFILL Screenplay by STEWART RAFFILL Musicby GENE KAUERand DOUGLAS LACKEY Title Songs Performed by LEE DRESSER • A PACIFIC INTERNATIONAL ENTERPRISES INC. RELEASE. ColorbyC.F.J. PÁSKAMYND1981: HÚSIÐ1ÓBYGGÐUNUM (THE WILDERNESS FAMILY) Skemmtileg mynd sem fjallar um fjölskyldu sem flýr stórborgina til að setj- ast að í óbyggðum. Myndin er byggð á sannri sögu. Myndfyrir alla fjölskylduna. Leikstjóri: STEWART RAFFILL Aðalhlutverk: ROBERT F. LOGAN, SUSAN DAMANTE SHAW Sýnd kl. 5,7 og 9. TÓNABIÓ Simi T 1 1 R2. The Adventures of the WSMHBS FAMILY

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.