Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 .19 Með Utsyn tilMallorca: íslendingar aldrei leiöir á lífínu á Mallorca í fyrsta skipti býður ferðaskrif- stofan Útsýn viðskiptavinum sinum til Mallorca i reglubundnu leiguflugi. Mallorca er orðin þekkt hér á landi enda hefur verið farið þangað með Islendinga i allt að 15 ár. Margir fara þangað ár eftir ár og verða aldrei leiðir enda margt um að vera á Mallorca. Fyrir utan fjölbreytt landslag er þar aö finna eitthvert fjölbreyttasta skemmtanalíf á Spáni, enda Mallorca- búar vanir þvi að taka á móti ferða- mönnum og byggist eyjan að mörgu Ieyti orðið upp á þeim. Útsýn býður upp á fjölda skoðana- ferða, t.d. um höfuðborg Mallorca, Palma, ferð til Formentor og Puerto de Pollensa á norðurströnd Mallorca, dagsferð til Manacor og hinna frægu Drekahella, dagsferð til Valdemosa, Deya og Soller þar sem skoöað er hið fræga karþanska klaustur i Valdemosa og garðamir við Raixa og eða Alfabia. Grisaveizla er að sjálfsögðu haldin en hún er ómissandi í Mallorcaferð, svo og ferð i næturklúbbinn TITO’S. Út- sýn býður farþegum að velja milli tveggja baðstranda, Palma Nova og Magaluf. Eru þær um 15—20 km frá höfuðborginni. Eins og þeir vita sem hafa verið á Mallorca er ýmislegt hægt að gera sér til gamans á daginn fyrir utan að liggja og sóla sig. T.d. má heimsækja sædýrasafnið, fá sér reiðsprett, en hestaleigur eru margar, nú eða skreppa á mótorhjóli eða vespu, spila tennis, golf, fara á sjóskíði, [ siglingar og ótal margt fleira. Fyrir matmenn er hægt að finna matstaði á hverju horni, hvort sem vill kinverska, skandinaviska, suður- ameriska, franska eða spánska rétti. Þá eru einnig ódýrir hamborgarastaðir á hverju strái. Og fjöldi verzlana er þar líka þó öllum beri saman um að ekki sé lengur hagstætt að verzla á Spáni, góð kaup má þó gera 1 leðurvörum. Útsýn býður upp á íbúðar- bygginguna Porto Nova á Palma Nova,‘ Hótel Guadalupe á Magaluf og hótel Valparaiso i Palma. Fyrir tvo í ibúð i Porto Nova er verðið 7.610 fyrir mann yfir sumarmánuðina i 3 vikur og á hótel Guadalupe með morgunmat er verðið 7.100. Flogið er með Boeing 720 þotu Amarílugs og lent á Palma-flugvelli eftir fjögurra klst. flug. Um þriggja stundarfjóröunga akstur er frá flugvelli til gististaða. Tímamismunur á íslandi og Mallorca er 2 klukkustundir. -ELA. Ferðaskrifstofan Útsýn býður nú f fyrsta skipti reglubundið leiguflug til Mallorca. VÖRUBÍLSTJÓRAR - VINNUVÉLAEIGENDUR Vegna sívaxandi sölu og mikilla umsvifa erum við með hálftómar söluskrár. Því auglýsum við hér með eftir öllum tegundum og árgerðum af vörubílum og vinnuvélum á sölu- skrá. Látið skrá tækin ykkar þar sem þau seljast. BÍLA- OG VÉLASALAN ÁS HÖFÐATÚNI 2, SÍMI 2 48 60 • Kvartmílubílar • Sendibílar • Lúxusbílar • Rallybílar • Alls kyns bílar og hjól Barnagæzla Veitingar Video Tommi og Jenni Askur kynnir nýja gerð hamborgara Sýningin verður opin sem hér segir: miðvikud. 15. apríl kl. 19.00 - 22.00 fimmtud. 16. apríl kl. 14.00 - 18.00 föstud. 17. apríl kl. 16.00 - 22.00 laugard. 18. apríl kl. 14.00 - 22.00 sunnud. 19. apríl kl. 16.00 - 22.00 mánud. 20. apríl kl. 14.00 - 23.00 ALLIR í HÖLLINA KVARTMILUKLUBBURINN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.