Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MIÐVDCUDAGUR 15. APRÍL 1981 41 ATLANTIK í FYRSTA SKIPTT TIL MALLORCA m » íbúflarbótelið Royal Playa de Palma var teklð 1 notkun fyrir einu Ari og ferðaskrlfstofan Atlantik býður nú farþegum sinum gistlngu þar. Ferðaskrífstofan Úrval til Ibiza: ENGIR NEMA SJÓMENN ÞEKKTUIBIZA FYRST núférfólkáreftirár Ferðaskrifstofan Atlantik býður einnig í fyrsta skipti ferð til Mallorca og er fyrsta ferðin farin núna, 15. apríl. í sumar verður síðan farið regluiega i tveggja og þriggja vikna ferðir. Boðið er upp á nýtt íbúðar- hótel, Royal Playa de Palma. Það stendur við ströndina Playa dé Paíma sem er um 8 km áustan við höfuð- bortrir.aPaÍma. Playa de Palma er 4ra km löng strönd milli Can Pastilla og Arenal. Með 500 m millibili eru barir, veit- ingastaðir, salerni og aðstaða tii fata- skipta. Atlantik býður upp á hefð- bundnar skoðunarferðir á Mallorca. Verðið er frá 7.700 miðað við að tveir séu i ibúð i 22 daga. Flogið er með B-727 þotu Flugieiða i beinu flugi til Palma. Atlantik býður far- þegum sínum að koma á skrifstofu sfna og sjá mynd á myndsegulbands- taski frá Royal Playa de Palma ibúðarhótelinu. - ELA „Þegar við byrjuðum að selja ferðir til Ibiza vorið 1976 hafði fólk ekki hugmynd um hvar þessi staður er. En gamlir sjómenn, þeir vissu það. f gamla daga var nefnilega salt sótt til Ibiza en þar voru og eru reyndar ennþá miklar saltnámur,” sagði Steinn Lárusson framkvæmdastjórí Úrvals. í sumar og allt frá deginum i dag býður Úrval upp á ferðir til Ibiza, eyjar sem er ekki nema um 544 ferkilómetrar en býður þó upp á svo ótrúlega margt. Skal þar fyrst nefnd tfzkan en hún er fræg um allanheim. t samvinnu við Hollywood og Samúel býður Úrval upp á svokallaöar Stjörnuferðir til Ibiza í sumar. Eru þær ferðir einkum ætlaðar ungu fólki. Ibiza er þó að sjáifsögðu staður fyrir alla fjölskylduna, eða eins og segir i kynn- ingarriti um staðinn þá býður eyjan upp á friðsæld og kyrrð í fögru um- hverfi en einnig fjörugt næturlif á heimsmælikvarða. „Það má segja að Ibiza sé mið- punktur heimsins. Þangað hafa hippar og listamenn lagt leið sina i nokkuð mörg ár og ber staðurínn merki þess. Götusala er fjölbreytt, sýningarsalir (galleri) eru margir og myndlistarsýn- ingar tíðar. Ég held að hvergi sé eins „fríkað” skemmtanalif og á Ibiza,” sagði Steinn. Ibiza hefur haldið sinni ferðamanna- trafflk þrátt fyrir að aðrir staðir á Spáni hafi „dottið niður”. Á árunum '78—-’80, þegar heildarfækkun var um 15% til Spánar, var fækkunin ekki nema 3% á Ibiza. Eyjan hefur afar sér- stakan byggingarstfl og hafa listamenn því sótt mjög til hennar. Á Ibiza er nektarströnd, jafnt sem strönd þar sem bikini og sundskýlur eru í hávegum hafðar. En það kippir sér enginn upp við að sjá berbrjósta stúlkur á Ibiza. Veðurfar er mjög gott. í april og mai er hitinn i kringum 18— 22 stig en yfir sumarmánuðina 25—30 stig. Á Ibiza er mikil hreyfing á loftinu og er þess vegna aldrei óþolandi heitt. íbúar Ibiza eru aðeins 40 þúsund og býr heimingur þeirra í höfuðborginni sem er samnefnd eyjunni. Fyrsta ferð Úrvals til Ibiza er I dag en sú ferð varð strax fullbókuð. Þéttbókað er í allar ferðir sumarsins. Verðið i tvær vikur er frá 4.700 krónum í íbúð og 5.500 krónum í þrjár vikur. Hægt er að velja um 4 gististaði. -ELA og búnaður Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa 11/4 — 20/4 OPIÐ KL. 14-22 ALLA HÁTÍÐISDAGAIMA • Bátur smíöaður á staónum. • Stærsta páskaegg á Íslandi. • Sjáið bátavél í gangi. • Tízkusýningar — verðlaun. • Gúmmíbátur í heimilissundlaug. • Kynnið ykkur sértilboð flugfélaganna. • Leiksvæði fyrir börn. Fjöldi sýningardeilda með búnaði fyrir bátasiglingar og útiveru, allt frá úthaf ssnekkju ofan í sexæring. Stórkostleg fjölskylduhátíð um páskana SNARFARI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.