Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRlL 1981 Henm leizt ekki alls kostar á okkur DB-menn en fékkst þó til ad sýna okkur skreytinguna sína. Vinstúlka hennar brosir alls óhrædd. Notum fndagana til þess að hreinsa og snyrta f garðinum „Nú, fyrir það fyrsta þarf að ljúka við að klippa trén ef það hefur ekki þegar verið gert. Hreinsa verður burtu allt rusl og það er nóg af þvi núna í görðura. Það er enn of snemmt að bera tilbúna áburðinn á og óþarfi er að bera húsdýraáburð á oftar en á þriggja til fjögurra ára fresti, en það má gera núna,” sagði Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri Reykjavikurborgar i samtali við Neytendasíðuna. Við SD»^um hann hvort garðeigendur gætu ekki notað komandi helgidaga tii þess að gera eitthvað i garðinum sinum. Hann sagöi einnig að nú ætti að klippa ofan af fjölæru jurtunum og hreinsa burtu allt sem er visið. Það er gott að gera núna strax, svona þegar plöntumar em að vakna. En varlega að svo viðk-;-mir nýgræðl. íngarmr 'Kemmjst e|<ki. Leifar af gömlum jurtum er rétt að grafa niður i garðinum. Fóndraðumpáska r PASKAUUUR OG GUUR UNGAR STYTTA SniNDIRNAR Páskahelgin getur reynzt þeim bömum sem eru heima viö nokkuð löng. Að vlsu er hægt að leika sér úti allan guðslangan daginn ef veðrið er gott en bregði þar eitthvað út af er fátt til dundurs. Ríkisfjölmiðlamir gera ekki mikið fyrir yngstu kynslóð- ina þessa frídaga og þvi verða liklega foreldrarnir að fórna nokkru af tima sinum til að sinna bömunum. Það er lika ekki siður gaman fyrir foreldr- ana en börnin að föndra svolítið. Á mánudaginn litum við inn á dag- heimilið Suðurborg við Suðurhóla þar sem bömin voru einmitt að föndra sitthvað skemmtilegt fyrir páskana. Þau bjuggu til borðskraut og veggmyndir í björtum og fallegum litum. Þetta vom böm á aldrinum 5 til 8 ára sem eru á skóladagheimili. Það er til húsa i sama húsi og dag- heimili yngri bamanna en nýtt hús stendur til að smiða yflr eldri börnin. Stelpumar voru mun duglegri en strákamir i föndrinu. Þeir léku sér úti'og stóðu i stórframkvæmdum, svo sem skurðgreftri. En stelpurnar útskýrðu fyrir okkur hvernig búa má til virkilega fallegt páskadót. Páskaliljur er bezt að búa til úr þunnum pappir, til dæmis krep- pappir. Krónublöðin em úr gulum pappir en leggirnir úr grænum. Sé ekki til siikur pappir á heimilinu má einfaidlega lita hvitan pappir á bæöi borð. Úr gulum pappir em klipptir út 5 hringir, allir jafnstórir. Einn þéirra er vafinn þétt saman og myndar hann miðju blómsins. Hinir fjórir em teknir saman i eina hliðina þannig að þeir mynda eins og laufblöð. Þeim er raðað um hringinn í miðjunni. Neðst um þennan krans er vafið grönnum vir þannig að allt haldist saman. Vir- inn er hafður nógu langur til þess að mynda stilk. Utan um hann er svo vafið ræmu af grænum pappir. Á stilkinn em sett laufblöð úr grænum pappír sem búin eru til eins og gulu blöðin. Þegar sjálfur stilkurinn er vafinn er blöðunum stungið undir vafninginn. Liljunum má stinga i leir sem hafður er í einhverju grunnu fláti, t.d. bakka undan epium. Einnig má stinga páskalilju i hvert glas við matarborðið eða leggja hana við hvem disk. Páskaungar eru búnir til úr gulu gami og aðferðin er sú sama og við að búa til dúska. Allar mömmur eiga að kunna það. Á litlu gulu dúskana er svo limdur goggur úr rauðum pappa og tvö lítil blá augu. Til þess að undirstrika það hversu nýkominn unginn er úr eggi má setja örlitið eggjaskurn á bakið á honum. 1 bakkann hjá páskaliljunni má setja bómull, ungann þar í og jafnvel egg sem á hefur verið skrifað GLEÐILEGA PÁSKA. Það gerðu að minnsta kosti krakkamir i Suður- borg. . DS Neytendasíðan óskarlesendum sínum gfeðilegjra páska Brosandi hópur bama á Suðurborg með páskaskreytingar. ,,Þá emm við ekki með neina rán- yrkju heldur skilum móður náttúm aftur þvi sem við höfum frá henni fengið,” sagði Hafliði. Ef safnhaugur er fyrir hendi er auðvitað rétt að láta i hann allt sem til fellur úr garðinum, afklippur og annað. Nú er rétti tíminn til að taka vetrar- hlífar ofan af trjám og plöntum. Þeir sem em með matjurtir verða að drifa i að sá gulrófum beint i beð eða vermireit eins fljótt og klakinn fer úr efsta laginu. Ekkert gerir til þótt klaki sé undir. Einnig er hægt að sá pétursselju núna. „Annars vita nú allir ræktunar- menn þetta,” sagði Hafliði. — Það má vera? Ekki sakar samt að stugga við fólki og ekki eru allir „gamlir” f hettunni hvað garðyrkjuna varðar. - A.BJ. Benedikts-egg í sumum byggðarlögum eru páska- guðsþjónustur haldnar klukkan átta á páskadagsmorgun. Fólk er þá glor- soltið þegar það kemur heim úr mess- unni og gott að geta þá boðiö upp á eitthvað virkilega gómsætt. — Egg tilheyra páskunum, ekki siður hænu- egg en súkkulaðiegg. Eftirfarandi réttur heitir Benedikts egg. Það sem þarf fyrir einn: Eln kruðubolla, tvær krlnglóttar skinkusnelðar (sem passa ofan á kruðubolluhelmingana), tvö egg og hollenzk sósa. Kruðubollumar eru skornar í tvennt, smurðar með smjöri og skinkan látin ofan á. Eggin eru soöin skumlaus og látin ofan á brauðið. Hollenzku sósunni er síðan hellt yflr en hún er búin til samkvæmt upp- skriftinni á pakkanum (til em tvær gerðir, bæði frá Knorr og Toro, báðar mjög góðar sósur). Skurnlaus egg em soðin á eftirfar-i andi hátt: Vatn er hitað í potti eða djúpri pönnu, lftið magn. Eggin eru brotin (eitt i einu) i djúpan disk og þegar vatnið er alveg rétt við suðu eru eggin látin varlega út í. Hvítan hleypur strax og eggið kemur i vatniö. Soðin i um það bil 5 mín., þá tekin upp úr meö gataspaða og vatnið látið rennaafþeim. » Vetrargosarnir standa nú i blóma. Þeir eru dásamlega fallegir með sfnum gulu, hvftu og bláu blómum. Þessir prýða skrúðgarðinn i Laugardal þar sem allt er nú að vakna til lifsins eins og i öðrum skrúðgörðum. DB-mynd Hörður. Þcir sem ekki hafa lokið við að klippa trén eiga að gera það sem allra fyrst. DB-mynd Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.