Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVKUDAGUR1S. APRÍL 1981 ILFORD FILMUR SVART/HVITAR Ö&% David Pitt & Co hf ^^J^^^ Klapparstíg 16 Pósthólf 1297 Sími 13333 121 Reykjavík Óskar Gfslason: „Auðvitað væri gaman að vera orðinn 21 árs aftur." Óskar er hér með gamla og göða vél, Eastman Kodak. DB-mynd Bjarnleifur. ¦ Óskar Gíslason Ijósmyndari áttræður ídag: „Ellin er dásamleg, þegarheilsanergóð" —verst er að hafa ekki bremsu á tímann „Uss, minnztu ekki á það," segir Öskar Gislason ljósmyndari, sem verður áttræður i dag, „auðvitað væri gaman að verða orðinn 21 árs aftur. Annars er ellin dásamleg, þegar heilsan ergóð." Óskar varð fyrstur manna til að framkallakvikmyndir á tslandi, lærði það af danska kvikmyndamanninum Larsen, sem tók Borgarættina. ,,Ég heimsótti hann siðan i Kaupmanna- höfn og fyrir hans tilstilli fékk ég að valsa eins og ég vildi i kvikmyndaveri Nordisk Film Kompagni. Það var það eina, sem eg nokkurn tima lærði um kvikmyndagerð — nema af sjálfum mér af þvi að vinna við þetta i fjöldu ára." Öskar Gislason er eiiuraf frumherj- um islenzkrar kvikmyndagerðar. Fyrsta mynd hans var um Lýðveldis- hátiðina 1944, síðan gerði hann aðra heimildamynd um hátiðahöld á sjó- mannadaginn, þá þriðju um Reykjavík vorra daga, en frægust heimildamynda hans varð „Björgunarafrekið við Látrabjarg" sem hann tók á strandstað við mjög erfiðar aðstæður. Hann gerði einnig leiknar myndir, svo sem Síðasti bærinn í dalnum, Reykjavikurævintýri Bakkabræðra, Ágirnd og Nýtt hlutverk, raunsæislega mynd um líf verkafólks byggða á sam- nefndri sðgu Vilhjálms S. Vilhjálms- sonar. Var það fyrsta islenzka kvik- myndin þar sem tal var tekið upp sam- hliðamynd. Óskar lætur sér nú orðið nægja ljós- myndirnar. „Ég mynda kunningjana prívat, hef nóg að gera í þvi. Verst að hafa ekki bremsu á tímann, hann liður alltoffljótt." -IHH GLÆSILEGT ÚRVAL: • Blómstrandi pottaplöntur • Gjafavörur, margs konar • Afskorinblóm • Hagstætt > Velkomin verð _______> til Hveragerðis Gleðilega páska Höfn Homafírði: Treyst á komu póstskipsins - því Rugleiðir hafa ekki tekið bögglapóst í viku Hornfirðingum finnst þjónusta Flugleiða alveg sér á parti. Nú i viku, eða frá því á þriðjudag í siðustu viku hefur félagið neitað að taka bögglapóst til Hafnar. Það geta allir sett sig i spor þess fólks á landsbyggðinni, sem býr við þetta. Ferming var á Hðfn á pálmasunnu- dag og önnur verður á skirdag, þannig að margir koma ekki sendingum eða öðrum varrúngi vegna þeirra. Skipa- ferðir til Hafnar frá Reykjavík eru aðeins einu sinni i viku, þ.e. ef skipið kemur þá við og fer ekki beint til Djúpavogs. En þrátt fyrir þetta verða :menn nú að treysta á flutninga með skipum og tala nú um komu póstskips- :ins eins og i gamla daga. -j úlíu Höfn. íkjallaragrein Misritun varð i Kjallaragrein Einars Karls Haraldssonar ritstjóra i Dag- blaðinu i gær. i stað orðsins „upphaflega" átti að vera „frá upphafi". Rétt er umrædd málsgrein svohljóðandi: „Ástæðan fyrir því að Bandarikja- menn hafa verið tregir til þess að leggja fé í islenska flugstöð er sú, að á Banda- ríkjaþingi hefur verið andstaða gegn þeirri hugmynd frá upphafi." Martröð í Alþýðuleikhúsinu (Hafnarbíó). Nemendasýning Jassballettskóla Báru í kvöld miðvikudag kl. 20:30. Miðasala í leikhúsinu sími 16444.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.