Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRlL 1981
i
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Fjórir bræður
Florencio, Fermin, Fernando og Fabian heita þessir fjórir
hressu strákar. Eins og sjá má eru þeir nauöalíkir hver öðrum
enda ekki nema von þvíþeir eru jjórburar.
Þegar þeir fœddust fyrir fimm árum í New Mexico í Banda-
ríkjunum voru líkurnar á því að þeir myndu allir lifa taldar mjög
litlar. En í dag eru þeir allir sprelllifandi og hafa reglulega gaman
af lífinu. Sérstaklega þykir þeim skemmtilegt að vita til þess að
aðeins tvœr manneskjur á jörðinni þekkja þá í sundur; móðir
þeirra og systir þeirra, Kathie. Faðir þeirra er ekki alveg viss um
hvererhver.
„Ég veit ekki hver er hver eða hver gerir hvað, en ég elska
þessa drengi, ” segir faðirinn. „Ég er svo upptekinn alla daga að
ég hef varla tækifœri til að fylgjast með þeim. ”
Kysstu
nú
mömmu
Þó að 12 ár séu liðin frá því að
Mady Karsten kom með górilluapann
Matze á dýragarðinn í Frankfurt, og þá
sem unga, man hann enn eftir henni.
Þegar hún kom loks að heimsækja
hann rak hann henni rembingskoss
eins og siðuöum syni ber eftir svo
langan aðskilnað frá „fósturmömmu”.
Karen
Ann
lifir enn
Karen Ann Quinlan er nú orðin 27
áragómul.
Frá 15. april 1975 hefur hún legið i
dái á sjúkrahúsi i New Jersey og læknar
hafa fyrir löngu gefið upp alla von um
aö hún vakni á ný.
Eins og menn muna vakti mál Karen
Ann mikla athygli á sinum tima. For-
eldrar hennar fengu framgengt með
hæstaréttardómi kröfu sinni um að
öndunartæki sem héldu í henni lifinu
yrðu tekin úr sambandi. Tækin voru
tekin úr sambandi i mai 1976 en Karen
dó ekki. Hjartað hélt áfram að slá og
enn slær það, reglulegum og eðlilegum
slætti. Læknar segja að hún geti þess
vegna lifað i mörg ár i viðbót.
wv.
Landakynning
Vikunnar:
24 slðna fylgirit:
Steypt hús á
stuttri stund