Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 'immjam frjáJst, úháð daghlað Utgafandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Svainn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aflstoflarritstjóri: Haukur Halgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Raykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalstainn Ingólfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur PAisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaflamonn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stafánsdóttir, Elfn Albertsdóttir, Gfsli SVan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld HAkonardóttir, KristjAn MAr Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnieifur Bjarnleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Svainn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: MAr E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aflalsfmi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaflið hf., Sfflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf!, Sfflumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skelfunni 10. ' Askrrftarverfl A mánufli kr. 70,00. Verfl f lausasölu kr. 4,00. Skólastofur og skríðdrekar Páskahelgin fer í hönd. í augum flestra er hún velkomið leyfi frá störfum, sem menn munu nota til hvíld- ar, ferðalaga eða afþreyingar. Fólk mun treysta vináttu- og fjölskyldubönd. Það er inntak hátíða kristninnar, að kærleikurinn sitji í fyrirrúmi. Vert er að gefa gaum, við þessa hátíð, hvaða kærleika við sýnum í verki þeim, sem snauðastir eru og verst komnir. Landsmenn hafa um skeið búið við það efnahagsástand, að kaupmáttur hefur nánast staðið í stað. Fátækt fyrirfinnst á íslandi mitt í lífsgæða- kapphlaupinu. Miklu sárari eymd fyrirfinnst í löndum fjarlægumokkur. Og hvað gerum við hinum aumustu náungum okkar til styrktar? Oft er bent á, að fjársafnanir þeim til handa fá yfirleitt góðar undirtekir hér á landi. En meira mundi skipta, ef við legðum af mörkum með skipulögðum hætti þann skerf, sem um árabil hefur verið að stefnt í orði kveðnu. Lítum á sum þau mál, sem ofarlega hafa verið á baugi síðustu daga og vikur. Var ekki bygging rándýrrar flugstöðvar eitt helzta hitamálið síðustu daga? Hafa flestir ráðamenn ekki lýst yfir stuðningi við að taka þátt í norrænum gervihnetti, Nordsat, við mikinn tilkostnað, og var það mál ekki efst á baugi á þingi Norðurlandaráðs fyrir skömmu? Okkur langar að bæta aðstöðu okkar í flughöfn, og sannarlega er réttmætt, að þar finnist skapleg lausn. Okkur langar að verða aðnjótandi meira sjónvarps- efnis, svo að val okkar geti orðið betra og okkur til ánægjuauka, en sníðum við okkur þar stakk eftir vexti? Meðan slík mál eru í sviðsljósi í íslenzkum stjórn- málum, hvað leggjum við þá af mörkum til hinna fá- tæku í heiminum? Utanríkisráðherra nefndi það í skýrslu sinni fyrir skömmu. Tíu ár eru síðan Alþingi samþykkti lög um aðstoð íslands við þróunarlöndin og markaði þá stefnu, að unnið skyldi að því, að framlög íslendinga til þróunar- aðstoðar næðu hið fyrsta einu prósenti af þjóðar- tekjum, eins og samþykkt hafði verið á þingi Sameinuðu þjóðanna. Framlög Dana.Norðmanna og Svía hafaþegar náð þessu prósenti af þjóðartekjum. Finnarhafa aðeinsnáð fjórðungi úr prósenti. Hlutur íslendinga er víðs fjarri. Hann er aðeins 0,05-0,06 prósent af þjóðartekjum. Prestar kirkjunnar mættu gjarnan huga að þessum þætti í umfjöllun sinni um náungakærleik nú um páskana. Utanríkisráðherra gat í skýrslu sinni, við hvaða vandamál stór hluti heims stríðir. Þar ræður hungrið ríkjum. „Fyrir þá fjárhæð, sem einn nítízku skriðdreki kostar, mætti byggja skólastofur fyrir þúsundir barna,”var ein staðreyndinj sem ráðherrann nefndi. Við, íslendingar, verjum ekki fjármunum til skriðdrekakaupa. En getum við samt þvegið hendur okkar af því ástandi, sem ríkir? Er ekki verðugt, að við leiðum hugann að þessum efnum á hinum kristnu kærleikshátíðum? r V Hugmyndir sem valda mundu miklum framförum r NYJAR AÐFERÐIR við lagningu veitukerfa sveitarfélaga í lesendadálkum dagblaða birtast oft lesendabréf þar sem fram kemur gagnrýni á framkvæmdir sveitar- félaga við gerð hinna ýmsu veitukerfa sem sveitarfélögum er skylt og nauðsynlegt að sjá um framkvæmd á. Sérstaklega er bent á þá ómót- mælanlegu staðreynd aö hvert veitu- kerfi er unnið og framkvæmt eitt út af fyrir sig, frárennsliskerfi oft lagt fyrst, siðan i runu vatnsveita, hita- veita, rafmagn, simi. Segja má að oft sé þessi gagnrýni byggð á æði lftilli þekkingu á verk- legum framkvæmdum. Eitt er víst. Þeir sem þessum framkvæmdum stjórna, pólitiskt kjörnir fulltrúar og embættismenn, láta alla slika gagn- rýni sem vind, um eyru þjóta. Fram- kvæmdum er ár eftir ár hagaö nákvæmlega á sama hátt og það án tillits til hvort aðstæður eru likar frá einum staö til annars. Rauðavatn Það sem fékk mig til að stinga niður penna um þetta mál var umræðan eða öllu heldur deilan um byggðina væntanlegu við Rauðavatn. Kannski ætti maöur úr annarri sókn ekki að vera að sletta sér fram i svo viðkvæmt mál enda skal ekki tekin afstaða til þess hvort skynsamlegt sé að byggja á þessu svæði. Það er heimamanna að kljást um þaö. En í blöðum hefur það verið tíundað að tvær stofnanir Reykjavikurborgar séu komnar í hár saman út af hugsan- iegum kostnaði við að gera svæðið byggingarhæft. Og ágreiningurinn virðist fyrst og fremst snúast um kostnað við gerð veitukerfa. Eitt virðast þó stofnanirnar samtaka um. £ „Leggja má öll veitukerfin; frárennslis- kerfi, vatnsveitu, fjarhitun, rafmagn og síma í einu, í einn og sama skurðinn — á eitt og sama dýpi — í einn og sama einangrunar- stokkinn, sem einungis er sandfylltur.” „Og hvað svo, þegar ár bamsins” eða ,,ár trésins” og ,,ár fatlaðra” er liðið ? spurði ég einn mikinn „árs- áhugamann” fyrir stuttu. ,,Jú,” sagði hann, ,,þá tekur við ár næsta hóps því hinir hafa fengið af- greiðslu”! Þessi mikli áhugamaður um ,,ár- in” sem Sameinuðu þjóðimar hafa efnt til undanfarið er svo sannfærður um ágæti þessara ,,ára” að hann treystir þvi að ár sem tileinkað er barni, tré eða fötluðu fólki leysi vandann, rétt eins og „8x4”! Leysist einhver vandi? Og það er kannski einmitt þess vegna sem ekki er lengur rætt um tré eða börn, að vandamál þessara nátt- úrufyrirbæra voru leyst á ,,árinu” sem þeim var tileinkað. Nú er rætt um fatlaða — til ára- móta — og þá ætti vandi þeirra að vera leystur, allir erfiðleikar úr sög- unni, og við tekur nýtt ,,ár”! Kann- ski „ár vatnsins” eða ár „bílsins”. Það yrði laglegur skellur fyrir ríkis-i kassann ef menn færu almennt, á ári „vatnsins”, að neyta vatns I veizlum og vertshúsum án þess að blanda það alkóhóli! Það yrði varla talið „þjóð- hagslega” hagkvæmt! En meginspurningin í sambandi við þessi ,,ár”1ilýtur að vera sú hvort einhver sérstök lausn finnist á vanda- málum þeirra sem kastljósi er beint að á hinu eða þessu „árinu”. Svo dæmi séu tekin af þeim tveim- ur „árum” sem hér vom sviðsett, annars vegar til aðstoðar trjám og gróðri og hins vegar börnum, þá má fullyrða að nákvæmlega ekkert hafi áunnizt það sem varanlegt getur talizt, að því er varðar grósku og að- hlynningu þessara viðkvæmu af- kváema plánetunnar Jarðar. Þrátt fyrir marga fagra ræöuna og ritlingana sem gefnir eru út um verk- efni „ársins” er í raun ekkert bita- stætt sem bamið, tréö eða hinn fatlaði getur vænzt að veröi að vem- leika eða má óyggjandi rekja til „árs- ins” margumtalaða. Ræður og ályktanir gera nákvæm- lega ekkert gagn nema menn hafi þor til þess að fylgja þeim eftir í fram- kvæmd. Og framkvæmdin er svo grádega fjarlæg þegar verið er að setja saman ályktun. Að loknu tróári Skyldi skógrækt hafa tekiö stóran fjörkipp eftír að ár trésins leiö? Þvert V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.