Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 20
32 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 Menning Menning Menning Menning D 47 KONUR OG Listsýning norrænna kvenna að Kjarvalsstöðum Þá er hún loksins komin til Kjarvalsstaða, kvennasýningin mikla sem ferðast hefur um Norðurlönd undanfarin misseri. Af blaðaum- sögnum að dæma hafa menn ekki verið á eitt sáttir um forsendur og til- gang þessarar sýningar. Ekki þarf langa göngu um hana til að geta sér til um ástæður þeirrar miskliöar. Sýningin hangir nefnilega ekki saman, hvernig sem á hana er litið. Af hverju þurftu norrænar konur endilega að sýna saman? í formála sýningarskrár er hitt og þetta gefiö i skyn en fátt fullyrt. Sumum finnst norræn kvennasýning bara góð hug- mynd. Aðrir telja að sUk fyrirtæki efU samstöðu kvenna og geri þeim kleift að gera opinskáar tilfinningar sem hingað til hafi verið bældar eða taldar óæskilegar — væntanlega í heimi karlmanna. Leitað með logandi Ijósi Ahorfandinn lætur sér detta í hug að þær tUfmningar varði sérstaka upplifun kvenna, reynslu þeirra af barnsburði, barnauppeldi, kynlífi, svo og sérstakt sjónhorn þeirra í dag- legu lífi. Af nógu er að taka. Áhorfandinn leitar þessara for- boðnu tilfinninga meö logandi ljósi en rekst (með örfáum undantekning- um) á verk sem gætu allt að einu verið eftir karlmenn. Og sá sem þetta skrifar er ekki einn um þá „glám- sýni” því sænskir gagnrýnendur taka i samá streng. Á sýningin þá að sýna og sanna að engan greinarmun sé hægt að gera á Ust karla og kvenna? Að einungis sé hægt að tala um góða Ust og vonda? Þetta gefur sænska Ustakonan Lenke Rothman reyndar í skyn í greinarstúf sínum sem er eins og svolítið á skjön við aðra texta í sýningarskránni. Mismunandi þróunarstig Þá hefur a.m.k. öðrum fæti verið kippt undan fyrirtækinu og við sitjum einfaldlega uppi með óskipu- lega norræna myndlistarsýningu. Sú sýning er svo aUsendis ófullkomin því á hana vantar náttúrlega karlpening- ^ Pirkkoo Valo — Vinurinn elnl. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON í /Á Klrsti Mulnonen — Tvö málverk. UST inn, svo og alla þá sem vinna með öðrum hætti en á léreft og pappir. Að þvi ég best veit eru það einmitt konur í síðamefnda flokknum sem lagt hafa áherslu á hið „kvenlega sjónarmið” síðastliðin ár, einkum i Bandarikjun- um (Judy Chicago, Mary Beth Edel- son o.fl.) og kunnugt er mér um nokkrar sUkar á Norðurlöndum. Ekki er heldur skýrt hvað réð vali einstakra listakvenna á sýninguna, nema hvað þær áttu ailar að sýna „mismunandi þróunarstig og stil- brigði í myndlist kvenna”. Þessar forsendur eru svo loðnar að þær eru nánast meiningarlausar, auk þess sem þær gcfa til kynna að öll myndlist kvenna á Norðurlöndum i dag, þ.á m. nýlist, hafi verið tekin tU at- hugunar. Hvernig sem vaUð er grundvaUað er það skelfíng gloppótt. Þama eru afbragðsmyndir jafnt sem firna slæm verk næstum hUð við hlið. Er konum mismunað f myndlist? Var þá þessi kvennasýning dauða- dæmd frá upphafi? AUs ekki. Aðstandendur hennar þurftu einfald- lega að setjast niöur i upphafí og negla niður markmið hennar. Fyrir röskum tiu árum hefði tUtölulega opin kvennasýning af þessu tagi hugsanlega komið að gagni með því að hleypa kjarki i ungar Ustakonur og hvetja þær tU að gerast virkir þátttakendur í myndlistarlif- inu. Nú veit ég ekki til þess að konum sé neins staðar mismunað i myndUst sökum kynferöis og hér á iandi em þær í meirihluta i mörgum listsam- tökum: íslenskri grafík, TextUfélag- inu, Félagi leirlistarmanna og i virðingarstöðum i Félagi fslenskra myndlistarmanna. f dag er hætt við að ungum Ustakonum þyki svona sýning bera vott um beyg — hræðslu við samanburð. Hið kvenlega sjónarmið Allt um það held ég að norræn kvennasýning hefði getað gegnt mikilvægu hlutverki ef henni hefði verið beint í ákveðinn farveg eðavegi, t.a.m. ef listakonunum hefði verið gert að fjalla um ýmis þau mál sem brenna á konum í nútima þjóöfélagi. Þá hefði a.m.k. verið hægt að ganga úr skugga um eðU hins „kvenlega sjónarmiðs” í myndlist. En er öíl myndlisti 'samt ekki þýðingarmest er hún losnar úr viðjum kynferðis, þjóðemis og tíðarandans og tjáir eUíf og algild sannindi um mannskepnuna i fortíð, nútfð og framtíð? Afstaða fólks tU lifs og dauða, sprengjunnar, sorgarinnar og fleira getur varla ráðist af kynferði. En þótt hér hafi margt verið sagt um vankanta þessarar kvennasýn- ingar þá er hún fylUlega heimsóknar virði þar sem á henni eru margir ágætir listamenn. Þó að varla sé hægt að nota þjóðernishugtakiö að gagni hér þá er samt áberandi hve íslensku listakonurnar mynda sterka heUd, út frá gæðum eingöngu. Finnsku lista- konurnar virðast einnig setja markið hátt, ásamt með þeim norsku, en Danir og Sviar eru áberandi slakir. Valgerður Bergsdóttir — Einu sinni I var, teiknlng, 1979. rr~ Birgit Stahl-Nyberg — Málverk. Góð vísa Sjálfum fannst mér mikið til Kirsti Muionen og UUu Rantanen frá Finn- landi, þótt gjörólikar væru þær. Björg Holene, Kari Rolfsen og Mette Schau fannst mér bera af norsku Ustakonunum sem margar hverjar eru ansi munklegar. Eitthvað virðist einnig vera að gerast í myndum Tonje Ström þótt ég átti mig ekki alveg á áformum hennar. 1 sænsku deUdinni hafði ég mesta ánægju af fínlegum súrrealisma Theu Ekström og smá- gervum’ náttúrustúdium Ingegard Möller. í íslensku deUdinni er að vísu ýmis- legt sem hér hefur verið tU sýnis áður en góð vísa o.s.frv. Skáldfuglamynd- ir Valgeröar Bergsdóttur vinna á við endurfundi, svo og myndir Eddu, en þær BorghUdur og Bergljót koma skemmtilega á óvart. BorghUdur gerir meinfyndnar myndir með kon- sept-ívafi en Bergljót virðist ætla sér að komast út fyrir ramma málverks- ins, færa það út á gólf, út á brúks- hluti o.fl. Þar sem ég þekki ekki önnur verk hennar treysti ég mér ekki til að spá frekar í framlag hennar hér. Norrænu kvennasýningunni lýkur svoþann26. aprílnk. .^j. Tónlaikar SlnMnluhlJómavalUr lalanda I Há- akólablól 9. apri. SUórnandl: Póll Pamplchlar Póiaaon. Einlalkarl: Karal Sneabargar. Efnlsakrá: Ingvar Udhobn: Graatings from an old Worid; Thorfojöm Lundqulst: Hðlukon- sart, Fantasia Pragansa; Jaan Slbelius; Sinfónia nr. 1 í a-moll opus 39. Gamalt eðanýttl Kveðjur úr gömlum heimi, þá væntanlega tU nýs heims, er titiUinn á verki Ingvars Lidholms á verki sem hann samdi eftir pöntun The Clarion Music Society i tUefni 200 ára af- mælis Bandaríkjanna árið 1976. Verk Lidholms reyndist þörf áminning um hversu afstæð hugtökin gamalt og nýtt eru. Nú veit ég ekki hvort það hefur vakað fyrir höfundinum að sýna fram á hversu hröð öldrun getur orðið i gamla heiminum þegar nútímamúsik er annars vegar, en þannig barst mér verkið alla vega til Misjafnir tónleikar eyma. Helst gladdi það eyrað að heyra Pétur Þorvaldsson leika seUó- einleiksbútinn einstaklega ljúflega. Hljómsveitin spilaði annars þetta heldur gamaidags nútimastykki ágætiega. Hugþekkur leikur Fantasía Pragense reyndist nútima- verk af allt öðrum toga spunnið þó að Uka sé pöntunarverk. Þar reyndist hver tónn, hver hending þaulhugs- aður hluti fagurrar heUdarmyndar. Einleikshlutverkiö sprettur eðlUega upp úr hljómsveitarþættinum. Þannig stóð öðlingurinn Sneeberger miklu fremur eins og konsertmeistari fyrir framan hljómsveitina en emhver djöflatrillufiðlari sem hefur hana fyrir undirieikara. Um sniUi hans efast enginn sem heyrði hann leika i Háskólabíói. í höndum Sneebergers, Páls Pampichler og hljómsveitar- innar var Fantasia Pragense eitt hug- þekkasta nútimaverk sem ég hef lengi heyrt. Tónlist ( ■ EYJÓLFUR MELSTED 1 Barátta Ijóss og skugga Að síðustu þrumaði hljómsveitin fyrstu sinfóniu Sibeliusar yfir áheyr- endum. Margt lék hún laglega og ekki vantaði kraftinn. En þó urðu ýmsir hnökrar til þess að spiUa fyrir þvi aö flutningurinn teldist fylUlega góður. Flauturnar voru til dæmis ekki samstiga óbóunum nokkur augnabUk i öðrum kaflanum og málmblásarar voru langt því frá nógu samtaka, sérstaklega í öðrum og þriðja kafla, og svo klúðruðu streng- irnir pikkinu í lokin. En margt var Uka vel gert — klarinetturnar í upp- hafinu — viða gerðu hornin vel og í heildina tekið voru strengirnir góðir. Þannig: Tónleikar þessir voru mis- góðir en þó held ég að björtu hUð- arnar hafí borið af skuggahliöunum. -EM.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.