Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 32
Biskupinn lætur af störfum 1. október næstkomandi:
Innsetning nýs biskups
i embætti í september
—Stuðningsmannaf undir biskupsef na haldnir
Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup
hefur tilkynnt forseta Islands, Vigdisi
Finnbogadóttur, aö hann muni láta
af störfum 1. október næstkomandi.
Biskupinn veröur sjötugur 30. júní
nk.
Það er því ljóst orðið að
biskupskjör mun fara fram í sumar.
Hefur kirkjumálaráðuneytið gengið
frá reglugerð vegna hinna nýju laga
um biskupskjör. Samkvaemt henni
munu tæpir þrir mánuðir líöa frá því
að kjörskrá hefur verið lögð fram og
þar til talningu og áfrýjunarfresti til
ráðherra er lokið. Ef kjósa þarf
tvisvar, sem ekki er ólíklegt, mun það
taka sex vikur til viðbótar.
Samkvæmt þessu mun kosningu ekki
verða lokið fyrr en undir miðjan júlí
ef kosið er einu sinni en í ágústlok ef
kjósaþarf tvisvar.
Biskupsvigsla og/eða innsetning
biskups i embætti geti þá væntanlega
farið fram í byrjun september.
Allir guðfræðingar sem eru
islenzkir rikisborgarar innan
þjóðkirkjunnar og innan aldurs-
marka eru kjörgengir til biskups-
embættis. Þó þannig sé ekki um að
ræða sérstök framboð til biskups-
embættisins virðist löngu ljóst að
baráttan stendur á miUi þriggja
presta, þeirra séra Amgríms Jóns-
sonar í Háteigssókn, séra ÓlafS|
Skúlasonar dómprófasts og séra
Péturs Sigurgeirssonar vigslubiskups.
Kosningastarf til undirbúnings kjöri
þessara manna er löngu hafið og hafa
sérstakir stuðningsmannafundir
þeirra verið haldnir.
Kjörmenn eru prestar og leik-
menn, tæplega 150 talsins.
-GAJ.
ÓLARJR JÓHANNES-
SON VIÐURKENNIR
LEYNISAMNINGINN
Ólafur Jóhannesson utanrikisráð-
herra viðurkenndi í sjónvarpsþætti
tilvist leynisamnings stjómarUða.
,,Er hann ekki orðinn opinber?”
spurði ólafur, þegar Geir HaUgrims-
son gat um leynisamning Steingríms
Hermannssonar, Ragnars Amalds og
Gunnars Thoroddsen um starfshætti
i stjórnarsamstarfinu.
DB skýrði fyrst frá leynisamningn-
um og bar fyrir fréttinni varaþing-
mann Framsóknar, Finnboga Her-
mannsson. Framsóknarforingjar
hafa síðan neitað að samningurinn sé
tU þar tU nú. Margir leiðarar í
Tímanum hafa fjallað um að slíkur
samningur sé ekki tU.
Leynisamningurinn kveður á um
að meiri háttar mál skuU í ríkisstjórn
afgreidd með algeru samkomulagi.
Meirihluti ráðherra geti þar ekki
kúgað minnihlutann.
í sjónvarpsþættinum skýrði Ingvi
Hrafn Jónsson fréttamaður frá því
að forsætisráðherra hefði óskað eftir
að fulltrúi sjálfstæðismanna í ríkis-
stjórn tæki þátt i þessum umræðu-
þætti um utanriksimál. Hefði for-
sætisráðherra sagt að utanrikisráð-
herra túlkaði ekki sjónarmið, hvorki
rikisstjórnarinnar né meginhluta
þingflokks Framsóknar í flug-
stöðvarmáUnu. Friðjón Þórðarson
ráðherra kom því í þáttinn. Stdn-
grimi Hermannssyni var boðin þátt-
taka en taldi ekki þörf á þótt utan-
ríkisráðherra túlkaði ekki afstöðu
þingflokks Framsóknar í flug-
stöðvarmáUnu.
-HH
Tónlistarhöll fyrir
ágóðann af Útsýn?
, .Tónlistin er eina listgreinin í land-
inu sem ekkert þak á yftr höfuðið,”
sagði Ingólfur Guðbrandsson á
blaðamannafundi í gær. Þar skýröi
hann frá því að nú væru Uðnir
fjórtán mánuðir siðan hann bauð
ríkisstjóminni að gera Ferðaskrif-
stofuna Otsýn að sjálfseignarstofnun
til ágóða fyrir listastarfsemi í land-
inu. Ennþá hefur hann ekkert svar
fengiövið tilboðinu.
Framkvæmd málsins hefur Ing-
ólfur hugsað sér þannig að stofnað
verði áhugamannafélag um listir og
menningarmál. Höfuðmarkmið þess
yrði að reisa tónleikahöU í Reykjavík.
Ennfremur mundi það styrkja Pólý-
fónkórinn, Kammersveit Reykjavík-
ur, efnalitla tónlistarmenn og margt
fleira.
Allur hagnaður af Ferðaskrifstof-
unni Útsýn mundi renna til Usta-
félagsins. Ingólfur setur þó það skil-
yrði að Útsýn yrði undanþegin öllum
sköttum nema á laun og gæti hagn-
aður þá numið milljónatölum í ný-
krónum.
-IHH
Stefntað íslandsmeti
Hressir krakkar I Fellahelli hófu maraþondiskódans kl. 101 gœrmorgun og œtla sér
að setja nýtt Islandsmet. Til þess þurfa þeir að dansa til kl. 11.50 í dag. Æ tlað var að
dansa til kl. 12 á hádegi ef einhver er þá uppistandandi. / morgun hafði fœkkað
nokkuð á gólfmu en þeir hörðustu œtluðu að standa sig. DB-mynd Sigurður Þorri.
AIEXANDER, ALBERT 0G
EGGEKT RÓXJ ÚRSUTVJM
—er tillaga sem ekki átti að samþykkjast var samþykkt í neðri deild
Það varð fljótt séð við atkvæða-
greiðslu um lánsfjárlögin við 3.
umræðu í neðri deild að stjórnarliðið
ætlaði engar breytingar að leyfa á
frumvarpinu.
Það kom því sem þruma úr
heiðskíru lofti er litil tillaga frá
Karvel Pálmasyni um lántökuheimild
á 400 þúsund krónum til skipa-
iðnaðarverkefna á Akranesi (100
þúsund), Stykkishólmi (20 þúsund),
ísafirði (80 þúsund), Vestmanna-
eyjum (150 þúsund) og Garðabæ (50
V þúsund) var samþykkt með nafna-
kalli með 19 atkvæðum gegn 17 en 4
voru fjarverandi. Réð úrsUtum að
einn stjónarsinna, Alexander
Stefánsson (F), greiddi atkvæði með
tillögunni ásamt þeim Albert
Guðmundssyni og Eggert Haukdal en
þeir tveir höfðu greitt atkvæði
nokkuð sitt á hvað við breytingar-
tiUögumar.
Var tillaga um lánsheimUd til flug-
stöðvarbyggingar nú felld með 18
gegn 17. Við fyrri umræður hafði
tillaga hljómað um skyldu ríkis-
stjómarinnar til lántöku vegna flug-
■sföðvarinriar, - ■
Þá var felld tUlaga um 2 milljón
kr. lántöku tU kaupa á öryggis-
tækjum fyrir flugvelU með 18 gegn 17
og tUlaga um óskertar fjárveitingar
samkvæmt lögum til fatlaðra úr
Erfðasjóði og tU þroskraheftra frá
ríkinu, var felld með 19gegn 17.
Sverrir forseti varð fehntri
sleginn, bar vel saman með riturum
og sá ekkert athugavert.
Stjómarsinnar með Pál Pétursson
og Svavar Gestsson í broddi fylkingar
óskuðu nýrrar atkvæðagreiðslu en
stjómarandstæðingar glottu og sátu
ekkert athúgavért við atkvæða-
greiðsluna. Er enginn óskaði
leiðréttingu sinna orða lýsti forseti
úrsUtum. TUlagan var samþykkt.
Fundi var frestað því nú varð málið
að fara aftur til efri deildar.
í efri deild lagði Ragnar Amalds
tU að þó breyting væri ekki í anda
ríkisstjómarinnar væri aðeins um
heimUd að ræða og til að lengja ekki
þingtímann legði stjómin til að
frumvarpið yrði samþykkt óbreytt
frá neðri deild. Var það gert með 10
samhlj. atkvæðum og lánsfjárlögin
þá fullhönnuð.
Irjálst, áháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981.
GUÐMUNDUR
0G ELVAR
UNNU EINU
SIGRANA
— Friðrik farinn til
Moskvu til viðræðna
við ráðamenn skák-
hreyfingarinnar þar
Guðmundur Sigurjónsson stór-
meistari og Elvar Guðmundsson tóku i
gærkvöldi forystuna í LandsUðsflokki
á Skákþingi íslands er keppnin hófst á
HótelEsju.
Skákþingið er nú skipað mun
sterkari keppendum en oftast áður.
Þannig taka nú þátt þeir Guðmundur
Sigurjónsson og Ingi R. Jóhannsson
alþjóðlegur meistari sem ekki hefur
teflt á Skákþinginu síðan hann varð
íslandsmeistari árið 1963. Reiknað var
með að Friðrik Ólafsson FIDE-forseti
yrði einnig meðal keppenda en af því
varð ekki. Friðrik mun hafa haldið til
Moskvu tU viðræðna við ráðamenn í
skákhreyfingunni þar vegna heims-
meistaraeinvigis Karpovs og Kortnojs
og fjðlskyldumála Kortsnojs.
ÚrsUt í 1. umferð í landsliðsflokki
urðu þau að Guðmundur vann Braga
Kristjánsson og Elvar vann Jóhann
Þóri Jónsson. Jafntefli geröu
alþjóðlegu meistaramir Jón L. Áma-
son og Ingi R. Jóhannsson; Ásgeir Þ.
Árnason og íslandsmeistarinn Jóhann
Hjartarson; og Bjöm Þorsteinsson og
Kari Þorsteins. Biðskák varð hjá Helga
Ólafssyni og Jóhannesi Gísla Jónssyni.
í áskorendaflokki er Ágúst Karlsson
efstur með 3,5 vinninga eftir 4 umferðir
og í opna flokknum er Amór
Bjömsson efstur með 4 vinninga.
-GAJ-
Olíugjald að
lögum
ívertíðarlok
Olíugjald til fiskiskipa var loks
samþykkt sem lög frá Alþingi í gær.
Við þriðju umræðu um frumvarpið í
neðri deild var frumvarpið samþykkt
að viðhöfðu nafnakaUi með 19 gegn 3,
13 greiddu ekki atkvæði og 5 vom fjar-
verandi. Þeir sem á móti vom voru
Karvel PáUnason, HaUdór Blöndal og
Jón Baldvin Hannibalsson.
Framsóknarmenn, alþýöubandalags-
menn og ráðherrarnir Friðjón og Pálmi
samþykktu gjaldið sem nú er 7,5%.
Málið hefur mjög verið gagnrýnt
ekki þó sízt fyrir það að hér er um að
,ræða lög sem ráðherrarsömdu um við
ákvörðun fiskverðs og gjaldið gildir frá
áramótum þó það sé loks samþykkt nú
er vertíð er að ljúka.
-A.St.
Smáauglýsingar
Dagblaðsins
Smáauglýsingadeild DB verður lok-
uð bænadagana, skírdag, föstudaginn
langa, laugardaginn 18. apríl og páska-
dag. Opið verður annan í páskum frá
18—22. Þá verður tekið á móti smá-
auglýsingum í fyrsta blað eftir páska,
sem út kemur þriðjudaginn 21. apríl.