Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 I Erlent Erlent Erlent Erlent S) 9 REUTER Erlendar fréttir Vesturveldin sökuð um íhlutun íPóllandi Sovézka tímaritið Literatumaya Gazeta sakaði í gær Vesturveldin og Reagan forseta um að reyna að blanda sér í innanríkismál Pólverja með því að veita þeimílán og reyna að koma í veg fyrir að Agagnbyltingin” í landinu verði brotin á bak aftur. Pólland: Hrun í útf lutningi Hin opinbera pólska fréttastofa, PAP, greindi frá því að útflutningur Pólverja til kommúnistaríkja hefði minnkað um 17 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs og til annarra ríkja hefði hann minnkað um 28 prósent. Hafréttarráðstefnu frestað Bandaríkjamenn lögðu í gær til að hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna yrði frestað enn á ný þar sem þeir hefðu ekki lokið endurskoðun á uppkasti að samkomulagi um hafrétt- armál fyrr en í ágúst næstkomandi. Engin ákvörðun var tekin um hvenær næsti fundur ráðstefnunnar yrði haldinn. Forseti hafréttarráðstefnunnar, Tommy Koh frá Singapore, mun freista þess að ná samkomulagi um fundartíma í persónulegum viðræðum við þingfulltrúa. Bandaríkjamenn hafa lagt til að ráðstefnunni verið frestað til byrjunar næsta árs. Tommy Kohn leggur hins vegar til að henni verði framhaldið í septembermánuði næstkomandi. Suður-afríska kirkjuráðið for- dæmirkyn- þáttaaðskilnað Suður-afríska kirkjuráðið lýsir áhyggjum sínum yfir því að íþrótta- samtök á Vesturiöndum hafa látið telja sér trú um að kynþáttaaðskilnaður innan íþróttahreyfinga í Suður-Afriku sé ekki lengur við lýði og hafa þess vegna að nýju tekið upp samband við í- þróttahreyfinguna í landinu. Sannleikurinn er sá að kynþátta- aðskilnaður viðgengst ennþá. Td. var blökkumönnum í Pretóríu nýlega bannað að nota íþróttaleikvanga þar. — Þar sem við lítum á jafnrétti innan íþróttahreyfingarinnar sem spor í átt til kynþáttajafnréttis á öllum sviðum litum við á þessa samvinnu með óhug á meðan kynþáttaaðskilnaður viðgengst ennþá innan íþróttahreyfing- arinnar — segir í áliti sem suður-afríska kirkjuráðið lét frá sér fara. Ennfremur hefur suður-afríska kirkjuráðið mótmælt harðlega banni á útgáfu tveggja timarita, sem gefin voru út af blökkumönnum og einnig þvi að fimm svörtum blaðamönnum hefur verið meinað að starfa. — Við lítum á þessar aðgerðir sem alvarlega tilraun til að þagga niður „hina svörtu rödd” í Suður-Afríktr. Kirkjuráðið fordæmir ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem ókristilega og fullkomlega óviðunandi með tilliti tíl samþykktar hins siðaða heims um prentfrelsi og málfrelsi. Hitaf lísamar stóðust eldraunina: „FERD m STJARNANNA ER EKKISVO FJARRT —sagði John Young að lokinni giftusamlegri f erð geimf erjunnar Kólumbíu Velheppnuð frumraun bandarisku geimskutlunnar Kólumbíu hefur sannað að unnt er að senda mönnuð geimför út í geiminn og snúa þeim aftur til jarðar og lenda sem flugvél. För Kólumbíu markar að því leyti tímamót fyrst og fremst að nú verður unnt að nota sama geimfarið aftur og aftur. „Við höfum fært þessu landi undursamlega möguleika á tækni- sviðinu,” sagði geimfarinn Robert Crippen eftir að hann hafði ásamt félaga sinum John Young stýrt geim- skutlunni inn til velheppnaðrar lend- ingar í Edwardsflugstöðinni í Kali- forníu rúmum 54 klukkustundum eftir að för hennar hófst. „Við (mannkynið) erum ekki svo fjarri því að geta ferðazt til stjarn- anna,” sagði himinlifandi geimfarinn John Young og þótti þar taka nokkuð stórt upp í sig. Mikil eftirvænting rikti varðandi ferð Kólumbiu inn í gufuhvolf jarðar vegna hins gifurlega hita sem þá myndaðist og vegna þess að nokkrar hitavamarflísanna á geimskutlunni höfðu iosnað. Er Kólumbia fór í gegnum gufuhvolfið með 25-földum hraða hljóðsins mældist hitinn 1482 gráður á Celsíus. Kísilfiísamar stóðust þessa eldraun og fleiri flísar iosnuðu ekki. f 12 km hæð tók Young við stjóminni af tölvuútbúnaði skutlunnar sem stjórnað hafði henni mestalla leiðina. Um 200 þúsund manns höfðu safn- azt saman á Edwardsflugstöðinni til að fylgjast með lendingunni og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu i sjónvarpi. Er geimferjan fór í gegnum gufu- hvolfið rofnaði sambandið við hana í 21 minútu eins og fyrirfram var vitað vegna hins mikla hita sem þá mynd- ast. Mikil spenna var þá meðal vis- indamannanna á jörðu niðri þar sem vitað var að þetta var hættulegasti hluti ferðarinnar. Spennunni lauk þegar Young kallaði í stjómstöðina: „Halló, Houston. Kólumbía hér.” yí-“ bV6 „aö' °?\ l$> FIAT 125p hefur löngu sannaó þegnréttsinn hérá landi. Hann hefurþjónaö eigendum sínum hér I heilan áratug - gjarnan oröiö augasteinn þeirra - og ætíð skilað háu endursöluveröi vegna styrkleika, afls og endingar. í þessum bíl fæst því mikiö fyrir peningana. UMBOÐIÐ h.f SMICUUVEGI4 KÓF^VOGI &77200

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.