Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 18
30 ' DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR15. APRÍL1981 PUKINN HAFÐIVINNINGINN „Ah. . . helvíti, ég var búinn að steingleyma sjónvarpinu,” hugsaði ég með mér þegar ég kom upp á blað eftir að hafa brugðið mér á Mela- völlinn í gærkvöldi. Rauk í ofboði i sjónvarpið og sjá . . . umræður um utanríkismái. Ner, iakk. Ekki fyrir mig. Ég hafði snefil af pólitiskum áhuga hér á yngri árum er ég þeyttist á milli kosningasknifstofu eins flokksins og kjörstaðar i heimabæ minum, en sá áhugi er fyrir löngu rokinn út í veður og vind. Það er helzt að maður sperri eýrun ef Vilmundur, fyrrum kennari minn í menntó og prýðispiltur, Gylfason, lætur í sér heyra. Við þurfum fleiri menn á borð við hann og Halldór Blöndal, sem láta sig fleira varða en grjótharðar flokkslinur einar saman. Þá var að kveikja á útvarpinu. Kvöldsagan, góðir gestir. Ég lokaði í snatri. Svissaði yfir á Kanann í von um eitthvað betra en varð ekki að ósk minni. Engin tónlist, heldur eins konar fréttaspegill um allt og ekkert. Hvað átti ég til bragðs að taka? Ég átti að skrifa um þessi ósköp. Ég gerði aðra tilraun til að hlusta á útvarp Reykjavík, en með sama árangri og fyrr. Nú voru góð ráð dýr — meira að segja rándýr. Ég gat ekki hlaupizt undan merkjum svona rétt fyrir páska. Aðalsteinn yrði þungur á brúnina. Púkinn og engillinn tylltu sér sinn á hvort eyrað og hvíslaðu á vixl: „Farðu heim og settu plötu á fóninn. Sigurður, stattu þig og hlustaðu á útvarpið.” Púkinn hafði vinninginn. Ég ók heim í hendingskasti og setti plötu á fóninn. Innst inni leið mér vel en þó örlaði á sektarkennd. Til hvers að finna til sektar? Ég hef margsinnis sagt að ég hlusti aldrei á útvarp Reykjavik nema af misgáningi og í- þróttir eru það eina, sem ég horfi á í sjónvarpi að staðaldri. Þeim var ekki fyrir að fara í gærkvöld svo dæmið gekk ekki upp. Lesendur góðir, ég bið ykkur að afsaka hafið þið orðið fyrir vonbrigðum með þessa „krítík”. Þeir sem sátu heima og horfðu á kassann verða bara að dæma fyrir sjálfa sig að þessu sinni. Hinum er alveg sama því þeir sáu ekki siónvarpið frekar en ég. -SSv. Tónleikar Qert er ráð fyrir hægri sunnanátt á lendinu, en hvassere á annesjum sunnan- og vestanlands. Rlgnlng eða súld á Suður- og Vesturlandl en úr- komulftlð og láttskýjað á Noröur- og Austuriandi. Klukkan 6 var suðaustan 6, súld og 7 stlg I ReykJavBc; suðaustan 6, rign-^ Ing og 5 stig á Qufuskálum; hssgviðri, skýjað og 6 sdg á Qaharvlta; suö- austan 3, láttskýjað og 4 stlg á Akur- eyri; haegvlðri, helðekfrt og 1 stlg á Raufarhttfn; suðvestan 4, skýjað og 8 stlg á Dalatanga; haagviðri, þoku- mttða og 6 stlg á Httfn og suðaustan 7, rigning og 6 stlg á Stórhttfða. í Kaupmannahttfn var láttskýjað og 7 stlg, skýjað og 7 stlg I Stokk- hólmi, Mttskýjað og 6 stig í London, láttskýjað og 3 stlg f Hamborg, þoka og 13 stlg f Paría og láttskýjað og 8 stig í Madrid. V —^ Eirikur Hjartarson rafvirkjameistari, sem lézt 4. april, fæddist 1. júní 1885 að Uppsölum í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Hjörtur Guðmundsson og Margrét kona hans. Eiríkur kom ungur til Reykjavíkur og gerðist lærlingur í járnsmíði hjá Þorteini Jónssyni., Árið 1909 hélt Eirikur til Bandaríkjanna og hóf nám í rafmagnsfræði hjá Hirti Þórðarsyni. Eirikur dvaldi um tíma í Bandaríkjunum og lauk námi sínu, gat hann sér gott orð sem uppfinninga- maður þar vestra. Árið 1930 var hann sæmdur doktorsnafnbót við Háskóla íslands. Eiríkur var kvæntur Valgerði Halldórsdóttur og áttu þau 8 börn. Eiríkur verður jarðsunginn 15. apríl kl. 15. Friðrlk Öskar Slgurflsson, sem lézt 5. apríl, fæddist 20. júní 1920 í Stykkis- hólmi. Foreldrar hans voru Elín Heiga- dóttir og Sigurður Ó. Lárusson. Ungur byrjaði Friðrik að stunda sjóinn en vann síðan á bílaverkstæði hjá Eimskip hf., síðustu árin vann hann hjá Hamri hf. i Borgartúni. Árið 1945 kvæntist Friðrik Unu Indriðadóttur, þau áttu sjö börn en misstu tvö ung. Friðrik verður jarðsunginn í dag, 15. apríl. Guðbjörg R. Crowder, Auckland, lézt að heimili sínu 9. apríl sl. Guðbjörg Slgurðardóttir frá Ísafirði lézt mánudaginn 13. apríl sl. á Land- spítalanum. Kristjana Fenger, Öldugötu 19, lézt að heimili sínu 14. apríl. Reuben Roper, sem lézt 25. marz sl., var jarðsunginn 28. marz frá Centralia Illinois. Þórður Stefánsson fyrrverandi bóka- vörður, Vík í Mýrdal, sem lézt 7. april sl., verður jarðsettur frá Víkurkirkju laugardaginn 18. apríl kl. 14. Guðbjörg Sigurðardóttlr frá ísafirði lézt i Landspftalanum 13. april sl. Guðmundur Helgi Slgurjóuaaon tré- smiður, sem lézt 9. apríl, fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1929. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Jörundsson járnsmiður og Steinunn Björg Hinriks- dóttir. Hann lauk námi í húsasmíði árið 1950. Árið 1957 kvæntist Guð- mundur önnu M. Ólafsdóttur og bjuggu þau að Skipasundi 71 fyrstu hjúskaparárin en síðan að Eyjabakka 8. Guðmundur verður jarðsunginn þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.00 frá Fossvogskirkju. Afhenti forseta Tyrklands trúnaðarbróf Einar Ágústsson sendiherra afhenti á föstudag 3. apríl General Kenan Evren, forseta Tyrklands, trúnaðarbréf sem sendiherra íslands með aðsetri í Kaupmartnahöfn. Styttra páskafrí þorskveiöiflotans Eins og alkunna er hafa gæftir verið óvenjulega slæmar um allt land á yfirstandandi vetrarvertíð og aflabrögð bátaflotans í síðasta mánuði verið mun lakari en i fyrra. Af þessum ástæðum hefur sjvarút- vegsráðuneytið ákveðið að stytta fyrirhugað þorskveiðibann bátaflotans nú um páskana þannig að það mun hefjast 14. april i stað 11. eins og áður hafði verið ákveðið. Samkvæmt því verða öllum skipum, öðrum en skuttogurum og togskipum, sem eru 39 metrar og lengri, bannaðar þorskveiðar frá kl. 18.00 þriðjudaginn 14. apríl til kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 21. april. Það að þorskveiðar eru bannaðar þýðir að hlutfall þorsks i afla í hverri veiðiferð má ekki nema meiru en 15% og auk þess er bannað að hafa þorskfisknet í sjó á ofangreindu timabili. Af sömu ástæðum og íágu til þess að páska- stoppið hefur þannig verið stytt um þrjá daga, hefur einnig verið ákveðið að falla frá þeim ákvæðum leyfisbréfa til .netaveiða, að í samningsbundnum leyfum sjómanna og á skipum, setú ekki landa daglega, beri að fækka netum um 20%. Ferðir Strætisvagna Raykja- vfkur um póskana SKÍRDAGUR: Akstur eins og á venjulegum sunnu- degi. FÖSTUDAGURINN LANGI: Akstur hefst um kl. 13. Ekið samkvæmt sunnudagstímatöflu. LAUGARDAGUR: Akstur hefst á venjulegum tíma. Ekið eftir venjulegri laugardagstímatöflu. PÁSKADAGUR: Akstur hefst um kl. 13. Ekiö sam- kvæmt sunnudagstimatöflu. ANNAR PÁSKADAGUR: Akstur eins og á venju- legum sunnudegi. Akstur Strætisvagna Kópavogs um páskana SKÍRDAGUR: Akstur eins og á venjulegum sunnu- degi. FÖSTUDAGURINN LANGI: Akstur hefst um kl. 14, síðan verður ekið eftir sunnudagstímatöflu. LAUGARDAGUR: Akstur eins og á venjulegum laugardegi. PÁSKADAGUR: Akstur hefst um kl. 14, ekið verður samkvæmt sunnudagstímatöflu. ANNAR í P§KUM: Akstur eins og á venjulegum sunnudegi. Akstur um Hafnarfjörð um páskana SKÍRDAGUR: Akstur hefst kl. 10 og ekið verður til kl. 00:30. FÖSTUDAGURINN LANGI: Akstur hefst kl. 14, ekið verður til kl. 00.30 samkvæmt sunnudagstíma- töflu. LAUGARDAGUR: Akstur eins og á venjulegum laugardegi. PÁSKADAGUR: Aksturhefst kl. 14, ekið verðurtil kl. 00:30 samkvæmt sunnudagstímatöflu. ANNAR í PÁSKUM: Akstur hefst kl. 10, ekið verður til kl. 00.30. Akstur um Vffilsstaði um páskana SKÍRDAGUR: Akstur hefst kl. 10, ekið verður til kl. 23.05 samkvæmt sunnudagstímatöflu. FÖSTUDAGURINN LANGI: Akstur hefst kl. 14, ekið verður til kl. 23.05 samkvæmt sunnudagstíma- töflu. LAUGARDAGUR: Akstur eins og venjulega á laugardögum. PÁSKADAGUR: Akstur hefst kl. 14, ekið verður til kl. 23.05 samkvæmt sunnudagstímatöflu. ANNAR í PÁSKUM: Akstur hefst kl. 10, ekið verður til kl. 23.05 samkvæmt sunnudagstímatöflu. Ferðir sárleyfishafa um páskana AKUREYRI (NorOurlelí taf.): Frá Rvik kl. 08.00 daglegar ferðir frá og með þriðjudeginum 7. apríl til og með sunnudeginum 26. april, aö undanskildum föstudeginum langa og páskadegi. Frá Akureyri kl. 09.30 daglegar ferðir frá og með miðvikudeginum 8. april að undanskildum föstudeginum langa og páskadegi. BISKUPSTUNGUR (Sérl. Selfoss hf.): Venjuleg vetraráætlun en engin ferð páskadag og ekið sam- kvæmt sunnudagsáætlun 2. i páskum. BORGARNES (Sæmundur Sigmundsson): Skir- dagur: Veniuleg áætlun. Föstudagurinn langi: Frá Rvík kl. 20.00, frá Borgarnesi kl. 17.00. Páska- dagur: Frá Rvik kl. 20.00, frá Borgarnesi kl. 17.00. 2. i páskum: Venjuleg sunnudagsáætlun. GRINDAVÍK (Þingvallalelð hf.): Venjuleg vetrar- áætlun en engar ferðir föstudaginn langa og páska- dag, morgunferð á skirdag fellur niður. HÓLMAVÍK (Guðm. Jónasson): Venjuleg vetrar- áætlun en aukaferðir á sklrdag kl. 08.00 frá Rvik og til baka samdægurs. 2. i páskum frá Rvik kl. 08.00 og til baka samdægurs. HRUNA- OG GNÚPVERJAHREPPUR (Land- leiðlr hf.): Ferðir frá Rvik: Skirdag kl. 10.00, laugard. 18. april kl. 14.00 og 2 i páskum kl. 21.00. Ferðir frá Búrfelli: Laugardaginn 18. apríl kl. 09.30 (aðeins frá Haga) og 2. i páskum kl. 17.00. HVERAGERÐI (Kristján Jónsson): Venjuleg vetraráætlun skírdag og 2. i páskum er ekið skv. sunnudagsáætlun. Föstudaginn langa og páskadag er kvöldferö frá Hveragerði kl. 22.00 og frá Rvík kl. 23.30. HVERAGERÐI (Sérl. Selfoss hf.): Skirdag er ekiö samkv. venjulegri áætlun. Föstudaginn langa er fyrsta ferð frá Rvik kl. 13.00 og frá Hveragerði kl. 13.30, síðan er ekið samkv. venjulegri áætlun. Páskadag er ekið samkv. sömu áætlun og á skírdag. 2. i páskum er ekið samkv. sunnudagsáætlun. HVOLSVÖLLUR (Austurielð hf.): Frá Rvik kl. 13.30skirdag og laugardaginn 18. april, kl. 20.302. i páskum. Frá Hvolsvelli kl. 09.00 skírdag og laugar- daginn 18. april, kl. 17.00 2 i páskum. Engar ferðir föstudaginn langa og páskadag. HÖFN í HORNAFIRÐI (Austurieið hf.): Frá Rvik kl. 08.30 skírdag og þriðjudag 21. apríl. Frá Höfn kl. 09.00 miðvikudag 15. apríl, 2 páskadag og miövikudag 22. april. KEFLAVÍK (SBK): Venjuleg vetraráætlun en, skírdag og 2. i páskum er ekið samkvæmt sunnu- dagsáætlun. Föstudaginn langa og páskadag eru fyrstu ferðir frá Keflavík kl. 12.00 og frá Rvík kl. 13.30. KRÓKSFJARÐARNES (Vestfjaröaleiö):Ferðir skír- dag kl. 08.00 frá Rvík og til baka samdægurs. Föstu- daginn langa er ferð frá Rvík kl. 14.00 aö Reykhól- um og til baka frá Reykhólum kl. 14.30 2. i páskum. Þriöjudaginn 21. april er venjuleg áætlun. LAUGARVATN (Ólafur Ketilsson): Venjuleg vetraráætlun en engin ferð verður páskadag og ekið samkvæmt sunnudagsáætlun 2. i páskum. MOSFELLSSVEIT (Mosfellsleiö hf.): Venjuleg áætlun en ekiö samkv. sunnudagsáætlun skírdag og 2. í páskum. Engar ferðir föstudaginn langa og páskadag. REYKHOLT (Sæmundur Sigmundsson): Skirdag: Venjuleg áætlun. Föstudaginn langa og páskadag: Engin ferð. 2. i páskum: Venjuleg sunnudagsáætl- un. SELFOSS, EYRARBAKKI, STOKKSEYRI (Séri. Selfoss hf.): Skírdag er ekið samkv. venjulegri áætl- un. Föstudaginn langa er fyrsta ferð frá Rvik og Sel- fossi kl. 13.00 og frá Eyrarbakka kl. 12.40 og Stokkseyri kl. 12.30. Siðan er ekið samkv. venjulegri áætlun. Páskadag er ekið samkv. sömu áætlun og á skírdag, 2. i páskum er ekið samkv. sunnudagsáætl- un. STYKKISHÓLMUR, ÓLAFSVÍK, HELLISSAND- UR (Séribifr. Helga Péturssonar hf.): Ferðir frá Rvik kl. 10.00 miðvikudag 15. apríl, skírdag, laugardag 18. april og 2. i páskum. Feröir frá Stykkishólmi kl. 18.00, frá Ólafsvík kl. 17.30 og frá Hellissandi kl. 17.00 miðvikudag 15. april, skirdag og 2. i páskum. ÞORLÁKSHÖFN (Kristján Jónsson): Venjuleg vetraráætlun ásamt ferðum i sambandi við ms. Herj- ólf. Skirdag ekiö samkv. venjulegri áætlun. Föstu- daginn langa og páskadag engar ferðir. 2. i páskum ekið samkv. sunnudagsáætlun. Allar frekari upplýsingar um ferðir sérleyflsbif- reiða um páskana veitir BSÍ i síma 22300. Karlakór Reykjavfkur syngur f Háskólabiói Karlakór Reykjavikur heldur sina siðustu hljómleika að sinni í Háskólabíói i kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 19. Mikil aðsókn hefur verið að hljómleik- um kórsins og ekki sizt hefur það vakið hrifningu áheyrenda þegar eldri kórfélagar hafa sungið nokkur lög í Iokin en myndin var tekin við það tækifæri. Stjórnandi kórsins er Páll P. Pálsson og undirleikari Guörún Kristinsdóttir. Frímerkja- markaður Félag íslenzkra frímerkjasafnara heldur sinn árlega markað I Gyllta saln- um á Hótel Borg. Hefst markaðurinn kl. 14.00 þar sem veitt verður öll þjón- usta um sýningu söluvarnings og kynn- ingu. Afmæli for- setaíslands Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands á afmæli í dag. Hún er fædd 15. apríl árið 1930. í tilefni dagsins er flaggað við opinberar byggingar og á Strætis- vögnum Reykjavíkur. Um annað til- hald á vegum hins opinbera er ekki að ræða og Vigdís mætir til vinnu að vanda. -DS Sö/uturn óskast Óskum eftir aó kaupa góðan söluturn á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar í síma 76654 eða 77499. Frá menntamálaráðuneytinu Stöður námstjóra í íslensku og stærðfræði eru lausar til umsóknar. Áskilið er að umsækjendur hafi kennslureynslu á grunnskólastigi. Laun greiðast skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Æskilegt er að þeir sem hljóta störfin geti hafið starf sem fyrst. Ráðningartími er til 1. ágúst 1982. Starfið felst í að leiðbeina um kennslu í grunnskóla, fylgjast með árangri hennar og stuðla að kennslufræðilegum umbótum. Umsóknir um störfin, sem tilgreina m.a. menntun og fyrri störf svo og það svið innan grunnskólans sem umsækjandi hefur mesta reynslu af, óskast sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 30. apríl nk. GENGIÐ GENGISSKRÁNING NR. 73 - 14. ÁPRÍL1981 Einingkl. 12.00 1 Bandaríkjadollar 1 Sterlingspund 1 Kanadadollar 1 Dönsk króna 1 Norsk króna 1 Sænsk króna 1 Finnskt mark 1 Franskur franki 1 Belg.franki 1 Svissn. franki Kaup Sala 1 Hollenzk florjna 1tV.-þýzkt mark 1 ftölsk l(ra 1 Austurr. Sch. 1 Portug. Escudo 1 Spánskur peseti 1 Japansktyen 1 írsktDund SDR (sérstök dráttarróttindi) 8/1 6,638 14,433 5,589 0,9734 1,2109 1,4137 1,6002 1,2992 0,1870 3,3620 2,7877 3,0660 0,00816 0,4333 0,1146 0,0765 0,03072 11,200 8,0267 6,654 14,472 6,584 0,9761 1,2142 1,4176 1,6045 1,3027 0,1875 3,3711 2,7762 3,0733 0,00617 0,4345 0,1148 0,0767 0,03080 11,230 8,0484 Ferðamanna- gjaldeyrir Sala 7,319 16,919 6,142 1,0737 U356 1,6594 1,7660 1,4330 0,2063 3,7082 3,0627 3,3808 0,00879 0,4780 0,1263 0,0833 0,03388 12,363 * Breyting frá siðustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.