Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 28
40
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981
Með Samviimuferðum til Toronto:
„Af .öllum okkar feröum, þó
margar séu góðar, verð ég að segja að
Toronto heillar mig mest og þangað
ætla ég að fara með fjölskylduna i
sumar,” sagði Helgi Jóhannsson
sölustjóri Samvinnuferða-Landsýn.
Stórborgin Toronto sem er i Kanada,
rétt við landamæri Bandarikjanna,
mun vafalaust heilla marga þá sem
hafa áhuga á að skoða sig um. Sam-
vinnuferðir-Landsýn er fyrst allra
ferðaskrifstofa til að bjóða regluiegt
leiguflug vestur um haf og fyrst til að
veitahópafslátt.
f sumar er boðið upp á fimm ferðir
til Toronto en þaðan getur ferða-
maðurinn farið hvert sem hann vill
um þver og endilöng Bandarikin og
Kanada með aðstoð Samvinnuferða.
Það þarf þó ekki endilega að fara
neitt þvi Toronto sjálf býður upp á
svo geysimargt. Má þar nefna
Ontario Place sem er draumastaður
barnanna. Þar er að fmna leiktæki af
Helgi Jóhannsson sölustjóri Sam-
vinnuferða-Landsýn ásamt starfs-
stúlkum Samvlnnuferða, Ingibjörgu
Bjarnadóttur og Sigriði Árnadóttur,
og Dananum Pederson sem rekur
ferðaskrifstofu i Toronto. Á bak við
þau má sjá stærstu og fallegustu
fossa heims, Nlagara.
meðan gesturinn borðar ljúffenga
máltið. Þá er vert að minnast
Niagra-fossanna sem eru skammt frá
borginni, og þar er líka einhver
stærsti dýragarður f heimi.
í ágúst halda Toronto-menn sér-
staka hátið, Canadian Exhibition,
nokkurs konar kjötkveðjuhátíð, ekki
ósvipaða þeirri sem þekkt er frá Rió.
Þar koma fram heimsþekktir lista-
menn og stórkostleg skemmtiatriði
eru daglega viðs vegar um borgina.
Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp
á sérstaka vikuferð i tilefni þessarar
hátiðar og kostar hún 4.350 krónur
(gisting innifalin).
Bilaleigubilar eru ódýrir í Toronto
og auðvelt að aka þar. islenzkt öku-
skirteini er tekið gilt i Kanada en öku-
maður verður að hafa náð 25 ára
aidri. Veðurfar er afar hagstætt í
Toronto, að jafnaði 25—30 stig yfir
sumarið. 24. júní býður ferðaskrif-
stofan upp á sérstaka tveggja vikna
rútuferð um Kanada og Bandarikin
en alls tekur sú ferð þrjár vikur. Frá
Toronto verður haldið til Niagara-
fossanna, þaðan til Pittsburg,
Washington, New York, Boston,
Claremont, Montreal, Ottawa og
Toronto. Sú ferð mun kosta áætlað
kr. 8.245. Venjulegur flugfarseðill til
Toronto án gistingar kostar 3.300
báðar leiðir. Böm á aldrinum 2ja—
12 ára greiða 2.950 kr. og börn undir
2ja ára kr. 200. Flogið er beint með
Arnarflugi og tekur ferðin 5 tíma.
-ELA.
öllum stærðum og gerðum sem
bömin geta leikið sér í. Þá er Toronto
ekki siður staður kylfinga.
í Toronto er afar hagstætt að
verzla og þar em mörg helztu tizku-
hús, s.s. Eatons. 1 Toronto er að
finna hæsta turn veraldar, C. N.
Tower sem er 530 metra hár. Á efstu
hæð turnsins er matsalur sem snýst á
MR ER HMMt KJOmVBMU-
HÁTÉJAÐ HÆTTI RÍÓmMiA
Leitaö
ánýjar
sólarslóöir.
Æ fleiri landar leggja
leið sína til Flórida
„Við höfum farið til Kanari undan-
farin tiu ár en ákváðum að breyta til og
fómm til Flórída. Það var alveg stór-
fínt — aö mörgu leyti miklu betra.
Maður mætir að mörgu leyti miklu
betri og kurteisari framkomu hér i
Bandaríkjunum heldur en á hinum
gömlu og hefðbundnu feröamanna-
slóðum i Evrópu,” sagði Flóridafari er
hann var á heimleið um síðustu helgi.
Sifellt fleiri Íslendingar leggja leið sina
á sólarstrendur Flórida.
Af öllum tegundum
tslendingar vom meðal fyrstu út-
lendinga sem hófu skipulagöar ferðir
með ferðamenn til sólarlandsins
Flórida. Á sl. ári komu þangað 2000—
2500 islenzkir ferðamenn. Annars er
dálitið erfitt að átta sig nákvæmlega á
hve margir þeir vom.
i Flórida hittir maður fyrir allar
tegundir af ferðamönnum. Þar má sjá
rikisbubba sem fá sér inni á rándýrum
og fínum hótelum þar sem ekkert er til
sparað i mat eða drykk. En einnig má
hitta fyrir venjulegt fólk sem dvelst á
góðum en ekki mjög dýmm hótelum.
Maturinn er alltaf jafngóður hvort sem
mikið er til hans kostað eða ekki.
Hægt er jafnvel að borða sig saddan
fyrir fáeina dali á skyndibitastað. —
Ferðamenn geta valið um hvort þeir
Iburðurinn i sölum Fontainbleu Hilton hótelsins er mikill. Á hótelinu hafa verið
teknar fjölmargar kvikmyndir, m.a. nokkrar James Bond myndir. Hótelið er tuttugu
og fimm ára gamalt.
Stóru hótelin bjóða gestum sinum upp á fjölbreytta dægrastyttingu eins og margs konar íþróttir og fiskveiðar, auk þess sem
sólskinið, sandurinn og sjórinn er til afnota fyrir þá sem það kjósa.
vilja hótelherbergi eða íbúðir eins og í
öðmm sólarlöndum.
Fleira skemmtilegt
en sólin
Ýmislegt er hægt að gera sér til
dægrastyttingar i Flórida annað en að
liggja og flatmaga i sólinni. Nefna má
Disneylandið fræga, „Sædýrasafnið”
og listasafnið Villa Vizcaya. Fjölmörg
listasöfn eru i Miami og nágrannaborg-
unum. Margir heimsfrægir listamenn
halda bæði söng- og leiksýningar.
Á dögunum átti blm. DB þess kost
að sjá leiksýningu þar sem Elizabeth
Taylor fór með aðalhlutverkið. Heims-
frægir dansarar heimsækja Flórida auk
þess sem jassleikarar og söngvarar
leggja þangað leið sina. Þar að auki
eiga heimamenn sjálfir góða listamenn.
Nefna má að dansarar úr Furion dans-
flokknum hafa gert garðinn frægan
víða um heim. Varla þarf að nefna að
tennis- og golfvellir eru hvarvetna, auk
þess sem hægt er að leigja sér bát til
fiskveiða.
Ýmsir telja að hagkvæmt sé að
kaupa fatnað og annað þviumlikt i
Bandarikjunum en ferðamenn skulu
varaðir við að notfæra sér verzlanimar
á stóru hótelunum. Þar eru vamingur
jafnan mun dýrari en i venjulegum
verzlunum.