Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 8
„Á ég að rota ykkur?" frísklegir tónleikar Utangarðsmanna, Q4U, Purks Pillnikks og Taugadeildarínnar á Boiginni sl. föstudag „Ókei, ef einhver hefur virkilegan 'áhuga á að slást' býð ég honum að koma hingað upp og ég skal berja hann i klessu.” Eigandi þessarar áskorunar er enginn annar en Bubbi Morthens á tónleikum sem fram fóru Magnús Stefánsson trymbill \J (Jtangarðsmanna í Marquee Reykjavikurborgar, Hótel Borg, sl. föstudag. 1 miðju pró- grammi Utangarðsmanna fann ein- hver sig knúinn til að skvetta úr fullu vatnsglasi með ísmolum og „tilbehör” beint i andlit Bubba. Sem von var féll þetta uppátæki ekki i sér- lega góðan jarðveg og með viðbrögð- um pardussins spratt Bubbi upp og á eftir tilræðismanninum. Sem betur fer fyrir hann náðist ekki i kauða en ég hefði ekki veðjað krónu á hann i þeim hildarleik. Það var ærið skrautlegur hópur sem var saman kominn á Borginni: pönkarar og nýbylgjulið i verulegum mæli og ekki bar á öðru en tónlistin hitti í mark. Það var ekki fyrr en undir ellefu að Taugadeildin upphóf raustina og komst bara vel frá sinu. Bubbi Morthens fór á kostum og sést hér framleiða kyndugt hljóð I ætt við jóðl, ef þá hægt er að orða það svo. ætt hefur Purkur Pillnikk flutti bráðskemmtilega tónlist og á myndinni hér að ofan sést söngvari sveitarinnar lesa yfir áhorf- endum með tilþrifum. Framlag Purksins vakti óskipta athygli enda góð hljómsveit á ferðinni. Ekki var hægt að greina á meðlimum hennar, sem flestir eru mjög ungir að árum, að þar færu menn sem eru að stiga sín fyrstu spor á tónlistarbraut- iniíi. Hljóðfæraleikurinn var reyndar ekki hnökralaus en það var framlag söngvarans sem vakti mesta athygli. Efnilegur piltur þar á ferð. Tónlist Taugadeildarinnar er í ætt við ska- bylgjuna sem svo mjög hefur náð vinsældum i Englandi meö t.d. Specials og Madness framarlega f flokki. Að flutningi Taugadeildarinnar loknum tók við hljómsveitin Q4U (kjú for jú). Það er erfitt að hafa mörg orð um þá hljómsveit, hreint og beint lélegir hljóðfæraleikarar með stefnulausa tónlist og hræðilega „mónótóniska”. Ekki bætti það neitt þó tvær mjög svo skrautlegar söngkonur bættust i hópinn. Þrátt fyrir iburðarmikla málningu (önnur gat reyndar sungið dálftið) tókst þeim ekki að veita Q4U þá andlitslyftingu sem til þurfti. Purkur Piilnikk er stórskemmtileg hljómsveit sem vafalitið gæti gert það gott ef áhugi væri fyrir hendi. Undir forystu „dóminerandi” söngvara lék hljómsveitin afar „þétta” tónlist sem ekki er beint hlaupið að að skilgreina. Purkurinn beitir mikið stuttum „frösum” og notar algeng orðatil- tæki úr daglega lffinu. „Á ég að rota ykkur, á ég að rota ykkur? Ég get Taugadeildin flutti liflega tónlist í við ska-bylgjuna sem heltekið Breta. Greinilega er Madness-flokkur- inn Taugadeildinni hugleikinn ef marka má notkun hljómborðs og framkomu meðsöngvarans (á miðri myndinni). DB-myndir Einar Ólason.i það alveg, það er enginn vandi.” Eitthvað í þessa líkingu. Purkur hefur að sögn fróðra manna aðeins komið örsjaldan fram en hæfileik- arnir eru greinilega fyrir hendi. Hápunkturinn (yfir i-ið) var síðan framlag Utangarðsmanna. Ég held að varla sé of djúpt í árinni tekið að segja að þeir hafi aldrei verið betri. Hljómsveitin virðist hafa markað sér stefnu eftir ýmsar tilraunir og allur hljóðfæraleikur var geysilega pott- þéttur. Sérstaklega er athyglisverður frábær trommuleikur Magnúsar Stefánssonar og notkun hans i Kína- symbalanum er stórskemmtileg. Rúnar Erlingsson bassaleikari hefur heldur aldrei fengið það lof sem hann á skilið en samspil þessara tveggja drifur Utangarðsmenn áfram af geysilegum krafti. Bræðurnir Mike og Danny Pollock voru að vanda öruggir en eins og oft áður vantaði dálitið upp á að fullkomlega heyrðist til þeirra. Hlutur sem má laga auöveldlegal hljóðstjóm. Þáttur Bubba sjálfs var stór að vanda en „húmorinn” hefur sjaldan verið eins rikjandi í fiutningi hans og Utangarðsmanna og á föstudag. Sér- staklega var gaman að heyra „impróvíseringar” hans á Hiroshima og það er einmitt slíkt sem skapar Utangarðsmönnum verulega sérstöðu á tónleikum. Ofan á alit saman er söngur Bubba slíkur að honum er sjálfskipað i hásæti poppsöngvara hérlendis. -SSv. Söngkonur Q4U voru skrautlegar I meira lagi en gátu samt ekki veitt hijómsveitinni nægilega andlitslyftingu. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.