Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 13 Þær byggja sínar áætlanir eingöngu á hefðbundnum aðferðum við gerð veitukerfa. Og eru þó sumar hverjar komnar nokkuð til ára sinna, aðferð- irnar þær. Tæknilega séð eru t.d. frá- rennslislagnir hannaðar á nákvæm- GENGK) FRA EINANGRUNARSTOKK UM LAGNIR. Kjallarinn Geir Andersen á móti. Ar trésins er svo gjörsamlega gleymt að í stað þess að halda uppi merki gróðursetningar og gróður- vemdar er hafin herferð fyrir því að fjarlægja gróður og trjáplöntur sem sáu fyrst dagsins ljós á „ári trésins”! Til þess að rökstyðja þetta nánar skal tekið dæmi af virðingarverðu framtaki á vegum Melaskólans i Reykjavík. Á vegum hans, nemenda og foreldra nemenda voru um 2000 plöntur gróöursettar í grennd við Reykjavík á „ári trésins”, nánar til- tekið við Rauðavatn. í blaðafrétt nú fyrir stuttu er greint frá því að einmitt þetta svæði sé nú skipulagt fyrir byggingar á vegum Reykjavíkurborgar — og því verði þessar „plöntur” — bara að víkja! Og nú er líka ,,ár trésins” að baki og komið „nýtt ár”, ár fatlaðra, og fatlaðir ganga fyrir — í bili — þar til ár „vatnsins” eða „bílsins” gengur í garð. Hræsnin er söm við sig Fötlun manneskjunnar er með svo margvíslegu móti og er í svo mikilli nálægð við hvern einstakling að ekki skilur nema sekúndubrot milli heil- brigðis og fötlunar af einhverju tagi, eins og mýmörg dæmi sanna, hvem einasta dag. Breyting á slikum aðstæðum gerir engin boð á undan sér. „Á dauða mínum átti ég von,” hljóöar algengt orðtæki. Enginn reiknar hins vegar með slysi, hvað þá fötlun, allra sízt á sjálfum sér. Gjör- breyting verður þó á viðhorfum manns að því sekúndubroti liðnu sem þarna skilur á milli. En ættu viðhorfin að breytast svo mjög? Auðvitað ekki. Nú ber þess að gæta að t.d. fjölbreytni i hugsana- og tilfinningalífi manna er nær óendan- leg. Oft má deila um hvað heilbrigt sé og hvað sjúkt en ljóst er líka að fjöl- breytnin er geysimikil innan tak- marka þess sem heilbrigt getur talizt. Varúð í þvi mati er því mjög nauð- synleg. Eftir heimsstyrjöldina síðari ákvað Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organisation), sem i eiga sæti fulltrúar frá sextiu og fjórum þjóðum, að lita bæri á að heilbrigði væri ekki einungis ástand þar sem engir líkamlegir sjúkdómar væru til heldur fæli það í sér fullkomna lík- amlega, andlega og félagslega vellíð- an. Varla verður hægt að skilgreina heilbrigði betur. Alkunnugt er hversu starfhæfi manna sem heilbrigðir teljast er mis- munandi og fjölbreytt. Sumum leikur hvert starf í höndum þar sem aðrir virðast með fimm þumalfingur á hvorri hendi. Svipað á að sjálfsögðu við um andlegar framkvæmdir. í daglegu tali er starf venjulega talið sá þáttur athafnalifsins sem lýtur að öflun daglegs brauðs, þar með taldar allar þær veraldlegu nauðsynjar sem fengnar verða fyrir reiðufé! Fæstir eru fæddir undir þeirri heillastjömu að geta valið og stundað lífsstarf án þess að taka fjárhagshlið- ina með 1 reikninginn að verulegu leyti. Ennfremur má minnast þess drjúga hóps sem vegna staðhátta, sið- venja eða misskilnings á hæfileikum lendir í störfum sem fyrr eða síðar reynast misvalin og jafnvel ógeðfelld. — Starf og hæfi eiga því hvergi nærri alltaf samleið. Sizt skyldi það gleymast að sál- fræðilega séð er aðalstarf manna ekki ætíð það sem skráð er í hag- lega sama hátt og á dögum Róma- veldis. Þyngdarlögmálið ræður, vatn rennur niður í móti! LPS-frárennsliskerfi Undanfarin átta ár hef ég fylgzt af vaxandi áhuga með þróun nýrra hug- mynda um gerð frárennsliskerfa sem sænskt fyrirtæki, Skandinavisk kommunalteknik AB, hefur staðið fyrir. Þetta kerfi er bandarískt að uppmna og er þar nefnt Low Pressure Sewer. Kerfi þetta hentar sérstaklega vel i grýttu og mishæð- óttu landi. Er við slikar aöstæður sannað að unnt sé að spara umtals- verðar fjárhæðir í stofnkostnaöi. Skal ég nú lýsa kerfinu i örstuttu máli. Frárennslislagnir innanhúss og í grunnum eru lagðar á hefðbundinn hátt. Þar sem frárennslislögn kemur sameiginleg frá húsinu er hún tengd við bmnn úr trefjaplasti. í bmnnin- um er dæla (eða dælur ef menn vilja aukið rekstraröryggi). Dælan dælir ekki aðeins öUu því skolpi sem i bmnninn kemur heldur eru í henni sérstök blöð sem saxa alla fasta hluti. Og héðan í frá breytist kerfið tU muna frá hefðbundnu kerfi. Leiðslan frá dælunni miðað við einbýUshús er nægjanlega við 40 mm. Um rennsUs- halla þarf ekki að vera aö ræða. Dælan hefur 35 mm lyftihæð. Kerfið í götunum er siðan lagt eins og vatns- veitukerfi, venjulega úr samsoönum PEH-plaströmm. Viðasta rörið, og þá oft safnrör frá stóm hverfi, er 110 mm (4 tm). Bmnnur með dælu er við hvert hús. Dælan gengur algjörlega sjálfvirkt og aðeins þegar þörf er á dæUngu. Rafstraum fær hún frá við- komandi húsi. Rekstrarkostnaður er hverfandi. Sameiginleg lögn veitukerfa Fyrir nokkrum vikum fór ég í stutta heimsókn tU Skandinavisk kommunalteknik AB þegar ég var á ferð i Stokkhólmi, raunar annarra erinda. Fyrirtækið hefur lagt fjöl- mörg LPS-frárennsUskerfi víðsvegar skýrslur og greitt er fyrir. Til eru þeir, og eigi fáir, sem af Ulri nauðsyn eru tjóðraðir við brauðstrit alla ævi en hafa eigi að siður af svo miklum manni að má að tómstundaathafnir þeirra verða starfsstundunum drýgri tU afkasta — með þeim afleiðingum að lifsstarf þeirra verður raunvem- lega tómstundaiðjan en brauðstritið hverfur í gleymsku fyrú áhugamál- inu. Sú togstreita sem oft er háð miUi brauðstrits og t.d. Ustsköpunar er al- þekkt. Hún kemur þó sjaldan veru- lega fram í dagsljósið nema þar sem listhneigðin ber sigur af hólmi — með frægð. Hinir, sem stritinu verða að bráð, eignast siður sögu, nema helzt stöku sjúkrasögu í minnisblöðum geðfræðinga nútimans. Engar heilbrigðisskýrslur gefa til kynna og þaðan af síður rétta mynd af þeim mikla fjölda manna sem óvinnufær er en 1 daglegu taU telst tU hinna heilbrigðu. Það er því í hæsta máta grátbros- legt þegar um það er deilt og rökrætt hvort þeir sem timabundið eða al- farið hafa horfið úr hringiðu hinna svokölluðu heUbrigðu einstakUnga á vinnumarkaði vegna fötlunar eigi að taka þátt í venjubundnu lífi með þeim kröftum og þeirri getu sem þeir hafa yfir að ráða. í þessu efni sem öðrum er islenzk hræsni söm við sig. fslenzkt þjóðfélag stendur ekki á svo traustum grunni efnahagslega, umfram önnur, að það hafi efni á að draga viðurkennda markalinu mUU sekúndubrotanna sem skipta sköpum um aðstæður fólks. Allt fyrir atkvœðin Á ári fatlaðra er reynt að ljúka ein- í Evrópu, aUt norðan frá Svíþjóð suður tU Grikklands. f öUum tilfell- um telja þeir að um umtalsverðan spamað hafi verið að ræða miðað við hefðbundna rómverska aðferð. Slikur sparnaður er þó að sjálfsögðu mismunandi frá einum stað til annars. Samanburðaráætlun er gerð hverju sinni og á hverjum stað. Það sem vakti óskipta athygli mína nú i þessari heimsókn er að Skandinavisk kommunalteknik AB hefur haft forystu um og framkvæmt Kjallarinn Si0irðurGrétar Guðmundsson það sem eflaust margir hafa velt fyrir sér hvort ekki væri framkvæmanlegt: Að leggja öU veitukerfin; frárennsUs- kerfi, vatnsveitu, fjarhitun, rafmagn og sima i einu, i einn og sama skurðinn, á eitt og sama dýpi, 60cm, i einn og sama Styrofoam einangr- unarstokkinn sem einungis er sand- fylltur. Ég held að öllum ætti að vera ljós sú mikla hagkvæmni sem það hlýtur að vera að sameina gerð aUra veitukerfa sem eina framkvæmd. Allavega ætti sú staðreynd, að þetta hverju af því sem lofað var 1 ræðum og ályktunum undanfarinna ára. Þó er það aðeins brot af því sem lofað hefur verið. Það er t.d. fyrst nú, 15 árum eftir að teikning var gerð, að sundlaugin í húsi Sjálfsbjargar er tekin 1 notkun! Og mörgum verður á að spyrja hvort bygging sundlaugar sé svo flókið mál að það taki hátt á annan áratug. En sannleikurinn er sá í allri sinni dýrö að það er mikið mál að byggja sundlaug á íslandi þegar hið opinbera er annars vegar. Eða hvers vegna eru sundlaugar af hæfUegri stærð ekki við. hvert sjúkrahús? Það þurfa ekki að vera neinar keppnislaugar heldur litlar, þægUegar laugar sem sjúkl- ingar, er náð hafa nægum framför- um, gætu notaö. Sundlaugarbygging er ekki flókin í nútimaþjóðfélagi, hún er grunnur sem lagt hefur verið í að- og frá- rennsliskerfi fyrir heitt og kalt vatn. Hér þarf engan sérstakan arkitektúr eöa blöndunartæki af fullkomnustu gerð. Um þetta biður enginn, nema e.t.v. þeir sem verkið eiga að fram- kvæma tU þess að ná upp nægum kostnaði! Það er í raun yfirþyrmandi hversu hið opinbera kerfi er sér lítið með- -vitandi um þarfir fólks sem öðru fremur þarf á uppörvandi aðstæðum og athvarfi að halda. Sundlaugar, æfinga- og afþreylngasalir, ásamt fjölbreyttu efni i innanhússsjón- varpskerfi, sem njóta mætti frá eftir- miðdegi til miðnættis fyrir þá sem vilja, eru ekki aðeins nauðsynleg hjálpartæki til þess að viðhalda lík- amlegri, og ekki síður andlegri heilsu fatlaðs eða hreyfihamlaðs fólks, heldur ættu þau að vera skilyrði þess sé mögulegt, að vera nægjanleg til að jafnvel hér uppi á íslandi væri eyð- andi nokkrum tíma og fjármunum til að kanna hvort hér sé um valkost að ræða sem í mörgum tilfellum gæti sparað útsvarsgreiðendum talsverðar fjárhæðir, stytt framkvæmdatima, gert veitukerfin öruggari í rekstri og einfaldað viðhald og viðgerðir. Kóngarnir í ríkjum sfnum Þó ég hafi hér að framan minnzt á væntanlega byggð við Rauðavatn er það svæði ekkert aðalatriði í þessu máli. Víðar skal byggja á höfuð- borgarsvæðinu, t.d. mun Kópavogur bráðlega fara að huga að uppbygg- ingu í nýkeyptu Fífuhvammslandi og svokallaðri Suðurhlíð. Mergurinn málsins er sá hvort ekki sé nauðsyn- legt að taka ríkjandi hugsunarhátt til endurskoðunar. Erum við ekki æði oft stirðnuð í ákveðnu fari? Svona hefur þetta verið lengi, hvers vegna skyldum við breyta til? Eitt er víst, að þeir sem hérlendis reyna að brjóta nýjum hugmyndum braut mæta oft furðulegu tómlæti og mótbyr. En það sem ég held að yrði erfiðasti hjallinn að yfirstíga, til að fá fram ný vinnubrögð við gerð veitukerfa sveitarfélaga, eru allir smákóngarnir sem vitt um land sitja i rlkjum sínum, hver yfir sinni veitu. Fram að þessu hefur þeim verið margt betur gefið en samvinna. Þeir sem geta þrýst á í þessu máli eru sveitarstjórnarmenn, þeir bera ábyrgð á hinni fjárhagslegu hlið. Þeim ber skylda til að nýta sem bezt það takmarkaða fjármagn sem hægt er að verja til framkvæmda hverju sinni. En þeir sem hafa mestra hags- muna að gæta eru að sjálfsögðu skattborgararnir, íbúar sveitarfélag- anna, það eru þeir sem borga. Á það eftir að sannast að þeir sem í lesenda- dálkum dagblaðanna gagnrýndu ósamræmda framkvæmd við lagningu veitukerfa í stræti og torg höfðu nokkuð til síns máls? Sigurður Grétar Guðmundsson pipulagningamelstari. - að elnstaklingar, sem þannig er ástatt fyrir, vistist á stað til langdvalar. Af samtölum þess er þetta ritar við fólk sem býr í húsi Sjálfsbjargar í Reykjavík var m.a. upplýst að fyrir svo sem hálfum mánuði hefðu verið hafnar reglubundnar innanhússsjón- varpssendingar með ,,video”-spól- um, öllum til einstaklega mikillar ánægju og eftirvæntnigar. „Video”-spólumar eru eins og kunnugt er mikUl þymir í augum hins opinbera kerfis sem viU þær feigar og útlægar gerðar vegna þess að ein- stakUngum hefur tekizt að sjá við því miðaldamyrkri sem þeim og öUum landslýð er boðið upp á og kallað „dagskrá” í íslenzka sjónvarpinu. Vonandi fer ekki eins fyrir þessari nýjung og Kefiavíkursjónvarpinu a sinum tima og sem varð hvatinn að ótfmabærum rekstri hins islenzka sjónvarps. — Enginn yrði svo sem hvumsa þótt hið opinbera legði hald á þau tæki sem einstakUngsframtakið hefur nú rutt braut til almennra nota vegna þess að langlundargeð fólks gagnvart islenzka sjónvarpinu er þrotið. Það er mikið ógert í málefnum fatlaðra hér á landi. En j>eir eru ekki einir á báti í þeim efnum. Það hefur víða verið gripið niður og sums staðar verr af stað farið en heima setið, þvi það sem gert hefur verið er allt gert fyrir atkvæðin. Og það er vegna þess arna sem raunveruleg uppbygging í þjóðfélaginu er i mol- um. — Vegakerfi vantar, flugvelli vantar úti um landsbyggðina. Hvort tveggja má byggja með skjótum hætti. „Ný flugstöð” á Keflavíkur- fiugvelli er gott dæmi um það hvernig stjórnmálamenn standa í vegi fyrir raunverulegri uppbyggingu. Á sama hátt hafa þeir staðið i vegi fyrir full- kominni likamlegri, andlegri og félagslegrl velliðan þegna þessa þjóð- félags. Sameinuðu þjóðirnar halda áfram að tilkynna ný .i,ár” og við höldum áfram að taka það sem gefið að þetta eða hitt „árið” þjóni sínum tilgangi. En á meðan þjóðfélagið byggist á hömlum sem eru lögverndaðar af hinu opinbera, vegna ímyndaðs sið- gæðis, verða þessi „ár” bara lík hin- um, árin sem gleymast. Gelr R. Andersen „Hvers vegna eru sundlaugar af hæfilegri stærö ekki viö hvert sjúkrahús?”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.