Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981 - 97.TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.-AÐALSÍMI 27022. Sjónvarpið sýnirDallas Stóra helgardag- bókin fylgir blaðinu ídag Norræn firmakeppni fatlaðra: Stuðlumöllað sigriíslands £ — sjábls. 6 Búrhnífar, hamrar og skrúf- jám meðal sönn- unargagnanna — réttarhöld hafin ímáli Yorkshire. morðingjans — sjá erlendar fréttirbls.8-9 Kreditkortastríð Olís og biðskýlis í Kópavogi: „EINOKUN AF VERSTU GERD” „Við lOgðum fram skriflega kæru i gær til samkeppnisnefndar,” sagði Jósteinn Kristjánsson, annar eigenda biðskýlisins við Kópavogsbraut 115 í Kópavogi. Deilur hafa staðið milli eigenda verzlunarinnar og Oliuverzl- unar íslands um hvort eigendum verzlunarinnar skuli heimilt að selja viðskiptavinum bensín gegn greiðslu kreditkorta. Bensinsala frá Biöskýlinu gegn greiðslu með kreditkortum var hafin um mánaðamótin. Olis sættir sig ekki við þann afgreiðslumáta og hefur biöskýlið ekki fengið afgreitt bensin undanfarið, þannig að tankar biöskýlisins hafa nú staðið bensin- lausir á aðra viku. „Þaö er þröngsýni og furðulegheit að ég skuli ekld mega lána mina eigin peninga,” sagði Jósteinn. Þetta er einokun af verstu gerð. Við erum til- BlðslcýUð Kópavogsbraut 115 búnir að staðgreiða Olís aUt bensín, þannig að ég er ábyrgur fyrir öllu sem ég kaupi. Það er mun tryggara að nota kreditkort en t.d. ávisanir. Það er engin launung að salan jókst veru- lega eftir aö tekin var upp notkun kreditkortanna, bæði í bensíni og öðru. OUs hefur hótað að grafa upp tankinn og taka hann. Þvi er ekki að neita að það er verulegt tap að hafa ekki bensín hér en ég lit á þetta sem réttlætismál. Ég gæti e.t.v. fengiö bensín frá öðrum en hef ekki reynt það. Það verður að biða úrskurðar Samkeppnisnefndar,” sagði Jó- steinn. „Það er rangt að Jósteinn stað- greiði bensínið,” sagði önundur Ásgeirsson, forstjóri Olís, í gær. „Hann hefur haft 40 þúsund krónur að láni frá okkur í trausti þess að hann gerði við okkur samning. Það hefur hann ekki gert. En það er ekkert afgreiðslubann. Hann skuldar okkur og þvi var ekki hægt að halda áfram. Þessi starfsemi hefur frá upphafi verið rekin á vegum OIís sem leggur til tæki og fjármagn. Biöskýliö afgreiðir aðeins í umboði Olís. Náist ekki samkomulag tökum við tankinn. Það eru yfir 30 útsölustaðir á Stór-Reykjavikursvæðinu og það skapast glundroði ef einn á að skera sigúrhópnum.” _jh. Það lá ekki illa á krökkunum í Vestmannaeyjum sem urðu á vegi Ragnars Sigurjónssonar Ijósmyndara DB á dögunum. Þeir kœttust ákaflega / vorblíðunni eins ogfleiri. Og til að taka af allan vafa þá er stúlkan lengst til hægri vandlega innvígð í stuðningsmannahóp íþróttafélagsins Þórs (sem er að gefnu tilefhi sko allt annar hand- leggur en Týr). Komi til sovézkrarinnrásarí Pólland: MUNUM BERJAST VID RÚSSNESKA BJÖRNINN —segir„sendiherra” Solidamosc íPóllandi, sem kom til íslands ígærkvöld ogmun m.a. tala á 1. maí-fundum -sjábaksiðu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.