Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 18
Menning Menning Menning DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. Menning Kvik myndir ÓLAFUR JÓNSSON bíómyndum með tómri vorkunnsemi. Myndin bregst sögunni um Andra með því að leiða hjá sér hina víð- tæku, spottsömu þjóðfélagslýsingu sem er uppistaða sögunnar og ein- blína í staðinn á Andra sjálfan. Og fær þó ekki út úr honum annað en angurværa upprifjun bernskudaga sem um síðir er reynt að snúa upp í tilfinningasama lýsingu á fyrsta ást- arskoti, þykjast-harmleik i lokin. Það sem máli skiptir í myndinni er sjálft hráefni hennar: andlit barn- anna í myndinni, stöku myndskeið, leikatriði sem miðla sjálfstæðum barnalýsingum. En því miður svikst myndin undan sjálfu þessu yrkisefni sínu og þar með brýnustu skyldu kvikmyndalistar, ef við eignumst hana: að fjalla um okkur sjálf, lífið eins og það er, hérna og núna. Land og synir og Óðal feðranna fjölluðu í fyrra um eitt og sama yrkis- efnið — sem raunar er líka eitt aðal- efni bókmenntanna undanfarinn mannsaldur og þá íslenskrar menn- ingarsögu um leið. Það er auðvitað búferlaflutningur þjóðarinnar úr byggð í bæ, kynslóðaskilin á milli sveitamanna og borgarbúa í samtíð- inni. Þetta er frásagnarefni sem mik- ill fjöldi landsmanna þekkir til af eigin raun, beinni eða óbeinni, og lætur sig máli skipta. Engin furða þótt menn væru tilkippilegir að fara á bíó — önnur eins nýlunda og lika var í fyrra að nýjum íslenskum kvik- myndum. Ég á raunar dálítið skrýtilega endurminningu til marks um almenn- an áhuga sem myndirnar vöktu. Ég sá sem sé Óðal feðranna öðru sinni á einhverri síðustu sýningu á myndinni í Laugarásbíó í haust. Það var mánu- dagur. Klukkan sjö. Og kominn brunakuldi og nístandi næðingur. f strætó var ég að hugsa með mér að nú yrði ég alveg áreiðanlega aleinn í bíó. En það var öðru nær, húsið upp undir það hálfsetið, og glöggt að fólk fylgdist af áhuga og eftirtekt með myndinni þótt ekki væru allir þarna inni mjög vanir við bíóferðir. Álengdar við mig í salnum sat rosk- inn maður og virtist hugfanginn af myndinni, svo mjög að hann var si- fellt að grípa fram í fyrir henni með upphrópunum og athugasemdum og ræddi það sem fram fór á tjaldinu háum rómi við sessunaut sinn. Hvort sem bíógestum á þessari sjösýningu líkaði Óðal feðranna vel eða illa skorti auðheyrilega ekkert á áhuga þeirra á efninu. Sjón og saga Indriði G. Þorsteinsson hefur verið alveg undarlega mikilsmetinn höf- undur um sína daga — sem sumpart kann að vísu að skýrast af þvi að skáldsagnagerð var nánast lögst í læðing þegar hann var að gefa út sín- ar fyrstu sögur. Eiginlega verður maður samt alltaf hálfhissa, af að lesa upp á nýtt einhverja sögu Ind- riða, eða þá nýja sögu þó það beri sjaldan við, á því hvað manni þótti í fyrri daga mikið til þeirra koma. En það verður ekki af Indriða haft, að af því kann sumpart að stafa virðing sem sögur hans hafa notið, að hann hefur gefið sig með meiri einbeitni en nokkur annar höfundur að þessu yrkisefni. Allt sem hann hefur skrif- að best fjallar með einum eða öðrum hætti um þau umskipti sem urðu um stríðið á öllum högum þjóðarinnar. Og þannig séð er líka Land og synir höfuðrit Indriða. Gildi kvikmyndarinnar eftir Landi og sonum held ég að umfram allt liggi í því hve nærfærið og trúverðug- lega tókst að miðla í myndinni frá- Úr Punktur punktur komma strik. striki. í myndinni er einblínt á þá hendingu að sagan gerist á árunum kringum 1960 og mikið kapp á það lagt að endurgera í myndinni eitthvað sem kalla megi „andrúmsloft” þeirra ára — þótt það um leið útiloki þann kost að láta myndina gerast í reyk- visku landslagi okkar eigin daga og meðal æskunnar eins og hún er og fjalla þá um leið í alvöru um yrkis- efni sögunnar sjálfrar. Allt þarf að vera leikur og gervi, þykjast — af ein- hverjum nostalgískum ástæðum sem eiginlega er ógerningur að skilja. Hvaða lifandi maður lætur sig nokkru skipta „reykvískt andrúms- loft” áranna kringum 1960? Kannski það fólk sem þá var sjálft á aldri Andra og þeirra félaga. En er nokkur ástæða til að fara að búa til bíó sér- staklega handa þeim? Það mun nú sýna sig á næstunni hvort Punktur punktur komma strik hlýtur þá aðsókn sem hún þarf á að halda. Og af undirtektum og aðsókn sem hún hlýtur má að líkindum nokkuð ráða um hagi kvikmynda og kvikmyndagerðar í nánustu framtíð. Nú fer að hverfa nýlundan sem í fyrra var að íslenskum bíómyndum. Hvað sem manni finnst um efnistök Þorsteins Jónssonar í myndinni, má spyrja hvort þess sé að vænta að frá- sagnarefni hennar, lýsing reykvískra æskudaga fyrir tuttugu árum höfði til almenningsáhuga í líkingu við efn- ið i Landi og sonum, Óðali feðranna í fyrra. Ef ekki — hvað þarf þá til að tryggja nýjum bíómyndum þá að- sókn sem þær þurfa? Þetta mun nú allt sýna sig á næstunni. Þykjast eða vera Ekki vi! ég spá neinum hrakspám fyrir myndinni. En mér er engin laun- ung á þeirri skoðun að af þremur fyrstu islensku biómyndunum sem máli skipta sé Punktur punktur komma strik ein um það að hafa gagngert misheppnast — þrátt fyrir loflega tækni, kvikmyndatöku og kvikmyndaleik. Það er engin ástæða lengur til að undrast og dást að henni. Og ástæðulaust að taka nýjum Úr Landi og sonum. sagnarefni sögunnar, ulfinningalýs- ingu og hugblæ lennar. Þegar sagan var nv var oft að því fundið hvr ai > annalet t g ótrúverðug samtölin í henni væru í munni fólksins í sög- unni. Þess vegna var lærdómsríkt að heyra hve trúlega þessi sömu samtöl, óbreytt eða því sem næst, hljómuðu á vörum leikenda. í myndinni tókst að rekja með látlausu móti atburðarás- ina og endurgera mannlýsingar sög- unnar. Þar sem einhverju var aukið við eða vikið frá efni sögunnar, eins og óhjákvæmilegt er i kvikmynd, var það gert af mikilli nærfærni um anda hennar. Og hin fagra myndataka, landslagslýsing myndarinnar, ásamt hægum og íhugulum frásagnarmát- anum, gæddi hana sterkum hugblæ angurværðar og trega sem er alveg samkynja sögustllnum hjá Indriða sjálfum. Að vísu tókst ekki að segja neitt í myndinni sem ekki var áður sagt í sögunni. Eftir sem áður þarf maður að leita í bókina til að gera sér ljós efnislegu rökin fyrir ákvörðun Einars söguhetju að flytjast suður, skiljast við sveitina sína, búskapinn og kær- ustuna, allt það sem hugur hans er að eilífu bundinn. í myndinni tókst enn síður en í sögunni að gera ljós tilfinn- ingaleg rök og nauðsyn þessarar ákvörðunar. Myndin er í eðli sínu endursögn en ekki endursköpun, myndræn nýsköpun sögunnar. Tvær leiðir Það er sem betur fer ekki í minum verkahring að bera saman bíómyndir eða gefa þeim einkunnir. En samt sem áður held ég að enginn bíógestur sem sá bæði Land og syni og Óðal feðranna komist hjá að gera það upp i huga sínum hvor myndin honum hafi þótt vera betri. Og ég get vel vitnað fyrir mig, að mér þótti Óðal feðranna betri mynd. Þó svo að ógerningur sé að taka frásagnarefnið í myndinni fyrir alvöru, sem raun- sæja frásögn, raunhæfa samtíðarlýs- ingu, umfjöllun um raunverulegt vandamál. Ef maður reynir að endur- segja söguna, atburðarásina eða plottið úr myndinni, er í rauninni bara um tvennt að ræða, að skella upp úr eins og bjáni að allri dellunni, eða fara hjá sér og blygðast sín fyrir myndarinnar hönd. Samt stend ég mig að því að finnast hún bara nokkuð góð bíómynd. Styrkur og gildi myndarinnar held ég að liggi og felist í myndrænni skynjun frásagnarefnis, andlitsfalli, svip og fasi fólksins í myndinni, sem ekkert þeirra var skólaðir leikarar, ekkert síður en umhverfi þess og landslaginu í kringum það. Og þar með hæfileika höfundar að byggja upp dramatíska frásögn í myndum — sem grípur mann á vald sitt án tillits til frásagnarefnis, sögunnar sem sögð Almáttugur hjálpi mér Að efni sínu til var Óðal feðranna ekkert nema melódramatískur reyf- ari. En samt sem áður bar ekki á öðru en menn væru til með að taka við- fangsefni myndarinnar í fullri alvöru — og ræddu aftur og fram í Tíman- um um meinta „ádeilu” í myndinni á kaupfélagsskapinn í landinu, kjör og hagi bænda. Líkt og einhver vegur væri að taka lýsingu kaupfélagsstjór- ans og þeirra bræðra fyrir góða og gilda vöru, sem raunsæislega lýsingu á veruleikanum eins og hann er, raunverulegum viðskiptaháttum og siðferði. Enn undarlegri var þó umræða sem hófst þegar myndin var alveg ný um hlut drukkinnar kvensniftar sem þar kom fyrir. Ekki man ég betur en leikkonan í hlutverkinu skrifaði um það ítarlega grein í blöðin að þetta væri eiginlega besta kona, alltaf að hugsa um barnið sitt og þvo af því bleiur þó hún væri svona á sig komin. Satt að segja skildist mér að konan hefði eiginlega aldrei drukkið neitt nema rétt á meðan hún var að koma við sögu í myndinni. Undir þetta tóku svo aðrar kvenhetjur og ræddu grafalvarlegar um „stöðu konunnar” í kvikmyndinni. Jesús Æska í kerfi Pétur Gunnarsson fjallar í sögum sínum um Andra um brýnt yrkisefni ekkert síður en Indriði G. Þorsteins- son í sínum sögum: æsku og uppvöxt í bórgarbyggð, við nýja þjóðfélags- hætti sem auðvitað móta unglingana og fólkið í sögunni með sér, í sinni mynd. öfugt við frásagnarhátt Indr- iða, svo haldið sé áfram að jafna ólíku saman, auðkennist frásögn Pét- urs af víðri yfirsýn hans um frásagn- arefnið, skýrri vitund hans um kerfis- bindingu þess lífs sem hann lýsir. Og hann er að lýsa og segja frá og fjalla um okkar eigin dagsdaglegu samtíð, æskuna I dag. Þeim mun undarlegra var að sjá aðferð Þorsteins Jónssonar að þessu frásagnarefni í kvikmynd hans eftir sögum Péturs, Punkti Punkti kommu er. Ég sá myndina tvisvar án þess að skella eiginlega nokkurntíma alveg upp úr, og þótti hún næstum betri í seinna sinnið. Það er sjálfsagt ekki sanngjarnt að bera þessar myndir saman, þær eru svo ólíkar sín í milli, þrátt fyrir allt sem er líkt og skylt með þeim. En öfugt við Land og syni varð Óðal feðranna með köflum beinlínis spennandi mynd, nærgöngul og sumstaðar beinlínis ágeng við tilfinn- ingar áhorfandans. Samanber hið ljóðræna fall hestsins Hvitings, sam- kvæmt sögunni, í Landi og sonum og geldingarsenuna í Óðali feðranna. Báðum myndum lýkur með myndum af rútubílum. En umkomuleysi, upp- gjöf piltsins í Óðali feðranna er gerð lýðum ljós með allt öðrum hætti, sjónrænum rökum tilfinninga, en óvissan sem tekur við Einari í Landi minn, góður guð og almáttugur hjálpi mér! Þetta má, ef vill, hafa til marks um áhrifamátt kvikmyndar sem frásagn- armiðils. Og taka þá eftir því um leið að Óðal feðranna er ein um það, enn sem komið er, að hafa vakið upp slík- ar umræður um efni sitt. Eða þá að það vitni um hitt, að enn séu áhorf- endur býsna nægjusamir þegar nýjar íslenskar kvikmyndir eru annarsveg- ar. ogsonum. > Þetta er ekki sagt til að niðra Land og syni sem líka var nokkuð góð bíó- mynd fyrir sinn hatt. En ef taka má þessar myndir Ágústs Guðmundsson- ar og Hrafns Gunnlaugssonar til marks um tvær leiðir sem opnar standi íslenskri kvikmyndagerð, að endursegja með myndrænni og leik- rænni tækni mikilsháttar bókmennt- ir, fornar eða nýjar, eða þá að yrkja sjálf upp á von og óvon úr þeim efnum sem samtíðin lætur í té — þá mundi ég frekar kjósa leið Hrafns. Úr Óðali feðranna. UMBÍÓ Seinnigrein

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.