Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 28
— við sovézka her- mennef kemurtil innrásar — hittirað máli fulltrúa verkalýðs- samtaka og stjórnmálaflokka, auk þessaðtalaá 1. maf-fundum Nýja verölags- og efnahagsmálaf rumvarpið: Fimm umræður eftir og 11 stundir til stefnu — Sjálf stæðismenn komu í veg fyrir kvöldf und f gær — Lagapróf essorinn á öndverðum meiði við Geir Lagaprófessorinn Jónatan Þór- mundsson var meðal þeirra mörgu sérfræðinga sem kvaddir voru á fund fjárhags- og viðskiptanefnda Alþing- is vegna umfjöllunar nefndanna um nýja frumvarpið um verðlags- og efnahagsmál. Þar var hann beint spurður að því hvort hann væri sömu skoðunar og Geir Hallgrímsson, að lögbannsaðgerðir i verðlagsmálum sem kveðið er á í frumvarpinu myndu leiða þjóðfélagið inn á braut lög- reglurikis. „Nei, því fer fjarri,” svaraði laga- prófessorinn afdráttarlaust að sögn heimildarmanns DB. Nefndafundir og þingfiokksfundir um frumvarpið stóðu i allan gærdag frá klukkan 8 að morgni til kvölds. Nefndarálit sjálfstæðismanna reynd- ist svo siðbúið að ekki varð af fyrir- huguðum kvöldfundi. Þannig komu sjálfstæðismenn í veg fyrir umræður um málið í gærkvöldi. Áformað er að hefja fund í neðri deild kl. 13 í dag og gert er ráð fyrir að umfjöllun neðri deildar um frum- varpið geti verið lokið kl. 5—6. Þá er áformað að efri deild hefji umræður um frumvarpið. Vonast stjómarsinn- ar enn til að það verði afgreitt sem íög frá Alþingi í kvöld eða fyrri hluta nætur. Einhverjar orðalagsbreytingar á frumvarpinu liggja i loftinu m.a. að úr 5. grein falli þrjú orð sem kveða á um misjafna bindiskyidu innláns- stofnana. Hafði stjórnin i huga að Útvegsbankinn og Landsbankinn, sem þyngstar skyldur bera við sjávar- útveginn, gætu sloppið léttar en aðrir bankar við bindiskyldu. Nú munu bankar hafa lagzt gegn slíkri heimild. Einnig er hugsaniegt að aukning heimildar til bindiskyldu verði bund- in við ákveðna prósentu. Stjórnarflokkarnir kvarta undan að lítill agi sé nú í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. Stjómendur þing- flokksins fallist á samkomulag um afgreiðslu mála en síðan virði aðrir þingflokksmenn Sjálfstæðisflókksins ekki gerðan samning stjórnenda þingflokksins. -A.St. „Sendiherra” frjalsu verkalýössamtakanna íPóllandi á Norðurlöndum kom til íslands í gærkvöldi: Auövitaö mun Umferðardeild lögreglunnar gerir þessa dagana mikla razziu á mótorhjólum bœj- arins. Á þessum tíma reyna unglingamir mótorhjóHn eftir geymsluna í vetur og hafa kvartanir borizt til lögregnunnar vegna hávaða um nœtur og skemmda á viðkvœmum grasflötum. Um 30 hjól voru tekin i gœr, bœði vegna þess að eigend- ur skorti próf svo og vegna lélegs ástands mótorhjólanna. Razzian heldur áfram nœstu daga og á llklega þá enn efitir aðfjölga hjólunum l porti lögreglustöðvarinn- ar við Hveifisgötu. Á myndunum má sjá röð af hjólum sem tekin voru af eigendum í gœr. Á minni myndinni eru lögreglumennimir Rúnar Sigurpálsson og Eirikur Beck ásamt svekktum eiganda hjólsins. -ELA/DB-myndir S. kvæmt. Bezt er auðvitað að heim- sækja landið, sjá með eigin augum hvað er þar að gerast og tala við fólk- ið. Enginn pólitiskur stimpill er á hreyfmgunni. Þarna er verið að hefja byltingu án ofbeldis gegn sovétskipu- laginu, gegn alræðinu sem ríkir á öllum sviðum. Þama er ríkjandi sósíalismi að nafninu til en almenn- ingur hefur samt lítið sem ekkert að segja um landsstjómina. Enginn vill einkaeign á framleiðslunni í stað ríkisrekstursins sem nú er. En fólkið sjálft á að hafa mun meiri áhrif. Pól- verjar riðu á vaðið. í framtíðinni mun þessi bylting ná til allrar sovét- blakkarinnar í Austur-Evrópu. Það em margar ástæður fyrir að hreyfing- in vaknaði einmitt í Póllandi. Ein er sú að þar er jú mjög rik lýðræðis- hefð,” sagði Jakúb Swieddki.-ARH. um víð berjast „Auðvitað er yflrvofandi hætta á sovézkri innrás í PóIIand. Ég held þó og vona að til þess komi ekki. Sovétmenn tapa meiru en græða á slíku. En komi til innrásar munu við- brögð fólksins verða önnur en gerðist í Tékkóslóvakíu 1968. Það verður barizt við innrásarhermennina og stór hluti pólska hersins mun berjast við hlið okkar,” sagði Jakúb Swie- ciciki, landflótta Pólverji sem kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Hann er fulitrúi KOR, samtaka andófsmanna í heimalandinu, og „sendiherra” Einingar, frjálsu verkalýðssamtak- anna i PóIIandi, á Norðurlöndum með aðsetri í Svíþjóð. Hann er jafn- framt fulltrúi Einingar hjá aðalbæki- stöðvum Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga í BrUssel og var þar í borg í tvo mánuði fyrr á árinu. Molb Maclcatl r»ra* mjgum yflr Dagblaðs- fréttk af 0K1QÍ mála I PóHandi I gwkvtHd: „Aflalatriðið fyrir fólk á Vuturiöndum mO skB|a hvsð ar að garaat I Póllandl og valta oldcur alð- farMagan atuflning." D-mynd: Atii Rúnar. Næstu 6 mánuði verður hann í fullu starfi fyrir Einingu í Stokkhólmi en vonar að síðar á árinu fái hann leyfi pólskra stjómvalda til að fara hdm. Jakúb Swieddki er hér á landi í boði Kommúnistasamtakanna og Verka- lýðsblaðsins. Hann mun koma fram og tala á útifundum baráttugöngu launafólks og Rauðrar verkalýðsein- ingar á morgun og á innifundi fullt- rúaráðsins í Sigtúni annað kvöld. Einnig mun hann koma fram i út- varpi og sjónvarpi, eiga viðræður við fulltrúa stjórnmálaflokkanna og verkalýðssamtaka. „Aðalatriðið fyrir fólk á Vestur- löndum er að skilja hvaö er að gerast í Póllandi og veita okkur siðferðileg- an stuðning. Það er margt sem fjöl- miðlamenn skilja ekki og segja ekki rétt frá, annað er sannleikanum sam- FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. Stefnir ílokun dagvista á höfuðborgarsvæðinu: „Tilbúnar í átök ef þörf þykir — segjafóstrurog hafna einróma „lokatilboði” borgaryfirvalda „Við erum tilbúnar í átök ef með þarf og sættum okkur engan veginn við það sem launamálanefnd borgarinnar kallar lokatilboð sitt,” sögðu Marta Sigurðardóttir og Arna Jónsdóttir, fóstrur hjá ríki og Reykjavíkurborg í morgun. Á sameiginlegum fundi fóstra í Reykjavík í Garðabæ og Hafnarfirði í gærkvöldi var samþykkt einróma að hvika hvergi frá fyrirætlunum um að hætta störfum frá og með 1. mai hafi samningar ekki tekizt. Haldinn var óformlegur fundur með fóstrum hjá ríkinu og viðsemjendum þeirra í gær- kvöldi og talið líklegt að formlegur fundur verði boðaður í dag. Að öðru leyti er enginn hreyfing á samninga- málum. f Garðabæ bauð bærinn fóstrum 12. launaflokk sem byrjunar- kaup og 13. flokk eftir 3 ár. Fóstrur gerðu gagntilboð um sömu flokka- skipan og bærinn bauð að viöbættum 14. flokki eftir 9 ára starf. Því hafnaði bærinn. í Hafnarfirði hefur ekki verið boðaður fundur fóstra og bæjaryfir- valda. Hins vegar hafa fóstrur þar náð samningi við Verkakvennafélagið Framtíðina og nunnur sem reka barna- heimili í bænum. Þar er byrjunar- flokkurinn sá 12., 13. flokkur eftir 2ja ára starf og 14. fl. eftir 7 ár. Bæði í Hafnarfirði og í Garðabæ er fóstru- námið látið jafngilda hækkun um dnn launaflokk og byrjunarflokkurinn í raunsá 13. •ARH. SnjóríEyjum — mjög óvenjulegt á þessum árstíma Allt er nú á kafi i snjó í Vestmanna- eyjum. Samfelld snjókoma var þar frá því í gærmorgun og þar til í nótt. Er Eyjamenn fóru á fætur í morgun var snjólagið 15—20 sentimetra þykkt. Mjög óvenjulegt er að snjói á þessum árstíma i Eyjum. Mjög góð aflabrögð hafa verið hjá Eyjabátum að undanförnu, nánast landburður af fiski dag eftir dag. Afla- hæstur bátanna er Þórunn Sveinsdóttir með 1298 tonn. Suðurey VE fylgir fast á eftir með 1293 tonn og nokkrir bátar eru með y fir 1000 tonn. -FÓV, Vestmannaeyjum. mmABW Auglýsingadeild DB er opin til kl. 22 í kvöld en lokuð á morgun 1. maí. Opið er á laugardag frá kl. 9—14 og á sunnu- dag frá kl. 14—22. Næsta blað kemur mánudaginn 4. mai. diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU Stinilas

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.