Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. Verkamenn óskaststrax í byggingarvinnu Uppl. í síma 71730 og á kvöldin í síma 23398. Reynir h/f. Byggingarfélag. Staða framkvæmdastjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist borgarstjóranum í Reykjavík fyrir 16. maí nk. Bæjarútgerð Reykjavíkur. SVÖLU- KAFfí Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, halda sína árlegu kaffisölu í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 1. maí. Húsið opnað kl. 14.00. Glæsilegar veitingar Tízkusýningar Skyndihappdrætti Stórglæsilegir vinningar, þ.á m. flugfarseðlar, leikföng o.fl. Allur ágóði rennur til líknarmála. Grillstaðir og hótei Til sölu Toastmaster grillhella og djúp- steikingarpottur. Selst ódýrt. Uppl. i síma 97-7426. Viltu bvggja í sumar ? Húseiningaverksmiðjan SAMTAK HF. á Selfossi framleiðir margar gerðir ÓÐAL- einbýlishúsa úr völdum viðartegundum. Húsin eru samsett úr 30-40 einingum, auðflytjanleg hvert á land sem er. Enginn ætti að útiloka timbur þegar reisa á einbýlishús. Hringið í dag og fáið sent í pósti, teikningar, byggingarlýsingu og verð húsanna. UHUSEININGAR I 800 selfossi Norræn trimmlandskeppni fatlaðra byrjar á morgun: STUBLUM 0LL AÐ SIGRIÍSLANDS styðjum fatlaða til leiks og veitum þeim tækifæri til hollrar útiveru og hreyf ingar Á morgun, 1. maí, hefst norræn trimmlandskeppni fatlaðra af fullum krafti. Sigurður Guðmundsso'n-'skóla- stjóri, sem er framkvæmdastjóri keppninna ,sagði í gær að haft hefði verið samband við fjölda félaga og samtök fatlaðra um allt land og mikill áhugi væri á keppninni. Talið er að allt að tíundi hver maður á landinu búi við fötlun af einu eða öðru tagi svo það er stór hópur fólks sem getur lagt bessari norrænu trimm- landskeppni lið og á þann hátt stuðlað að sigri íslands. Rétt er að benda á að ekki aðeins þeir sem búa við langvar- andi fötlun eiga rétt á að taka þátt í keppninni heldur líka þeir sem eru haldnir tímabundinni fötlun svo sem vegna handleggsbrots eða skamm- vinnra veikinda. Keppt er í göngu, sundi, skokki, hjólreiðum, hjólastólaakstri og róðri, þannig að flestir fatlaðir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Hver þátttakandi getur tekið þátt í einni grein hvern dag og er miðað við að ver- ið sé við æfingar i 30 mínútur í hvert sinn og þá með nauðsynlegum hvíld- um. íþróttasamband fatlaðra hvetur alla sem geta stuðlað að þvi að ísland sigri í þessarri keppni eða unnið að því á einn eða annán hátt að auðvelda fötluðum að taka þátt í þessari fyrstu lands- keppni fatlaðra. Tilgangur keppninnar er að auka skilning og áhuga fatlaðra á íþróttum og útiveru. Með einfaldleik sínum gefur keppnin nær öllu fötluðu fólki möguleika á þátttöku og þar með hollri hreyfingu. -JR. Um framkvæmd keppninnar Allir þeir sem á einn eða annan hátt eru fatlaðir hafa möguleika á að taka þátt í norrænu trimmlands- keppninni. En hvert er hægt að snúa sér? öll ungmenna- og íþróttafélög svo og skólar hafa fengið bréf þar sem óskað er að skipaður sé trúnaðar- maður og að séð sé um að sundlaug og aðrir slíkir staðir séu viðbúnir þessari framkvæmd. Allir spítalar, dvalar- og hjúkrunarheimili eiga að hafa trúnaðarmenn. Allir skólar og stofnanir fatlaðra eru með í fram- kvæmd keppninnar. Undirbúningsnefnd skorar á alla þá sem taka vilja þátt í keppninni að fá á þessum stöðum þátttökuskírteini og láta skrá þátttöku i hvert sinn sem þeir eru með. Sérstaklega skal vakin athygli á að allar sundlaugar Reykjavíkur svo og Melavöllurinn sjá um þátttöku. Þá er mönnum einnig bent á skrif- stofu Sjálfsbjargar að Hátúni 12, en þar verður stór hópur fólks sem hefur keppnina 1. maí kl. 10 fyrir hádegi í hjólastólum, reiðhjólum, gangandi og í sundlauginni. Fatlaðir hafa sýnt það og sannað að þeir eru engir eftirbátar annarra í íþróttum og leik og nú gefst tækifæri til að styðja við bakið á þeim og stuðla að glæsilegri þátttöku íslcndinga í þessari fyrstu norrænu trimmlandskeppni. Þannig litur opnan I þátttökukortinu út. í reitina vinstra megin skráir trúnaðarmaður keppninnar 1 hvert sinn þátttöku við- komandi keppanda. Að lokinni keppninni fær svo hver keppandi sent viöurkcnningarskjal fyrir þátttökuna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.