Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. Spurning dagsins 3 Brcfritarar ráðleggja Garra að hlusta á Goombay Danse band. Ekki er þetta sú ágæta hljómsveit heldur Boney M. Svar við bréf i Garra um diskótónlist: Pönkið var loftbóla sem löngu er sprungin —sennilega stafa skrif hans af vanþekkingu á þvf sem verið hef ur að gerast undanf arin ár Magnús, Birgir og Samúel skrifa: Okkur langar til að svara lesenda- bréfi sem birtist í Dagblaðinu þann 21. apríl. Þar skrifar sá hlægilegi popptónlistarspekúlant Garri. Segir hann meðal annars í bréfi sínu að diskóið sé að detta uppfyrir en hins vegar lofar hann pönkara og „hard- rokkara”. Hugsanlega stafa skrif hans af vanþekkingu á tónlistar- menningunni eins og hún er i dag. Hann segir að diskóið sé að lognast út af. Þvílíkt röfl, ef eitthvað er að lognast út af þá er það örugglega pönkið. Sem dæmi um það má benda á það að flestar þær hljómsveitir sem hafa verið að rembast við að spila pönk hafa fyrir löngu gert í brækurn- ar og eru nú gleymdar og grafnar eða þá hafa afneitað pönkinu og eru farnar að spila eitthvað annað. En Garri minn, pönkið var bara tízku- fyrirbrigði sem dó út. Hvar heyrir maður pönk nú orðið? Hvergi. Diskóið er músikin sem alls staðar heyrist. Garri þessi telur sér áreiðan- Raddir lesenda lega trú um að pönkið sé ennþá á lífi þegar hann hlustar á gömlu pönk plöturnar sínar heima hjá sér. Að lokum er hér smáráðlegging til Garra. Ef þú mundir kaupa þér nýju plötuna með Goombay Danse Band mundir þú áreiðanlega gleyma pönk- inu ævilangt. Diskóið lifi! d mrn IGNIS DeLUXE með djúpfrystingu, á hjólum, með ljós í loki, afrennsli fyrir afþíðingu og viðvörunarljósum. Frystikistur: Eldra verð: Lækkunar- verð: 145 lítra 5259 4733 210 lítra 6074 5467 260 lítra 6458 5812 320 lítra 6939 6245 400 lítra 7395 6656 500 lítra 8352 Frystiskápar: 130 lítra 4589 225 lítra 6389 RAFIÐJAN Kirkjustræti 8. - Sími 19294 FRÁ AUSTUR LtíNDUM FJÆR Ódýrt! Blómaborð kr. 358.00 Borð kr. 293.00 * Skúffuborð kr. 795.00 Hornhillur kr. 647.00 Innskotsborð kr. 892.00 Borðin eru úr mahóníi Ath. sendum í póstkröfu ósamsett. • SJÓNVAL VESTURGÖTU 11 SÍMI 22600 Er gaman að vera í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði? Nemendur í Hrafnagilsskóla. Jón Þorstelnsson: Það er nokkuð gott en mætti vera meira félagslíf. Ragnheiður Antonsdóttir: Mjög gaman, þó gæti verið meira líf I félags- málum skólans. Slgrún Haraldsdóttir: AUt í lagi. Hólmfríður Sigurðardóttir: Já, það er ágætt. Linda Stefánsdóttlr: Ágætt en mætti vera meiri fjölbreytni í skólalífinu. Ragnheiður Sigurðardóttir: Ágætt, að vísu svolltið einangrað, en annars ágætt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.