Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. Utvarp 39 Sjónvarp D Einleikarinn, Guflný Guðmundsdóttir. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR—útvarp kl. 20,30: ÍSLENZKT TÓNVERK 0G FIÐLUKONSERT Fyrri hluta tónleika Sinfóníu- hljómsveitar fslands verður útvarpaö frá Háskólabiói í kvöld. Á efnisskrá fyrri hlutans eru Struktur (Formgerð) II eftir Herbert Ágústsson og Fiðlu- konsert eftir Jean Sibelius. Tónverk Herberts Ágústssonar verður frumflutt á tónleikunum. Það er skrifaö fyrir hljómsveit og einleiks- fiðlu og tileinkaði Herbert það sér- staklega Guðnýju Guðmundsdóttur sem leikur einleik í því verki. Guðný Guðmundsdóttir hefur starfað sem fyrsti konsertmeistari i Sinfóniuhljómsveitinni síðan 1974. Samtimis hefur hún kennt fiðluleik við Tónlistarskólann i Reykjavík. Á þessu tímabili hefur hún haldið fjöl- marga tónleika í Reykjavík og víðar á landinu.Hún hefur einnig haldið fjöl- marga tónleika erlendis. Guðný stundaði nám hjá Birni Ólafssyni við Tónlistarskólann i Reykjavík og lauk þaðan einleikara- prófi árið 1967. Siðan hélt hún út til framhaldsnáms, fyrst við Eastman School of Music i Rochester, síðan við Royal College of Music i London og loks við hinn viðkunna Juillard skóla í New York þaðan sem hún lauk master-gráðu. Hljómsveitarstjórinn Jean-Pierra Jacquillat hefur margoft stjórnað Sinfóníuhljómsveit tslands og var ný- lega ráðinn aðalstjórnandi hennar næstu þrjú árin. Hann er franskur rikisborgari, fæddur i Versölum árið 1935. -KMU Stjórnandinn, Jean-Pierre Jacquillat. LQKRIT VIKUNNAR—útvarp kl. 21,30: LEIKRIT FRUMFLUTT, EFTIR NÍNU BJÖRK ÁRNADOTTUR íslenzkt leikrit verður frumflutt i út- varpinu I kvöld. Það er eftir Nínu Björk Árnadóttur og nefnist Það sem gerist i þögninni. Leikritið fjallar um fjölskyldu. Hús- móðirin Lilja hafði ætlað sér að verða tónskáld en hún er drykkfelld, óánægð með lifið og tilveruna. Hjónaband hennar er í molum og lendir hún sífellt í rifrildi við Sigurð mann sinn. Jóhanna, dóttir þeirra á unglingsaldri, er líkt og milli steins og sleggju. Hún á góðan vin sem henni þykir mjög vænt um en hana grunar að hún eigi hann ekki ein. Þegar allt um þrýtur á hún athvarf hjá Hildi, fjórum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Séð og lifað. Sveinn Skorri Höskuldsson les endurminnigar Indriða Einarssonar (17). 23.00 Djassþ&ttur i umsjá Gerards Chinottis. Kynnir: Jórunn Tómas- dóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp i) Föstudagur 1. maí 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Adöflnni. 20.50 Lúðrasveit verkalýðslns. Tón- leikar í sjónvarpssal. Stjórnandi Ellert Karlsson. Stjóm upptöku Tage Ammendrup. 21.15 Setið fyrir svörum. Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, og Kristj- án Thorlacius, formaður BSRB, svara spurningum sem launþegar í sjónvarpssal bera fram. Stjóm- andi Guðjón Einarsson frétta- maður. 22.10 Getur nokkur hlegið? Banda- rísk sjónvarpsmynd frá árinu 1979. Aðalhlutverk Ira Angustain, Ken Sylk og Kevin Hooks. Freddie Prinze vex upp i fátækrahverfum New York þar til hann er átján ára. Þá fer hann að heiman, ákveðinn i að geta sér frægð, og aðeins ári seinna hefur hann náð ótrulega langt á framabrautinni. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.45 Dagskrárlok. ömmu sinni, sem er rugluð að dómi foreldranna. Með helztu hlutverk fára Anna Kristin Arngrímsdóttir, Guðlaug Maria Bjarnadóttir, Þóra Borg og Bessi Bjarnason. Helga Bachmann er leik- stjóri. Tónlist við leikritið er eftir Áskel Másson. Nina Björk Ámadóttir er Húnvetn- ingur, fædd að Þóreyjarnúpi i Vatns- dal árið 1941. Hún tók gagnfræðapróf frá Núpi árið 1958.1961 var hún við nám í lýðháskóla f Frederiksberg í Dan- mörku en fór siðan f Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavikur. Þaðan lauk hún lokaprófi árið 1964 og stundaði siðan framhaldsnám i Danmörku 1973—75. Nína Björk hefur auk ritstarfa leikið nokkur hlutverk, unnið skrifstofustörf og verið aðstoðarstúlka á tannlækna- stofu. Hún hefur gefið út ljóðabækur og samið leikrit sem sýnd hafa verið á sviði og í sjónvarpi og flutt i útvarpinu. -KMU Nina Björlt Arnadóttir. DB-mynd Ragnar Th. Helga Bachmann leikstjóri. KREISLERIANA—útvarp ífyrramálið kl. 11,30: Horowitz leikur píanó- verk eftir Schumann Vladimar Horowitz píanóleikari leikur i útvarpinu i fyrramálið tón- verkið Kreisleriana eftir Robert Schu- mann. Horowitz er einn af virtustu núlif- andi píanóleikurum heims. Hann er fæddur i Kiev i Sovétríkjunum árið 1904 og tónlistarnám sitt stundaði hann i fæðingarborg sinni. Árið 1925 fór hann í einleiksför um Evrópu og vakti þá mikla athygli og þrem ámm síðar lék hann einleik með Fílhar- móniuhljómsveit New York borgar. Bandarikjamenn tóku Horowitz mjög vel og sérstaklega þótti þeim mikið til tækni hans koma. Svo fór að Horowitz settist að í Bandaríkjun- um og þar hefur hann búið siðan. Kreisleriana er eitt af fyrri verkum Roberts Schumann. Hann fæddist í Zwickau í Þýzkalandi árið 1810. Hann var kominn á þritugsaldur er hann fór að leggja fyrir alvöru stund á tónlist en hann samdi aðallega fýrir píanó. Schumann átti oft við erfið- leika að stríða i einkalífi sinu og reyndi a.m.k. einu sinni að fremja sjálfsmorð. Hann lézt á geðveikra- hæli árið 1856. -KMU Auglýsing frá ríkisskattstjóra um framtalsfresti Ákveðið hefur verið að framlengja áður auglýst- an frest einstaklinga, sem hafa með höndum at- vinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, frá 30. apríl til og með 25. maí 1981. Reykjavík 29. apríl 1981. Ríkisskattstjóri VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Sa/a — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — bimi 15480. Skólavöröustig 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR FERDAVINNINGAR fvKS 300 utanferðir á tíu þúsund hver FJOLGUNOG STORHÆKKUN VINNINGA Auk þess 11 vinningar til íbúða- og húseignakaupa á 150.000.-, 250.000,- og 700.000,- krónur. Fullfrágenginn sumarbústað- ur, 100 bílar og fjöldi húsbún- aðarvinninga. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Miði er möguleiki alae

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.