Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.04.1981, Blaðsíða 9
9 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1981. i Erlent Erlent I Réttarhöld haf in í máli Yorkshire-morðingjans: Hamrar, hnffar og skrúfjám meðal sönnunargagnanna — Sutcliff e játar á sig þrettán morð og sjö morðtilraunir Vörubílstjórinn Peter Sutcliffe hefur játaö að hafa myrt þrettán kon- ur á síðastliðnum sex árum og virðist sem nú sé loks séð fyrir endann á hinu umfangsmikla morðmáli sem kennt hafa verið við „The Yorkshire Ripper”. Sutcliffe, sem handtekinn var í jan- úarmánuði síðastliðnum, kom fyrir rétt í London í gær í hinum sögu- fræga Bailey réttarsal sem var þétt- setinn fréttamönnum og öðrum áheyrendum sem margir hverjir höfðu staðið í biðröð alla nóttina til að tryggja sér sæti. Sutcliffe fór fram á sýknun á þeim forsendum að hann hefði ekki verið sjálfráður gerða sinna. Auk morð- anna þrettán játaði Sutcliffe að hafa gert sjö aðrar morðtilraunir. Eftir að hafa hlýtt á lagalegar rök- semdir ákvað dómarinn, sir Leslie Boreham, að fresta réttarhöldunum fram á næsta þriðjudag. Þá mun dómurinn taka afstöðu til hvort geð- rænt ástand Sutcliffes sé með þeim hætti að hann sé sakhæfur. Við réttarhöldin sem reiknað er H Vörubílstjórinn Peter Sutcllffe, 35 ára garaall, (með teppl yfir höföinu) leiddur inn i dómshúsið. Myndin var tekin er gæzluvarðshaldsúrskurður var kveðinn upp yfir honum í janúar- mánuði siðastliðnum. með að standi í eina viku eru lögð fram ýmis sönnunargögn, þar á meðal nokkrir kúluhamrar, einn kiaufhamar, öxi, búrhnífur, nokkrir rýtingar, átta skrúfjárn og reipi. Andrúmsloftið i réttarsalnum var þrungið spennu. Um 800 fréttamenn víðs vegar að úr heiminum höfðu sótt um sæti við réttarhöldin en aðeins tíundi hluti þeirra komst að. Flest fórnarlamba Sutcliffes voru vændiskonur og er hann var hand- tekinn 2. janúar síðastliðinn var vændiskona með honum i bifreið hans. Sonia, 30 ára gömul eiginkona Sutcliffes, var viðstödd réttarhöldin. Kosningarnar í Suöur-Af ríku: ÞJÓÐARFLOKKUR- INN HÉLT VELLI — en tapaði umtalsverðu fylgi Þjóðarflokkur Pieters Botha, for- sætisráðherra Suöur-Afríku, hélt velli í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn tapaði þó umtalsverð.u fylgi bæði til hægri og vinstri manna. Kosið var um 105 af 151 þingsæti og fékk Þjóðarflokkurinn öruggan meirihluta eða 83 þingsæti. Stjórnarandstöðuflokkurinn PFP, sem vill binda enda á aðskilnaðarstefn- una í landinu, vann tvö þingsæti af Þjóðarflokknum. Hinn hægri sinnaði þjóðernisflokkur HNP vann einnig mikið fylgi af Þjóðarflokknum án þcss þó að fá þingsæti. HNP-flokkurinn vill ganga enn lengra í aðskilnaðarstefn- unni en stjórnvöld landsins. Þjóðarflokkurinn hefur verið nær allsráðandi í stjórnmálum S-Afríku frá 1948. Bobby Sands var enn í hungurverk- falli í Mazefanglesinu á Norður-frlandi í morgun og hefur fasta hans nú staðið í sextíu og einn dag. Svo virðist sem sendimanni páfa, Pieter Botha forsætisráðherra. séra John Magee, hafi mistekizt að fá Sands til að hætta hungurverkfallinu og sömuleiðis virðist honum hafa mis- tekizt að fá brezka ráðamenn til að fallast á einhverja þá málamiðlun sem gæti bjargaðlífi Sands. Sendimaður fékk engu breytt Styrkið og fegríð líkamann Dömur og herrar! Ný 4ra vikna námskeið hefjast 4. maí. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértimar fyrir eldri dömur og þær sem em slæmar í baki eða þjást af vöðva- bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Smurbrauðstofan BJORNINN Njúisgötu 49 — Sími 15105 Ráðgjafi frá Mandeville of London verður þessa viku hér á iandi á eftir- tö/dum stöðum: REYKJAVÍK Rakarastofan Klapparstig, sími 12725, mánudag 4. mai, miðvikudag 6. maí, föstudag 8. maí. AKUREYRI: Jón Eðvarð, rakarastofa, Strandgötu 6, simi 24408, þriðjudag 5. mai. KEFLAVIK Klippotek, Hafnargötu 25, simi 3428, fimmtudag 7. mai. Sjómannadagsráð Vestmannaeyja óskar eftir tilboðum frá hljómsveit til að leika fyrir dansi í samkomuhúsi Vestmannaeyja um sjómannadagshelgina, bæði laugardag og sunnudag. Ennfremur vantar tilboð frá diskóteki í litla sal. Tilboðum sé skilað fyrir 15. mai til Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja, Pósthólf 500, Vestmannaeyjum. Lausstaða Staða lektors (50%) i greiningu og röntgenfræði í tannlæknadeild Há- skóla íslands er laus til umsóknar. Staðan verður veitt til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vis- indastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, ÍOI Reykjavík, fyrir 25. maí nk. Menntamálaráðuneytið, 27. apríl 1981. REIKNISTOFA BANKANNA óskar að ráða starfsmenn: 1. Kerfisfræðing/forritara 2. Kerfisforritara Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamennt- un á tölvu-, viðskipta- eða stærðfræðisviði eða hafi víðtæka starfsreynslu. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1981. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Reiknistofu bankanna á Digranesvegi 5, Kópa- vogi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.